Nýjar kvöldvökur - 01.03.1907, Qupperneq 21
NYJAR KVÖLDVÖKUR.
93
Svo sem auðvitað er, er sundurskifting þessi
ekki glögg; það eru mörg stigin innan þessara
flokka, og oft nær ógeriiingur að greina þá
sundur. Og margt er það til, sem tæpast getur
talist til neins flokksins sérstaklega, t. d. sögu-
rómanar flestir og fræðisögur, siðfræðissögur
°. m. fl.
Þegar um útlend skáldrit er að ræða, sem
út á að leggja á íslenzku, þá er tvent, sem
verður að gæta: að velja vel, og efnið sé við
hæfi landsmanna, og hitt að þýða svo að
úvorugu sé misboðið, höfundinum og fslenzk-
unni. Hvorutveggja er mikill vandi ef vel á
að vera.
En þetta hefir nú gengið heldur misjafnt,
sem von er til.
Af bezta flokknum hefir til allra hamingju
úorist þó dálítið inn til vor, og það meira að
segja í vönduðum þýðingum að kalla má. Skal
þeirra getið hér í fám orðum.
Fyrst leyfi eg mér að telja hina ágætu sögu
Qvo vadis? (hvert ætlarðu? betra væri: hvert
ertu að fara?) er út köm í vandaðri þýðingu
fyrir nærfelt tveim árum í Reykjavík. Höfund-
ur sögu þessarar er pólskur rithöfudur: Hen-
ryk Sienkiewicz, og fékk hann fyir stuttu Nob-
elsverðlaunin fyrir rómana sína. Hann hefir
ntað skáldsögur nokkurar úr sögu Póllands,
er frægar eru orðnar víða um heim, og svo
eina sögu, er hann kallar «Staðfestuleysi», og
nafnfræg er um heim allan sem eitt hið meist-
aralegasta sálarfræðismálverk, er enn hafi verið
ntað. Margt hefir hann og ritað annað, og eru
sumt af því kýmnissögur; hafa tvær þeirra
komið á íslenzku: «Bartek sigurvegari* og «Sú
þriðja» í sögusafni Austra. Fyrir nálægt 12
árum reit hann sögu þessa: «Qvo vadis»; að-
alefni hennar er að lýsa siðum og háttum í
Rómaborg á dögum Neróns keisara, og bar-
áttu þeirri, er þar var háð milli hinna tveggja
veraldarinnar stórmálefna, er jafnan taka mann-
kynið ftillum tökum : heiðindóms og kristin-
dóms. Margir hafa spreytt sig á að lýsa þess-
ari baráttu, en engum tekist nándar nærri jafn
vel og Sienkiewicz. Tímanum og tíðarandan-
um er lýst svo vel, og Neróni sjálfum ekki
sízt, að lesandanum finnst að hann sé sjálf-
ur komin inn í þennan marglita hóp, sem
þar ber fyrir augu. Bókin komst þegar á
öll mál Norðurálfunnar, og á sumum í mörg-
um þýðingum. Eg veit um sex þýðingar á
þýzku, og eru sjálfsagt fleiri, og flestar í mörg-
uin útgáfum. Bók þessi er ágætasta gjöf
handa hverjum þeim er maður vildi gefa góða
bók.
Önnur afbragðssaga kom út næst liðið ár:
«01iver Twist»eftir Charles Dickens, nafnfræg-
an enskan rithöfund. Bók þessi er rituð fyrir
nál. 70 árum, en er alt af sem ný. Hún lýsir
lífi og æviferli drengs nokkurs, sem alinn var
upp á sveitarkostnað, og átti frámunalega ilt í
uppvextinum, lendir síðan meðal þjófa og þorp-
ara, þangað til seinast rætist úr fyrir houum.
Efnismeðferðin er meistaraleg og lýsingarnar
afbragð, og enginn, sem lesið hefir söguna
mun gleyma þeim Bumble og kerlingu hans,
Hrappi, Fagin Gyðingi eða Bill Sikes, þessari
kolsvörtu sál, sem samvizkan kvaldi til dauðs.
Sagan er sögð með þessum yndislega kýmnis-
blæ, sem brosir með tárin í augunum, og hef-
ir þýðandanum furðanlega tekist að halda hon-
um án stórskemda, enda er þýðingin góð.
Bókin væri ágæt gjafabók ef hún væri til þess
valinn; hún skilur manni svo margt gott eftir.
Pá eru «Sögur herlæknisins» eftir hið ágæta
skáld Zachris Topelius. Af þessu mikla verki
eru þegar komin þrjú bindi, og munu tvö
eftir, Sögur þessar hafa náð mikilli hylli á
Norðurlöndum. Segja þær sögu eft'r sögu hið
helzta úr sögu Svfa og Finna um fulla hálfa
aðra öld, og eru snildarlega samdar og sagðar,
en eðlilegt er, að þær eigi bezt við þjóðir þær
er mest koma við söguna: Svía, Finna og
Dani. Oss standa þær að ýmsu fjær, sem
von er til. Pýðingin er fjörug og spretthörð,
en stundum nokkuð laus, og er eigi örgrant
um, að hún beri sumstaðar meiri blæ þýðar-
ans en höfundarins. Sumstaðar er og setninga-
skipun með meira útlenzku-blæ en skyldi. Lak-
ast er að frágangur á prentun og prófarkalestri