Nýjar kvöldvökur - 01.02.1912, Blaðsíða 8

Nýjar kvöldvökur - 01.02.1912, Blaðsíða 8
NÝJAR KVÖIDVÖKUR 32 ar litlu og lélegu þarfir. Og eg hef verið of alúðleg við hann, svo heimsk hef eg verið. Nei, eg geri sjálfri mér rangt til — eg hélt, að ef hann sæist fyrir dyrum mínum, mundi það styðja mál hinna ódauðlegu guða í augum múgsins. Eg hef reynt að bera jarðneskar brennifórnir á altari himnanna . . . 'Og þetta er mér mátulegt. Eg ætla að skrifa honum undireins . . . og það með kerlingunni. Hún er honum sæmilegastur sendiboði að bera vanvirðusvar móti vanvirðubo.ði.« »1 guðanna bænum, dóttir mín . . ekki mín vegna . . . þú veizt að eg hugsa aldrei um neitt mín vegna,« sagði gamli maðurinn með grátstaf í hálsinum ... »En málefni guð- anna . . . þú gætir gert svo mikið fyrir þá . . . Mundu eftir Júlian.« Hypatia lét armana falla niður. Já, það var satt. Pað flaug í gegnum huga hennar, og hún varð bæði hrædd og hugfangin. Draum- kendar endurminningar frá bernskuárunum fóru að vakna og steðjuðu að henni — hof — fórn- ir —prestafélög —skólar —háskólar. Mikið gæti hún að gert. Mikið gæti hún gert úr Afríku. Regar hún væri búin að drotna þar í tíu ár, mætti svo vel fara, að þessi kenning, sem kend væri við Krist og hún hataði, yrði horf- in og gleymd, og myndastytta Pallas Aþenu, risavaxin mynd .úr gulli og fílabeini, gnæfði við himin yfir höfn heiðinnar Alexandríu . . . Pvílíkur sigur. Hún tók höndum fyrir andlit sér og grét beiskum tárum, gekk inn í herbergi sitt og nötraði af geðshræringu. Gamli maðurinn horfði hræddur og angist- arfullur á eftir henni. Svo lötraði hann á eftir henni. Hún sat við borðið og huldi andlit sitt. Hann þorði ekki að ónáða hana. Auk allrar þeirrar elsku, speki og dýrlegrar feg- urðar, sem hann naut daglega yndis af þar sem hún var, hélt hann að hún hefði líka yfirnáttúrlega krafta til að bera, enda lét hún sem svo væri. Hann stóð í dyrunum og bað alla guðdómanna krafta að hlutast til um að beygja þá ákvörðun hennar, sem hann var ofveikur til að bifagog ofskynsamar til þess að fallast á. Loks var baráttunni lokið og hún leit upp heiðfögur, róleg og ljómandi sem áður. »Pað skal vera svo,« mælti hún, »eg skal fórna sjálfri mér guðunum, listunum, mentuninni, heimspekinni. Pað skal vera svo. Ef guðirnir heimta fórnina, þá er eg til. Faðir minn, nefndu mig ekki lengur Hypaítu, Ifigeníu.« Svo fór hún að skrifa svarið. »Eg hef tekið boði hans — en með skilyrði. Spurðu mig ekki, hver þau eru. En á meðan Kýrillus er foringi kristna skrílsins, er það ef til vill vissara fyrir þig, faðir minn, að þú getir sagt með sönnu, að þú vitir ekkert um, hverju eg svara. Gerðu þig ánægðan með það. En efnið er það: Ef þú gerir að mínum vilja, skal eg gera að þín- um vilja. <• »Hefur þú ekki verið offljótráð?« mælti Peon, »hefurðu þá ekki beðið hann um eitt- hvað, sem hann má ekki kannast við almenn- ings vegna, sem hann gæti leyft þér að gera í þínu nafni, ef einhverntíma —« »Jú, einmitt það. Ef eg á að láta fórna mér, verður fórnarpresturinn að minsta kosti að vera maður, en engin heimótt eða þræll tíðarandans. Ef hann aðhyllist kristna trú, verð- ur hann að geta varið hana gagnvart mér, því annaðhvort verður þessi trú eða eg að fyrirfarast. Ef hann ver hana ekki — og það gerir hann ekki — svo verður- hann að anda frá sér lífi sínu með lygi á vörunum, og bera á þeim blótsyrði og formælingar, sem hjartað og skynsemin mótmæla, gegn hinum ódauð- legu guðum.« Svo klappaði hún saman lófunum, mærin kom, og hún fékk henni bréfið þegjandi. Mirjam fór þegar af stað með það. Svo fleygði Hypatía sér á gólfið og grét beisklega. En ekki hefði henni orðið léttara um hjarta, hefði hún séð til Mirjamar. Hún fór sem fætur toguðu út í Gyðingabæinn og gekk þar að skitnum húskofa og fór þar inn. Par braut hún bréfið upp, las það og lokaði því svo aftur með svo miklum fimleik,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.