Nýjar kvöldvökur - 01.02.1912, Blaðsíða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.02.1912, Blaðsíða 22
46 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. nýlenduna. F*ar átti hann að verða landsstjóri, og nýlendubúar að vera glæpamenn, sem ekki þóttu hæfir að vera heima á Englandi. Fyrstu nýlendubúar voru 212 frjálsir menn og 775 glæpamenn, auk viðlíka margra hermanna. Fyrst reistu þeir vígi þar við ströndina; síðan var borgin Melbourne reist, og ýmsar nýlendur hingað og þangað við strendurnar. Árið 1838 var Viktoria stofnuð á norðurströndinni, og var samgöngum við Indland haldið uppi það- an, og studdi það mjög að greiða samgöng- ur um austurhöfin. Nýlendurnar á austur- og suðurströndinni urðu þýðingarmestar, og hafa tekið geysimiklum framförum, bæði fyrir sauð- fjárrækt þá hina miklu og námur, sem þar hafa komist á fót. Þaðan hafa svo verið rannsókn- ir gerðar til þess að kanna landið hið innra. Fundu menn frjósöm lönd og fögur, einkum í suðausturhlutanum, marga fjallgarða og gróð- ursæla dali, vatnsmiklar ár og mikla skóga, og fanst þeim mikið um sem von var. Rétt um 1840 ferðaðist maður nokkur, Georg Grey að nafni, um norðvesturhluta landsins. Fann hann þar heila skóga af arauk- arium, einskonar barrviði, sem er ágætur til smíða; það tré er víða þar um eyjarnar. Þar fundu þeir og eitt tré mjög undarlegt, eins- konar baóbabtré, en nýlendubúar nefndu það gigtartréð. Tré þetta er undarlegt að því Ieyti, að stofninn er ákaflega digur eftir hæðinni, en greinarnar eigi jafnmiklar að sínu leyti; ætluðu ferðamenn fyrst að tréð væri eitthvað sjúkt, þangað til þeir komust að því, að ung tré voru engu síður vansköpuð en hin eldri. Menn fundu tré, sem voru alt að 80 metra ummáls, og voru þó ekki há. I stað viðar er stofninn mjúkur, vökvamikill selluvefur, líkast ávöxtum, og er safi stofnanna hinn ágætasti svaladrykk- ur handa mönnum og skepnum, ísúr á bragð- ið og hinn ljúffengasti. Grey lenti. í mörgum mannraunum á ferðalagi sínu; landsbúar gerðu honum alt það ilt, sem þeir gátu; hann hafði aðeins einn mann tneð sér; sjálfur sæfðist hann snemma á ferðinni af spjótkasti, og þessi eini maður, sem með honum var, dó úr hungri. Hann fann að landið var autt og bert þegar inn í það kom, aðeins einstöku grashólmar á milli, og blésu oft um það logheitir vindar eins og í Sahara. Visnar þá og sölnar alt gras á svipstundu. Fljótin eru regnár og þorna upp á þurkatímunum, og eru þá þurrir farvegir. Aðra ferð hóf enskur maður, Eyre að nafni, árið 1840 með styrk frá ensku stjórninni. Hann átti að rannsaka suður-Ástralíu norðanverða. Hann ferðaðist lengi um fjöllin í kring um Torrensvatnið, og hafði aðeins með sér inn- fæddan dreng, og var þá oft yfir 100 enskar mílur á undan félögum sínum, sem áttu að vera. Lenti hann oft í miklum hættum og mannraunum; verst var vatnsleysið, og þá sjaldan hann hitti einhverja lind fyrir sér, var vatnið brimsalt. Héstarnir drápust undir honum, engin tré eða skóga var að sjá, en þó komst hann alla leið sem hann ætlaði sér, og komst þá að fullri vissu um, að fullir tveir hlutir af suð- urströndinni, um 800 enskar míjur, voru vatns- laus auðn, svo að þar fellur engin á til sjáv- ar, og engin fjöll inni í landinu, sem ár eða vötn félli frá. Retta er hvergi til í heiminum nema þarna. Næsti maðnr, sem rannsakaði landið, var Ludvig Leichhardt, þýzkur fræði- maður, árin 1844—1846. Svo lagði hann af stað að nýju 1847, en hvarf í þeirri ferð og hefir aldrei síðan spurst til hans eða neinar menjar fundizt af honum. Margar ferðir hafa verið síðan farnar um Ástralíu, en þó er flæmi þetta ekki fulkannað enn. Árið 1851 fundust ákaflega auðugar gull- námur í Ástralíu, sunnarlega, við Bathurst. streymdi þá þangað manngrúi mikill, og ætlaði að grípa gæfuna, eins og gerist, en það fór misjafnlega. En upp úr því fjölgaði landsmönn- um óðum, enda sást það brátt á, að landið var víða einkarvel fallið til kvikfjárræktar. Tóku margir sig þá til, létu gullið eiga sig, en settu upp stóreflis sauðfjárbú. Sauðfjárræktin þar hefur tekið feikilegum framförum og nú lengi hefur Ástralía verið mesta ullarland í heimi. En margir auðguðust mjög af gulluámunum. Gamall hermaður hafði nurlað sér saman 100

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.