Nýjar kvöldvökur - 01.02.1908, Blaðsíða 12
36
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
Hann ætlaði á eftir henni inn í turnherberg-
ið ... En í sama bili tók þakið að hristast
undir fótum þeirra, það heyrðust kylfuhögg og
brestir og brak í hurðum og trjám. Angistar-
hljóð heyrðust neðan úrgarðinum. Svo heyrð-
ist mikið fótaspark og glaumur af mannamáli,
bölvi, ragni, bænum og kveinstöfum skelkaðra
kvenna. Hermennirnir höfðu brotið upp norð-
urhliðið, og voru komnir inn í húsið. Júda
flaug í hug, að þeir mundu vera að leita hans.
Hann vildi flýja — en hvert var að flýja? Væng-
ir, og annað ekki, hefði getað borgið honum.
Tirza var afmynduð af skelfingu, kipti í hand-
legg honum og sagði: «Hvað er þetta, Júda,
hvað er þetta?«
Hann svaraði engu; hann heyrði hvernig
vinnufólkið var brytjað niður, og hún móðir
hans? . . . Var þetta ekki málrómurinn henn-
ar? Hann reif sig upp og sagði. «Bíddu hérna
á meðan, Tirza, eg ætla að skreppa ofan, og
sjá hvað um er að vera —eg kem undir eins
aftur.»
Rótt hann bæri sig að vera rólegur var hann
samt skjálfraddaður. Tirza hélt æ fastara og fast-
ara f hann, hærra og hærra heyrðist til móður
hans —rödd hennar glumdi við skerandi. Hann
hikaði ekki lengur; «komdu þá með ofan«
sagði liann, «við skulum fara ofan.»
Veggsvalirnar við riðið voru fullar af her-
mönnum. Aðrir hermenn þutu út og inn um
stofurnar með brugnum sverðum. Út í einu
horninu lá hópur kvenna, hnipraði sig saman
og baðst vægðar. Spottakorn þaðan var kven-
maður einn í áflogum við dáta, og reyndi að slíta
sig lausa af honum, og varð hann að neyta
allrar orku til þess að missa hana ekki. Föt
hennar voru öll rifin og tætt, hárið hékk í
flyksum ofan fyrir andlitið; hún æpti svo hátt
að tók yfir allan annan skarkala. Júda stökk til
hennaríeinu vetfangi. «Móðir mín, móðirmín,»
æpti hann upp; hún rétti hendurnar út á móti
honum; en rétt þegar hún var að ná í hann
var henni slengt til baka, ogjúda heyrði rödd
eina kalla upp: íRarna er hann.«
Hann sneri sér við og sá Messala.
«Hvað ? drengurinn sá arna, hann er eng-
inn morðvargur líklega» spurði einn lífvarðar-
foringjanna.
«Biddu guðina um þig« svaraði Messala,
«það þarf held eg ekki aldurinn til að verða
djöfulóður af hatri! Pað ei hann, og þarna er
hún móðir hans og hún systir hans — alt
hyskið.«
»Júda gleymdi óbeit sinni á æskuvini sín-
nm, af því að hann var svo hræddur um móð-
ur sína og systur, og mælti: »HáIpaðu 'þeim,
Messala, eg bið þig sökum fornrar vináttu okk-
ar á milli — taktu þær í vernd þína.»
Messala lézt ekki heyra það. Hann leit ekki
við Júda, en sagði við undirforingjann: «Eg
er ekki að neinu liði hér lengur, en nóg víst
að gera úti á strætinu. Eros er dauður, Marz
lifi.« Með það fór hann.
Júda skildi hann. Og með beiskum huga
bað hann til guðs með sjálfum sér: »Þegar
hefndin kemur frá þér, ó drottinn, þá láttu
hana koma frá minni hendi.« Svo ruddi hann
sér fram til herforingjans. »Herra» sagði hann,
«þessi kona er móðir mín; vægðu henni —
og vægðu systur minni, sem þarna stendur;
guð er réttlátur, og mun láta miskun mæta
miskun.»
Pað var eins og foringinn fyndi til með hon-
um.
«Upp í turninn með konurnar* kallaði hann
«og ábyrgist mér að þeim verði ekkert mein
gert.» Svo mælti hann til þeirra, er stóðu og
héldu Júda: »Fáið bönd, og bindið hendur hans,
og farið með hann ofan í garðinn; hann skal
eigi sleppa hjá refsingu.»
Móðirin var borin burt; Tirza gekk viljug
með hermönnunum, örvilnuð og utan við sig
af hræðslu, eins og hún var í morgunfötun-
um. Júda horfði á eftir þeim, ogtók svo hönd-
um fyrir andlit sér. Ef til vili hefur hanngrát-
ið. Að minsta kosti var það víst, að þegar
hann leit upp aftur, var hann eigi lengur ung-
lingur —hann var orðinn fullorðinn.
Niðri í garðinum var þarin bumba. Her-
inennirnir á svölunnm hröðuðu sér ofan. Sum-