Nýjar kvöldvökur - 01.02.1912, Blaðsíða 6
30
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
fljótt. Átök hetjunnar harðna, því lengur sem
hún heldur takinu, af því að andi Óðins er’
yfir henni. Eg fann það, þegar píltur þessi
tók fyrir kverkar mér, að hann er fullsterkur
móti hverjum manni, og eg ætla að gera mann
úr honum. En fyrst skulum við láta hann gera
eitthvað til gagns. Fáið honum ár.«
»Já,« svaraði Ulfur, -hann getur eins vel
róið eins og látið róa undir sér, og ef við
eigum að snúa aftur þarna ofan í Heljardíkið,
þá er bezl að gera það strax.«
Svo settust þeir undir árar. Fílammon fékk
eina þeirra, og reri hann svo rösklega og
höndulega, að þeir fóru að klappa honum
á öxlina með mestu vinsemd, enda voru þeir
góðlyndir menn og drengir góðir, þó að þeim
væri tamast að fást við rán og manndráp.
Peir sem ekki reru, gengu fram í stafn og
fóru að dást að hræi því hinu mikla, sem lá
þar, þreifa á því, stinga höfðinu á sér upp í
kjaftinn á því, þreifa um tennur þess, pikka
í húðina á því, og líkja því við alt sem þeir
höfðu séð áður, líkt og ólíkt. Loksins varð
Smið að orði — hann var fyndnastur þeirra
allra:
»Viti það Valhöll, þetta dýr er líkast stóru,
bláu plómunum, sem við átum okkur til óbóta
í herbúðunum í Ravennu, og fengum maga-
verki af þeim.«
FJÓRÐÍ KAPÍTULI.
Mirjam.
Einn morgun í sömu vikunni kom vildar-
ambátt Hypatíu inn herbergið til hennar með
talsverðu fáti. »Gyðingakerlingin, lafði,« sagði
hún, »fordæðan, sem hefur svo oft horft á
þig handan af múrnum síðustu dagana — hef-
ur gert okkur fjarskahrædd í gærkvöldi, hún
var að gægjast inn. Við sögðum öll, að ef ill
augu væru til, þá hefði hún þau.«
»Nú, hvað er um hana?«
»Hún er niðri, lafði, og vill fá að tala við
þig. Eg er reyndar ekkert hrædd við hana —
eg hef verndárgripinn minn á mér. Eg vona
að þú hafir þinn líka.«
»Pegi þú, flón; hver sá, sem er jafnhand-
genginn leyndardómum guðanna og eg er, getur
boðið vondum öndum birginn og gert sér
þá undirgefna. Heldur þú að ástvina Pallas
Aþenu leggi sig niður við særingar og töfra-
varnir? Láttu konuna koma.«
Stúlkan hvarf aftur með hálfgerðum vand-
ræðasvip, bæði af lotningu fyrir lafði sinni,
og undrun yfir mikillæti hennar. Hún kom
aftur með gömlu Mirjam, en gekk á eftir henni
til þess að verða ekki fyrir skoffínsaugum henn-
ar, ef verndargripurinn kynni að geta brugðizt.
Mirjam kom inn, gekk fram fyrir hina mikil-
látu mey og hneigði sig niður alt að gólfi, en
slepti þó aldrei augunum af andliti Hypatíu.
Hún var mögur og beinaber í andliti, var-
irnar breiðar og skarpleitar, og alt andlitið
einskonar blendingur af krafti og munaðarhyggju.
En það sem Hypatía tók fyrst eftir og batt
huga hennar áfram, voru þessi köldu, kol-
svörtu, tindrandi augu, er sindruðu framundan
þéttum, grásvörtum augnabrúnunum og svört-
um lokkum, er voru gegnbrugðnir með gull-
peningum. Hún gat ekki annað en horft á
þessi augu. Hún gleymdi allri sinni heimspeki
og reiddist við sjálfa sig, þegar hún varð
þess vör, að kerling ætlaði sér að seiða hana
með augnaráðinu.
Eftir nokkra þögn tók Mirjam bréf úr barmi
sínum, hneigði sig aftur og rétti henni það.
»Frá hverjum er það?« sagði Hypatía.
»Ef til vill segir bréfið það hinni fögru
frú, hamingjusömu trú, nafnkunnu frú,« sagði
kerling í smjaðrandi flírurómi. »Hvernig ætti
gömul Gyðingakerling að vita út í leyndar-
mál göfugra manna.«
»Göfugra manna?« Hypatia leit á innsigl-
ið. Rað hékk í silkibandi. Innsiglið átti Órest-
es. Það var þá höndin hans! . . . Undarlegt
af honum að velja svona sendiboða.
Hún klappaði saman Iófunum, til að kalla
á ambáttina. »Láttu konuna bíða í forherberg-
inu,« sagði hún.