Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.03.1907, Qupperneq 19

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1907, Qupperneq 19
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 91 meðvitundar vorrar um áhrifin og orsakanna, sem valda þeim. Meðvitundin urn áhrifin er miklu meira háð persónunni, sem fyrir þeim verður en umheiminum, sem veldur þeim. Sumir menn þola ver títuprjónastungur en aðr- ir þola spjótalög. Og til eru slík augnablik í lífi hvers manns, að hann tæki ekki eftir því, Þó hann væri lagður breiðu spjóti, og aftur önnur, þegar hann yrði æfur og uppvægur af því að vera snertur með títuprjónsoddi. Þess vegna eru dómar einstaklingsins um áhrif Þau, er hann hefir orðið fyrir, næsta þýðing- arlitlir til skýringar á orsökum áhrifanna. Aftur á móti eru þeir fræðandi um sálarlíf hans. Þegar rithöfundur lýsir fyrir oss landi, tíma- bili eða atburði, er lýsing hans eiginlega ekk- ert annað en lýsing eða mynd af honum sjálf- um — sálarlífi hans. Segi hann okkur t. d. eitthvað um loftslagið á Ítalíu og dæmi að eins eftir því, sem honum hefir sjálfum fundist, þá væri gætilegra að líta í veðurathuganabók þaðan, áður en við trúum honum fyllilega. Leggjum oss það alvarlega á hjarta, að hið >lla: þrautirnar, vonbrigðin, hafa miklu dýpri og varanlegri áhrif á oss en nautnirnar, gleðin °g gæfan. Af því leiðir það, að illu dagarn- >r taka tiltölulega meira rúm í meðvitund vorri °g minningu en góðu dagarnir. Komi t. d. einn sólskinsdagur milli tveggja kaldra regn- daga, þá er mjög hætt við, að minningin um regnið og kuldann breiðist svo út, að sólskins- dagarnir hverfi með öllu. A þennan hátt getur lífið orðið mörgum óyndislegt. Tannpína í nokkra daga mun hafa dýpri áhrif á flesta menn en margra vikna sól- skin heilbrigði, friðar og ánægju — að eg eigi tali um enn þá alvarlegri sjúkdóma og þrautir. Verði maður svo sem tuttugu sinnum á ári fyrir slíkum ónotum, geta áhrifin auðveldlega breiðst svo út um hugarheim vorn, að gæfu og gleðistundir ársins hverfi með ölln eins og sól- skinsdagarnir milli regndaganna. Tiltölulega fáar sorgarstundir geta skygt á heils árs á- nægju fyrir oss, og ónýtt hana með öllu. Og á sama hátt geta nokkrar sárar sorgir og von- brigði kastað dinnnum skugga yfir mörg ár og jafnvel alt lífið. Sé um skúr og skin að ræða, þá er auðvelt að leiðrétta þessar svart- sýnisvillur, það er ekkert annað en bera sig samanvið veðurathuganastofnunina, og við verð- um bjartsýnismenn — í þvi efni — á auga- bragði. Bara að það væri nú til sálarrannsóknar- stofnun, sem ransakaði dagleg a öll fyrirbrigði í gufuhvolfi mannlegrar sálar og skrifaði u)ip hvern gleðigeisla og hvern einasta sorgarskugga sem svifi yfir sálir mannanna. Eg er sannfærð- ur um, að dagar svartsýninnar yrðu þá fljótlega taldir. Slíkar rannsóknir myndu alveg vísa henni á bug. Við yrðum alveg hissa, þegar sálarrann- sóknarstofnunin færði okkur heim sanninn um það, hvað við í raun réttri hefðum verið ánægð — hvað okkur hefði eiginlega liðið vel þrátt fyrir alt. En því miður þýðir víst ekkert að stinga upp á því, að slík stofnun yrði sett á fót. Og veit eg þó ekkert heillavænlegra fyrirtæki. Sunrir halda, að bjartsýnin sé í því fólgin, að kunna að líta undan, þegar sárar sorgir nálgast — líta undan, meðan þær fara fram- hjá. Aðrir halda, að hún sé bara þrákelknis- leg neitun þess, að til sé það mótlæti, sem breytt getur jörð vorri í helvíti um stundar sakir. En þetta er alls ekki bjartsýni. Sé hún til, þá hlytur hún að vera óbifanleg trú á eðlisgæði lífsins, trú á það, að lífið hafi eitthvert mið, og það mið sé gott. Bjartsýni maður- inn getur því ekki hræðst að horfa niður í myrkur myrkranna. Hann mænir gegnum dimmuna — eftir Ijósinu, sem hann er sann- færður um að sé í því, undir því, bak við það einhverstaðar. Og þó hann sjái það ekki, þá trúir hann því fult og fast, að það sé þar þrátt fyrir ait, Hann gerir alt, sem i hans valdi stendur til að eyða eymdinni og volæðinu, leiða Ijósið gegnum myrkrið, — — hjálpa því til að rjúfa það. (Niðurl.)

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.