Nýjar kvöldvökur - 01.02.1912, Blaðsíða 7

Nýjar kvöldvökur - 01.02.1912, Blaðsíða 7
HYPATIA 31 Mirjam þokaði sér út afturábak, læddist eins og köttur og marghneigði sig. Hypatía Ieit upp, til þess að sjá, hvort hún væri orð- in ein, og þá sá hún síðasta augnatillit Mirj- amar brenna á sér úr dyrunum. Henni fanst blóðið í sér storkna — hvers vegna, vissi hún ekki. »Mikill heimskingi er eg. — Hvað getur þessi norn komið mér við? Eg fer að lesa bréf- ið,« Pað hljóðaði þannig: »Lærisveinn og þræll hinnar fegurstu og göfugustu konu sendir drotningu heimspekinn- ar og ástvinu Aþenu kveðju sína.« — »þræll- inn minn, og nefnir ekkert nafn,« tautaði hún, »Sumir menn,« las hún áfram, »eru á því, að uppáhaldshæna Hónóriusar keisara, og ber nafn höfuðborgar ríkisins, mundi þrífast betur ef hún fengi nýjan fóðurgæzlumann, og land- stjórinn í Afríku hefur eftir innblæstri hinna ódauðlegu guða, tekið upp á sig sjálfur að fara þangað, og taka að sér hirðinguna í hænsa- garði keisarans, að minsta kosti um stundar- sakir. Sumir menn eru líka á því, að Númi- díuljónið mundi vera fáanlegt til að giftast Nílarkrókódílnum í fjarveru hans, og að sam- eign þeirra, seni mundi ná alla leið ofan frá Nílatfossum og vestur til Herkúlesstöpla (Njörva- sunds), mundi jafnvel geta orðið álitleg eign fyrir kvenheimspeking. En svo lengi sem bónd- inn á enga dísina, er sveitinni áfátt. Hvað væri Diónýsos án Ariöðnu, Ares án Afrodítu, Seifur án Heru? Artemis sjálf á sinn Endyini- on. Aþena ein er ógift — af því að Hefestus var ekki nógu álitlegur biðill. En það er ekki sá maður, sem nú býður fulltrúa Aþenu tæki- færið til þess að njóta þess með sér, sem ef til vill verður hægt að fá með aðstoð speki hennar — en annars er ekki auðið að fá. Skyldi Eros (ástaguðinn), sem aldrei hefur orðið yfirbugaður, verða að síðustu að fullu gabbaður af hinni göfugustu veiði, sem hann hefur nokkurntíma beint á skeytum sínum?« Hafi Hypatia fölnað fyrir augnaráði Oyð- ingakeriingarinnar, þá stökk nú roðinn fram í kinnar hennar, þegar hún las þessar línur, Svo böglaði hún bréfið saman, stóð upp og hljóp inn í bókasah'nn, þar sem Peon faðir hennar var að lesa. »Faðir minn. veizt þú nokkuð um þetta? Lítt’ á, hvað hann Órestes hefur dirfzt að senda mér með óbreyttri kerlingarnorn af Gyðinga- fólki.« Hún breiddi bréfið út og stóð svo hjá honum. Hún sýndist öll stækka af tignarþótta og reiði, á meðan hann var að lesa; svo leit hann upp á hana, og mátti sjá á svip hans að honum féll bréfið ekki illa. »Hvað er þetta, faðir minn?« sagði hún stygglega, »finnur þú ekki vanvirðuna, sem dóttur þinni er gerð með þessu?« »Barnið gott,« svaraði hann hálfutan við sig, »sérðu ekki að hann býður þér—« »Eg veit hvað hann býður mér, faðir minn — keisaradæmið Afríku. Eg á að stíga ofan af háfjöllum vísindanna og hugleiðingum hinn- ar óumræðilegu og óafmáanlegu dýrðar ofan á eyðilönd og íbúðir jarðneskrar tilveru og gera mig þar að áburðarösnu stjórnarvélræða, hé- gómlegrar virðingargirni, synda og fláttskapar jarðneskra kvikinda. Og svo launin sem hann býðúr mér — mér, hinni óflekkuðn mey —mér, sem er hrein og aldrei hef bugast látið — það er að — fá hann fyrir mann. Pallas Aþena. Roðnarðu ekki með barninu þínu?« »En þó — barn mitt — barn — keisararíki—« sagði Þeon. »Mundi keisaratign yfir öllum heiminum geta bætt mér upp glataða virðingu fyrir sjálfri mér, og mikillæti mitt?« svaraði Hypatía. mundi það varna vanga mínum að roðna, þegar eg yrði að hugsa til þess að bera nafn- ið eiginkona, sem eg bæði hata og fyrirlít? — að verða eign og leikfang karlmanns — ofur- seld girndum hans? A eg að fæða börn og kvelja mig á öllum þessum raunum kvenfólks- ins? A eg ekki lengur að geta verið stolt af því að vera hrein og sjálfstæð? Munaðargjarn, lausungarfullur og manngæskulaus hefur hann verið að leita samvista við mig svo mörg ár, til þess að tína upp molana, sem fallið hafa af borðum guðanna, til þess að nota þá í sín-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.