Nýjar kvöldvökur - 01.02.1908, Page 8

Nýjar kvöldvökur - 01.02.1908, Page 8
32 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. in hafa verið í beggja nafni. Sjá þú hina út- völdu af ísrael ganga fram hjá! Fremstir eru forfeðurnir — heyrir þú ekki bjöllur úlfaldanna og jarm hjarðanna? og svo þarna, sér þú eklci aldurhniginn mann, einn og einmana, ganga fram? Rað er hann, sem sá drottin augliti til auglitis, óviðjafnanlegur sem herrhaður, skáld. mælskumaður, löggjafi, spámaður — í Ijóma hans frægðar verður öll önnur frægð að hjómi einu. Og svo koma dóinararnir — og kon- ungarnir — lsaísonur, hetja í stríði, og söng- vari ódauðlegra ljóða. Og svo sonur hans, sem var vitrastur og spakastur allra manna, sem fékk eyðimörkina til að bera blóm, fylti bæina með fólk, bygði drotni musteri. Og svo — beyg þú höfuð þitt, sonur minn, það eru kall- arar guðs, sem frain hjá ganga; líf þeirra var einlæg þjáning, kyrtlar þeirra þefja af gröf og rotnun — en, lítt’á, andlit þeirra horfa til him- ins, svo sem þeir væru að hlusta á guðs röddu. Fyrir þeim bliknuðu konungarnir, og þjóðirn- ar titruðu fyrir málL þeirra; blessunin og böl- vunin gengu út frá hendi þeirra. Reir sáu inn í hið ókomna, .og sýnir þeirra voru sannleikur. Sérðu þá, sérðu þá, Þesbítann og Elísa, og þá þrjá í eldsofninum— — og hann, sein á að verða ættfaðir Messíasar?* «Halt’áfrain móðfr mín» sagði júda lágt, »það er hið nýja lofkvæði ísraels, sem þú syng- ur nú.« Hún brosti, angurvært og hugsandi, og sat enn um stund og strauk um hár sonar síns, svo sagði lnín með alt öðrum rómi en áður, rótt og alvarlega: «Þú spurðir mig hvaða lífsstöðu þú skyld- ir veija þér, Júda; þú átt að þjóna drotni; fyr- ir sonu ísraels er engin frægð á við það; en það er líka mikiil heiður------sá eini, sem er til.« »Má eg þá móðir mín . . . ekki verða . . . hermaður, til dæmis?» »Jú, því ekki það! Móses hefir kallað guð «drottin herskaranna. Vertu hermaður, ef þig langar til þess — en ineð þ/í skilyrði, að þú verjir vígfimi þinni, sém þú kant að ná, í Ouðs, en ekki keisarans jDjónustu.» Rau töluðu enn þá lengi um þetta fram og aftur; svo þögnuðu bæði, og Júda sofnaði seinast með höfuðið í kjöltu móður sinnar. Hún stóð svo upp, hægt og stilt, smeygði kodda undir liöfuð honum, breiddi ofan á hann á- breiðu, kysti hann og gekk hægt í burt. III. Sól var komin hátt á loft þegar Júda vakn- aði um morguninn. Dúfurnar voru á harðal'lugi í loftinu. Oullroðnir musteristindarnir mörkuðu sig skarpt við himinblámann í suðaustur átt. En hann hafði séð þetta svo oft, að hann leit varla við því. En liann svipaðist þegar eftir Tirzu systur sinni, 15 ára stúlku; sat hún þar rauiandi skamt frá honum og lék undir á hörpu. Hann lá kyr um stund, og hlustaði á hana með athygli. En óðara en hún var þess vör að hann var vaknaður, hætti hún, og lét hendur falla í kjöltu sér. Það á vel við að minnast hér með fám orð- um á föður þeirra Júda og Tirzu. Regar Heró- des dó, voru margir þeir, eráttu það hylli hans að þakka, að þeir voru menn veilauðugir. Ef svo vildi til, að einhver Jaeirra manna, sem gátu rakið ætt sína í beinan legg til forfeðranna eða ættfeðranna, voru líka vellauðugir, voru þeir álitnir vera «furstar af Jerúsalem,» og nutu því mikillar virðingar, bæði að ættfrændum sínum, er minni manna voru, og fátækari, og svo af heiðingjum þeim, er þeir skiftu við eða höfðu önnur kynni af. Faðir þeirra systknanna hafði og borið þetta tignarnafn. Hann hafði verið guðrækinn og samvizkusamur Gyðingur, og trúr þjónn konungi sínum, bæði utan lauds og innan. Nokkrum sinnum ha-oi hann verið sendur með trúnaðarmálum tii Agústs keisara, og hafði keisarinn gefið honum allmargar af gjöfum þeim, er þjóðhöfðingjar eru vanir að gefa — einkum til þess að fullnægja hégóma- dýrð sinni, svo sem purpuraskikkjur, fílabeins- stóla, drykkjarker af gulli og því um líkt. Húr hafði þó ekki haft mestan auð sinn að þakka keisaragjöfum eða konungsnáð ; hann hafði sjálf- ur verið dugnaðarmaður, og rekið margvísleg

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.