Nýjar kvöldvökur - 01.02.1912, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.02.1912, Blaðsíða 13
GAMLA HÚSIÐ. 3T >Ónei, þær eru nú heldur ekki svo sérlega margar, nei, svona fátæklingur, eins og eg, hef- ur vitaskuld hvorki það né annað. Ó guð, nei . . . því segi eg það svo oft, að við megum vera glaðir bjálfarnir yfir því, hvað organleik- arinn kemur oft til okkar og er hjálpsamur. Hann man eftir gðmlu skörunum, hefi eg oft sagt. Ojæja, það er erfitt að komast af. Ó, þetta líf, hvað er það?« »Já, hvað er það? Það hefur nú staðið í bæði Iærðari og gáfaðri mönnum en við erum, að svara því,< greip Busk fram í fyrir kerl- ingunni. »En sjáðu nú til, þessiherramaður, sem með mér er, hefur gefið mér tvo dali handa yður, gjörið svo vel að taka við þeim. En munið nú eftir, að eyða sem minstu af þeim fyrir tanndropa, og svo er það sett upp, að þér þvoið svikalaust andlitið á litla snáðanum hérna fyrir utan dyrnar.* »Guð launi ykkur báðum,* sagði kerlingin og hneigði sig aftur í sífellu. »Teódór, komdu inn svo eg geti þvegið þér. Mennirnir segja, að þú hafir útverkað þig aftur.« »Verið þér sælir, góðu herrar, guð blessi ykkur báða. Ungfrúin bað mig að bera org- anleikaranum kveðju sína, hún kom hingað í gær, blessunin.* »Gott er það,« svaraði Busk. Pegar þeir félagar voru aftur komnir út í götuna, spurði Lynge, hvaða ungfrú það væri, sem Busk hefði fengið kveðju frá. • O, það er brjóstgóð unglingsstúlka, sem eg stundum hefi hitt hérna hjá fátæklingunum,« sagði organleikarinn þurlega, og vék talinu að öðru. »Eg fæ eigi skilið, vinur minn, hvaða ánægju þú getur haft af því að heimsækja þessa bjálfa? Hversvegna færð þú ekki velgerðafélaginu það sem þú getur safnað, og lætur það svo skifta því milli fátæklinganna?« »Við mennirnir höfum nú mismunandi til- hneigingar. Raunar er eg í velgerðafélaginu og safna til þess eins og hver annar, en eigi að síður hefi eg tilhneigingu til að víkja sum- um fátæklingum lítilræði aukreitis. Meðal þeirra eru hér og þar menn og konur, er eg hef mætur á, og langar því til að gleðja stöku sinnum.« jRessi gamla drykkfelda kona, sem við vor- um hjá, með fleðulega auðmýktarvolið, er þó vænti eg ekki meðal þeirra?* »Jú, það er hún sannarlega,* sagði Busk brosandi, »og hún er ein af þeim, sem eg hefi einna mestar mætur á. Hún fær sér að vísu helzt til mikið í staupinu og er ekki laus við auðmýktarfleðuskap. . . . En hvað er um það að segja — — við höfum flestir okkar galla, sem stundum eru jafnvel verri en þessir gallar konunnar — en hún er hjartabetri en allur fjöld- inn. Eg hefi þekt þessa konu sem eina hina starfsömustu og reglusömustu ekkju, og hún átti mjög efnilegan son, fjörugan og tápmikinn. Pað er sonur hans, sem við hittum fyrir utan húsdyrnar, og gamla konan er að amstrast við að ala önn fyrir. Sonur hennar var kallaður í stríðið síðasta, og hann kom ekki aftur, féll fyr- ir föðurlandið, en móðir hans tók konu hans með nýfæddu barni heim til sín. Tengdadóttir- in var veik, lá fjögur ár í rúminu og tengda- móðirin annaðist hana og barnið með stakri umhyggjusemi og elju, og tengdadóttirin Iaun- aði henni einungis með vanþakklæti og aðfinn- ingum; annaðhvort var hún að upplagi mjög geðvond og vanþakklát, eða þá að veikindin og sorgin hafa gert hana það. Hugsaðu um það líf, vinur minn, að vinna fjögur löng ár fyrir veikri konu, vaka yfir henni endalaust og leggja sig í líma til að gera henni lífið sem þolanlegast, og fá aldrei hlýlegt orð eða við- mót fyrir það, heldur ávalt umkvartanir og að- finslur, og þetta bar gamla konan með stakri þolinmæði og jafnaðargeði þar til yngri konan andaðist. »Eg hafði lofað Andrési að gera alt sem eg gæti fyrir hana,« sagði gamla konan einusinni við mig, þegar eg mintist á hin erf- iðu lífskjör hennar. Skömmu eftir að tengda- dóttirin var jarðsett hitti eg gömlu konuna nokkuð drukkna, og þannig hefi eg hitt hana

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.