Nýjar kvöldvökur - 01.02.1912, Blaðsíða 21
ÞÆTTIR.
45
»Nei, þakka yður fyrir, ruí er eg aftur orð-
inn góður, þakka fyrir vinsemd yðar.«
Með þessum orðum rétti hann úr sér og
hélt áfram í hægðum sínum heimleiðis. Busk
fór í humátt á eftir honum, þar til að hann sá
að hann hafði slysalaust náð heim að húsi sínu.
Nóttina eftir þennan atburð lá veslings Jó-
hanna andvaka og grátandi í rúmi sínu, úrvinda
af sorg og kvíða. Hún hafði fengið að vita,
hvað faðir hennar hafði afráðið um framtíð
hennar. Og henni kom eigi til hugar að hún
hefði rétt til, hvað þá heldur skyldu, að mót-
mæla því, að beygja sig undir vilja hans. Auk
þess mundi hana hafa brostið kjark og þrek
til þess. Von sú sem fram að þessu hafði lifað
og varpað Ijóma á tilveruna, þótt hún væri
aðskilin frá þeim manni, er hún unni hugást-
um, sú von, að einhverntíma mundi þó birta
af degi og hamingjusól þeirra renna upp, var
nú að yfirgefa hana, svo hún gat ekki eygt
fram undan sér annað en koldimma, endalausa
nótt, vonlausa og gleðisnauða. Þetta olli henni
sárrar sorgar. Hún grét sáran yfir auðnuleysi
sínu, og tárin flóðu án afláts og vættu koddan
hennar. (Framh.)
Pættir
úr landnámabók jarðarinnar.
9. Ástralía.
Astralía fanst síðust allra heimsálfanna. Hún
er að mestu til tómar ejjar, sem liggja beggja
megin miðjarðarbaugs í hafinu á milli Asíu að
vestan og Ameríku að austan. Eyjar þessar eru
ótölulega margar, en flestar eru litlar og kveð-
ur lítið að þeim; sumar svo smáar, að þær
eru óbygðar, og ef til vill kunna enn að vera
til smáeyjar, sem eru ófundnar enn. Fáar ein-
ar af eyjum þessum eru stórar; mest þeirra
allra er Ástralía (áður Nýja-Holland), og því
næst Tasmanía (Van Diemensland), sunnan við
Astralíu, Nýja Guinea og Nýja Sjáland. Það
ræður að líkindum, að enginn einn maður hef-
ur fundið allan þennan eyjabálk, enda þótt það
sé víst, að einstökum mönnum er mest að
þakka hvað fundist hefur, og hafa þeir því
hrundið landafræðisþekkingunni stórum fram á
vissum tímabilum. Mageljan fann fyrstur manna
Maríueyjar eða Ladrones og Filippseyjar skömmu
síðar. Þar féll hann í bardaga við eyjarskeggja
27. apr. 1521. Skip Mageljans héldu samt á-
fram, og komust loks heim til Spánar næsta
ár, það er að segja eitt þeirra (sbr. Kvv. 5.
ár. 212.). Sannaðist þá að fullu að jörðin er
hnöttótt. Meðal eldri sjófarenda, sem síðar gerð-
ust hnattumfarar, nægir að nefna Mendana, Núijts
og Tasman á 16. og 17. öld; þeir fundu marg-
ar eyjar og gáfu þeim nöfn, Leið svo langt
fram á 18. öld, að lítið var átt við landaleitir;
þá byrjuðu þeir aftur landaleitir og siglingar,
Englendingar og Frakkar, en mest varð James
Cook ágengt. Hann fann Ástralíu. Hann fór
þrjár ferðir í kringum hnöttinn, og féll í hinni
síðustu 1779 á Havaji. Hann fann bæði mesta
fjölda nýrra eyja, og margar þær, er áður höfðu
fundist, en voru týndar aftur, og jók mjög
þekkingu á landafræði með nákvæmni sinni á
mælingum hnatlstöðu.
Annars vissu menn af Ásturalíu áður, og
hennar er getið á gömlum kortum frá 16. öld,
en heitir þá alt öðrum nöfnum. En enginn
vissi nein deili á landinu.og voru það helzt
Hollendingar, sem þangað komu. En landsbú-
ar voru viltir mjög og illvígir; þorðu Hollend-
ingar ekki að fara neitt inn í landið. James
Cook rannsakaði landið fyrstur manna, sigldi
meðfram allri austurströndinni 1770, og tók
landið hátíðlega undir vald ensku krún-
ar. Hann varð þess og fyrstur var, að landið
var ey, þótt stór væri, og nefndi landið Ástra-
líu (Suðurland eða meginlandið suðræna). Þeg-
ar heim kom til Englands, lýsti hann svo fag-
urlega landkostum þar eystra, að stjórninni
leizt landið efnilegt til nýlendusetningar; tóku
þeir að láta mæla strendur landsins, og var
því ekki lokið fyrri en á 19. öld. Árið 1788
var Arthúr nokkur Phillip sendur þangað með
skipakost mikinn og fólk, til þess að stofna