Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.02.1908, Qupperneq 5

Nýjar kvöldvökur - 01.02.1908, Qupperneq 5
BEN HÚR. 29 var þar hækkuð múrbrún í kring, og brjóst- vörn af brendum leiri. Áilur var garðurinu mjög þrifalegur og var því unun að vera þar; benti það á að fólkið, sem þar bjó, var ætt- göfugt og vel efnum búið. Júda gekk eftir stíg einum litlum, er liðað- ist milli runnanna, yfir að riðinu, og þaðan UPP á stallinn. Svo fór hann inn um dyr, er .fortjald var hengt fyrir, og inn í herbergi eitt á norðurhlið hússins. Dimt var þegar orðið í herberginu, En liann áttaði sig þar samt. Hann fleygði sér niður í rúmstól, og þrýsti andlitinu ofan í handleggina. Pá er aldimt var orðið, kom kvenmaður inn í dyrnar op sagði: »Júda» — Hann tók undir og hún kom inn. «Rað er þegar lokið náttverði, og þegar komin nótt« mælti hún. »Ertu ekki svangur, barn?« »Nei,« svaraði hann. »Ertu ekki heill heilsu?» »Eg er þreyttur og sifjaður.« »Móðir þín hefir spurt eftir þér.« Hanu bylti sér til á hægindinu, »Nú« sagði hann, »jæja þá, komdu með eitthvað handa mér að eta. Eg er ekki sjúkur, Amra, en þó er eg ekki heill heilsu. Mér virðist nú vera byngra að lifa, en mér fanst í morgun. Rað er nýr sjúkdómur — og nú skalt þú reyna b'g á því, þú, sem þekkir mig svo vel, að finna eitthvað, sem bæði getur orðið mérmat- ur og læknislyf.« bað var auðheyrt á því, hvernig Amra spurði hann, og hvernig hanu svaraði henni, að þau h'utu að vera mjög svo nákomin. Hún lagði höndina á enni honum, og sagði: «Eg skal hafa það í 'nuga«, og með það fór hún. Skömmu síðar kom hún aftur og kom með ’njolkurskál, einn bikar víns, sneið af sn:agervu, llvítu brauði, graut úr ntöluðu hveiti, steiktan tug', hunang og salt; bar hún það alt inn á trebakka, og auk þess eirlampa með Ijósi, svo birtu bar um herbergið. Herbergið var fá- 1-eytt að búnaði, Jíkast því er svefnherbergi gerast. Amra bar stól að hægindi Júda, setti bakk- ann á stólinn, og fór síðan á hnén og þjón- aði honum, Pað brá fyrir snöggvast móðuruin- hyggju í augum hennar. Hún var um fimtugt að sjá. Hún hafði hvfta skauthúfu á höfði, en eyrnasneplarnir stóðu ofan undan; sást á þeim að al hefði verið stungið í gegnum þá — m erki þess að hún var ambátt. Hún var frá Egyftalandi; hún hafði ekki fengið frelsi fagnaðarárið — og hún kærði sig heldur ekki svo mikið um það. Henni þótti vænt um pilt- inii, sem hún var þá að þjóna, eins og hún hefði átt hann sjálf. Hún hatði annazt hann og þjónað honum frá bernsku, og gat ekki séð af honum. Hann var altaf barn í hennar augum. Meðan hann var að borða spurði hann hana: »Manstu, Amra, eftir honum Messala, sem kom hér svo oft áður, og var stundum heila daga . . . Hann er nú nýkominn heim frá Róm ... Eg talaði við hann í dag.« >Já, lnigsaði eg ekki, að eitthvað hefði kom- ið íyrir þig,« sagði Amra með ákefð; »þessi Messala — Mér hefir aldrei Iitizt á hann; . . . lát mig heyra, hvað hefir viljað til? En Júda þagði og var hugsi, hvað ákaft sem hún spurði svaraði hann engu — nema þessu, eftir langa bið: «Hann hefir breyzt mik- ið . . . eg vil ekkert eiga saman við hann að sælda framar.» Regar hún var farin með bakkann, stóð hann á fætur og fór upp á þak. Hitinn er svo magnaður á austurlöndum, að allir þeir, sem vilja og geta farið vel með sig, flýja inn í instu herbergin, þar sem skuggi er á. En þegar komið er að sólarlagi og for- sælur fjallanna taka að gerast langar, þá leita menn upp á flötu húsaþökin; en þar uppi er bæði hvílzt, beðizt fyrir og sofið; fyrir því er þar uppi oft mjög skrautbúið. Júda gekk að turnherbergi einu á norðvesturhorni hússins, og skaut dyrafortjöldunum til hliðar. Rað var orð- ið dimt, en vindaugu voru á allar hliðar, og lagði þar inn stjörnubirtu. Kona nokkur var þar inni, og sat og hallaðist upp að hægindi.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.