Nýjar kvöldvökur - 01.02.1912, Blaðsíða 5
HYPÁTIA
29
úlnlið honum en hinni hægri um belti hans,
og lenti svo í ógurlegum stympingum, sem
honum alls ekki féllu illa. Konurnar æptu
upp, og báðu hermennina í öllum bænum að
skilja þá, en þeir voru ekki á því.
»Nei, umfram alt ekki. Peir eru hver öðr-
um samboðnir og glíman er réttmæt. Dragðu
að þér bífurnar, Iðar. annars detta þeir um
þig. Rétt farið, Smiður, beittu ekki hnífnum.
þeir rjúka fyrir borð, þegar minst varir. Og
þarna eru þeir fallnir, og Smiður er undir.«
Pað vár svo. Fílammon ætlaði fyrst að
sn'ara af honum öxina. En alt í einu slepti
hann tökunum, sleit sig lausan og settist aftur
á sinn stað eins og ekkert hefði í skorizt.
Pá urðu allir hissa. Hann skammaðist sín
fyrir sjálfum sér fyrir blóðþorstann, sem hafði
snöggvast hlaupið í hann, þegar hann sá óvin
sinn liggja fyrir fótum sér.
Áhorfendur skildu ekkert í því, að hann
skyldi ekki nota sér það, þegar hann hafði
ráð á því að kljúfa höfuð Smiðs, og þeir hefðu
ekki getað bannað það æru sinnar vegna, þó
að þeim hefði fallið það þungt. Þeir hefðu
hefnt félaga síns með því að flá Fílammon
lifandi, til þess að svala sorg sinni og friða
sálu hins fallna.
Smiður stóð með öxina í hendinni og lit-
aðist um — líklega til þess að sjá, hvers menn
væntu af honum. Svo reiddi hann öxina . . .
Fílammon sat grafkyr og horfði beint framan
í hann. Pá iitaðist hann um og sá að skipið
rak undan straumi og enginn bærði hendi til
þess að hamla því; lagði hann þá frá sér
öxina, gekk til rúms síns og settist niður.
»Ekki má oss sú skömm henda, að
ekki sjáist blóð eftir slíka baráttu,« mælti
einn þeirra félaga; »blóð verðum við að sjá,
og betra er að það sé þitt blóð, hinn armi
munkur, en göfugra manna« — og um leið
flaug hann á Fílammon. Pað var eins og hann
hefði talað fyrir allra þeirra huga. Blóð máttu
þeir til að sjá; þeir réðust á hann margir sam-
an og slengdu honum flötum, og ráðguðust
um, hverjum dauða hann skyldi deyja.
Fílammon var hinn rólegasti, ef annars er
hægt að tala um rósemi í geðshræringabreyt-
ingum þeim, er alt þetta vakti hjá honum.
En rétt um leið og þeir vildu vega að hon-
um, sást það á, að syndugar konur hafa líka
hjarta í brjósti. Pelagía æpti upp og sagði:
»Amalrekur, Amalrekur. Bjóð þeim að hætta!
Eg get ekki vitað til þess.«
»Hermennirnir eru frjálsir menn, hjartað
mitt, og vita, hvað þeim er skylt. Hvaða þýð-
ingu getur líf þessa dýrs haft fyrir þig?«
Áður en hann var búinn að tala út, spratt
Pelagía upp úr koddunum eins og stálfjöður
og þaut inn í miðjan þenna hlæjandi varga-
hóp. »Gefið honum líf — líf fyrir mína skuld.«
Og í einu vetfangi svifti hún af sér silki-
sjalinu og varpaði því yfir Fílammon — og
þarna stóð hún há og hnarreist í glitslæðunni
og mótaði fyrir öllum hinum fögru limum
hennar í gegn um hana. »Hver sem hefur
hug til, skal nú reyna að snerta hann undir
þessu sjali,« kallaði hún upp.
Gotarnir hörfuðu frá. Að vísu báru þeir
ekki mikla virðingu fyrir Pelagíu. En nú var
hún ekki vændiskonan úr Alexandríu — heldur
aðeins kona. Og ribbaldarnir runnu til hinnar
fyrri lotningar þjóðarinnar fyrir konunni —
fyrir augum hennar, tindrandi af göfuglegri
aumkun og viðbjóði og skelfingu — og þeir
hörfuðu undan og fóru að tala saman í hálf-
um hljóðum.
Svo var að sjá fyrst, að vafi gæti á leikið,
hvor hefði betur, hinn verri eða hinn betri;
þá fann Pelagía þunga hönd lagða á öxl sína
og leit við. Var það Úlfur Óviðarson. »Far
þú aftur, fagra kona, en sveininn heimta eg í
minn hlut, drengir. Gef mér hann, Smiður.
Pér hefðuð gelað drepið hann, hefðuð þér
viljað, en þér gerðuð það ekki. Eg á svein-
inn og hann er röskur piltur. Hann hefur
jarðvarpað hermanni í dag og vægt lífi hans.
við skulum gera úr honum dugandi hermann.«
»Heyrið orð mín, drengir,« hrópaði Smið-
ur, »bleyðurnar taka fast og lina svo á takinu,
af því að bleyðublóðið hitnar fljótt og kólnar