Nýjar kvöldvökur - 01.02.1912, Blaðsíða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.02.1912, Blaðsíða 15
GAMLA HÚSIÐ. 39 ljósið í hendí skjálfandi á beinunum og náföl í andllti. »Ó, Guði sé lof að þú komst Ólafur------------- Og herra organleikari þér ætli að vera svo góður að koma inn ofurlitla stuhd . ... Ó, guð minn góður, að eg skyldi eiga eftir að verða fyrir slíkum ósköpum.* *Hvað hefirkomið fyrir?« spurði Lyngekvíða- fullur, meðan hann og Busk fylgdust með bú- stýrunni gegnum búðina og inn í borðstofuna. Þú lítur út eins og þú hafir séð ofsjónir með- an við vorum burtu.« «Og ef svo hefði nú í raun og veru verið« svaraði jómfrúin með kveinstöfum, og fremur datt en settist ofan á völtustól við borðið. Ó, að slíkt skyldi geta komið fyrir. Nei, Ólafur, því hefði eg þó aldrei getað trúað, þótt mér hefði verið sagt það.» «Hvað er á ferðum, kæra jómfrú, reynið að sansa yður og segið oss svo, hvað fyrir yður hefir komið.t >Eg hefi séÖ hannföðurþinn, Ólafur!« svaraði gamla bústýran og starði á hina ungu menn með hreyfingarlausum augum, sem skelfingin skein útúr. Lynge hrökk saman, en organleikarinn tók tíðindunum með vantrúarglotti. «Hvaða þvætting eruð þér nú að fara með jómfrú, látið okkur heyra hvernig þessu er var- 'ð, svo við getum sýnt yður fram á, að hér er ekkert yfirnáttúrlegt á ferðum. Dauðir menn hafa eigi fyrir því að yfirgefa gröfina, þegar á annað borð er búið að legga þá í hana.» »En eg hefi séð hann, hvað sem þér seg- 'ð,« mælti jómfrúin einbeitt, »og Guð veit að þetta er satt.........Eg hefi heyrt til hans nokkrum sinnum áður, skal eg segja ykkur, tvisvar eða þrisvar með tveggja vikna milli- hili, en eg hefi þagað um það til að angra e'gi Ólaf með því . . . þegar eg hefi setið hérna niðri í borðstofunni frameftir á kvöldin af því eg get eigi sofnað fyr en seint, þá hefi eg stundum heyrt þrusk og umgang í kjallar- anum, heyrt hurðum lokið upp og lokað aft- Uri og að rótað hefir verið við tunnunum þar niðri . . . . Þá hefi eg ávalt flýtt mér í rúm- ið, og svo hefur liðið nokkur tími þangað til eg hef orðið hins sama vör aftur. í kvöld heyrði eg þetta enn einu sinni, en af því þú varst úti, Ólafur, varð eg að bíða hér kyr, til þess að Ijúka upp fyrir þér. Ó, Guð, ó, Guð,« kveinaði gamla jómfrúin og fór að gráta, »að þetta skyldi þurfa að koma fyrir, eg veit eg bíð þess aldrei bætur.« Hún seildist með skjálfandi hendi eftir vasaklút, þerraði af sér tárin og hélt svo á- fram: »Eg varð ákaflega hrædd, en var þó kyr og hlustaði og hlustaði, og eg heyrði kjallara- hurðinni lokið upp og lokað aftur, og hvern- ig skrölti í tunnunum..........Og alt í einu heyrði eg að kjallarahlemmnum hérna inni. í litla herberginu við hliðina, var lyft upp og einhver kom upp stigann .... Mér datt f hug að hlaupa á dyr, en eg var orðin svo hrædd að eg gat hvorki hrært Iegg né lið. Eg var algerlega lömuð, og hafði ekki einu sinni mátt til að hrópa um hjálp. Og eg heyrði að hann nálgaðist dyrnar þarna . . . . Ó, Guð hjálpi okkur, Ólafur,« og aftur fór jómfrúin að gráta og íitraði öll af ekkanum, og svo starði hún með skelfingarsvip á dyrnar út að litla herberginu og stundi upp: »Hann stóð þarna í dyrunum í líkklæðum sínum, Guð minn góður, mér gat eigi missýnzt, það var hann , . . .« Vinirnir horfðu undrandi hver á annan, en eftir nokkur andvörp tók jómfrúin svo til máls: *Eg veit sannarlega ekki hvaðan mér kom slík hugdirfð, en eg hrópaði til hans: ,Far- ið í friði í Jesú nafni/ og á sömu stundu hvarf hann og hurðin lokaðist. En eg fékk þá kraft til að hreifa mig og hljóp í dauðans of- boði inn til stúlknanna og beið þar þangað til eg heyrði þig berja, Ólafur.« Hún hafði lokið frásögn sinni og starði á þá félaga, en þeir litu spyrjandi hver til annars. »Yður hefir dreymt, jómfrú Diðriksen,* sagði organleikarinn.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.