Nýjar kvöldvökur - 01.02.1912, Blaðsíða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.02.1912, Blaðsíða 24
48 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. fræðissögu Íslands«, feiknastóru riti í 4 bind- um, er hefur að umtalsefni sögu a'.lra rann- sókna um ísland frá fyrstu öldum þess og fram að 1880. Er það einhver hin margfróðlegasta bók, sem enn er til á íslenzku, því fátt er það í sögu lands vors, sem þar er ekki eitthvað drepið á, og sumt eru stórmerkir kaflar úr sögu landsins, t. d. verzlunarsagan á 15. og 16. öld, sem ekki er annarstaðar að fá; svo er um margt fleira. Nú hefur hann um síðustu 5 ár verið að gefa út lýsingu íslands í tveim stór- um bindum. Er nú því mikla riti lokið að því er landlýsinguna snertir, og er þar afarmikinn fróðleik að finna. Bókin er með mörgum mynd- um, sumum ágætum, og er þar sérstaklega mik- ið af myndum af sjóskepnum. En betra hefði þó verið að myndirnar hefðu verið fleiri, því að þó að þær séu algengar í útlendum bók- um, eru þær eigi að síður lítt kunnar hér úti á íslandi. Efninu í þessu mikla riti er þannig raðað niður, að fyrst er lýst hnattstöðu landsins og hafinu í kring um það, síðan strandlengjunni með fjörðum og eyjum og svo landslaginu yfir land alt. Síðast er lýst fljótum, ám og stöðuvötnum. Með það er fyrra bindinu lokið. i því eru fullar 60 myndir. Síðara bindið byrj- ar á að .,sa jöklum, hraunum og eldfjöllum, hverum og brennisteinsnámum. Er hann ærið langorður um þennan hlutann, sem búast er við, því að höf er sérstaklega sérfræðingur í þeirri grein. Pá kemur langt skeið um jarð- fræði Islands, og steinaríki jiess; þá er langur kafli um loftslag hér á landi, og mun það vera altsaman alveg nýtt, bygt að mestu eingöngu á rannsóknum höf. sjálfs, því að mér vitanlega er sárfátt til um það efni, og það sem það er alt á stangli í útl. fræðiritum og vísindalegum tímaritum. Síðast er langt mál um jurtir og dýr hér á landi. í þessu bindi eru um 130 myndir, og þar á meðal afarmargar myndir hvala- og fiskategunda hér við land. Að síðustu er langt og rækilegt registur yfir bæði bindin. Það er fjarskalegur fróðleikur geymdur í þessari bók. Rað má finna þar held eg flest það, sem manni dettur í hug að vita um ís- land af hinu stærra, og víðast hvar mun efnið vera sett fram með þeirri nákvæmni, sem hægt er að ætlast til af einum manni. Og eitt er enn: Rorv. Thoroddsen hefur þegið þá gáfu, sem því miður offáum er gefin, að geta ritað svo létt og skemtilega um vísindaleg efni, að allir geta haft ánægju af að lesa það. Og hvervetna hverfur hann inn á einhver söguleg atriði, til þess að skýra málið og gera það ljóst, og segir þá oft'jfrá {merkum atburðum úr sögu landsins, sem eru máli hans til sönnunar. Að vísu lengir þetta bókina nokkuð — en R. Th. veit handa hverjum hann er að rita. Fjöldinn af lesendum hans er alþýða manna, og hann veit manna bezt hvað henni er boðlegt. Hvort aftur á móti alt, sem hann segir, stenzt vísinda- Iega dómleiðslu eða gagnrýni, veit eg ekki; það er líklegt að svo sé ekki um alla bókina. Rað er engum manni ætlandi að geta ritað svo hið fyrsta tæmandi rit um neitt efni, að ekki verði að fundið. En það er ekki rétt, þegar um mikilsverð ágætisrit er að gera, að stara á þá galla, sem kunna að finnast á ritinu. Peir koma í Ijós og leiðréttast við nánari rannsókn- ir, og hverfa. Málið er fjörugt og líflegt, eins og ætíð er á öllu, sem P. Th. ritar, alþýðlegt og Ijóst, en ekki alténd eins vandað og skyldi. Bókmentafélagið er ekki orðið eins vant að þvf, eins og það ætti að vera, að hafa gott og vand- að mál á ritum sínum. En þetta eru nú smá- munir, þegar á það er litið, og eins hitt, að hittast kann að fljótræðislega sé orðað, svo að eithvað gæti orðið misskilningi undirorpið. Eitt er það sem maður rekur óðara augun í, óðara en hann les eitthvað í landfræðissög- unni eða lýsingu íslands. Pað er það hvað höf. veit margt og mikið. Pað er eins og hann sé jafnt heimaíöllu: sögu landsins, lýsingu þess, æfisögum manna á fyrri tímum, sem fáir eða engir hafa vitað neitt verulega um fyrri o. s. frv. Hann hefur pælt í gegnum öll möguleg bókasöfn og handritasöfn, til að leita að öllu, líklegu sem ólíklegu, til þess að fylla safn sitt um Island á allar hliðar, það er eins og hann viti alt og muni alt. Nú mun vera eftir þriðja bindið af lýsingu þessari: lýsing á þjóðinni, at- vinnuvegum hennar og lífi. Pað verður fróð- leg bók og mikils virði, þegar hún kemur. Dr. Valtýr Quðmundsson getur þess í Eim- reiðinni, að P. Th. mundi vera manna færast- ur að hripa upp sögu landsins. Að líkindum veit hann allra manna mest um hana á hinum síðari öldum, um fornöldina skal eg ekki segja. En fegins hendi mundi eg og margir aðrir taka á móti svo sem 30 arka bók um sögu lands- ins eftir hann. Bókin er víst nokkuð dýr — en það ætti að vera innanhandar fyrir þá sem vildu eign- ast hana — ekki er annað en ganga í Bók- mentafélagið og fá allar þær góðu bækur, sem það gefur út á ári hverju, fyrir 6 kr. J. J.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.