Nýjar kvöldvökur - 01.02.1912, Blaðsíða 10

Nýjar kvöldvökur - 01.02.1912, Blaðsíða 10
34 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. ekki láð, manni á mínum aldri, þó eg færi ekki nú að helga líf mitt hagsmunum annara — og það þó það væru þín eigin áhugamál.« »Vita guðirnir — hún hefur vísað mér frá í fullri alvöru. Þess skal hún fá að iðrast. F*að var heimska af mér að fara að biðja hennar. Til hvers er að hafa lögregluþjóna, ef maður kemur ekki vilja sínum fram? Ef það gengur ekki með góðu, þá verður að grípa til hins harðara. Eg læt undireins sækja hana.« «Göfuga háíign — verður ekki til neins, þú þekkir ekki hvað hún er fastlynd, þessi kona. Svipuhögg og glóandi tengur bíta ekki hót á hana á meðan hún lifir. En ef hún deyr, þá verður hún þér aldrei að liði — heldur Kýr- illosi.« »Hvernig þá?« sagði landsstjórinn. «Hann verður sárfeginn að geta notað það sem vopn á móti þér, Iætur það berast út, að hún hafi dáið sem píslarvottur meyjarlegs hrein- leika, verjandi hinna allrahelgustu, postullegu trú, lætur framfara kraftaverk við gröf hennar, og í nafni þeirra kraftaverka lætur hann rífa höllina niður yfir höfði þér.» »Að minsta kosti fréttir hann það líklega. En hún hælist um það um alla Alexandríu að að eg hafði beðið hennar, og hún látið svo lítið að hryggbrjóta mig.« «Nei, hún er ofhyggin til þess. Hún er svo greind, að hún veit, að þú mundir þá segja kristna flokknum frá skilyrðunum, sem hún setti, og þótt hún meti byrði holdsins lítils, þá hefir hún ekki í hyggju að láta vitlausa munka slíta sig í sundur til þess að losast við þá byrði. En svo hlýtur hún að enda. — Rað kannast hún við þegar illa liggur á henni. En illa þekki eg mennina, ef hún skilur sjálfa sig al- veg rétt. Drotningartignin er ofgóð beita til þess, að jafnvel sjálf Hypatía geti hafnað henni. Pess vegna skulum við veðja aftur, og eg veðja þremur á móti einum. Láttu ekkert til þín heyra og vittu til — hún sendir til þín áður mánuðnr er liðinn. Leggja undir múlasna frá Kákasus? Já, það má vel vera. Rræll þinn bið- ur þig lifa heilan. F*ú borðar hjá mér á morg- un?« Rafael marg hneigði sig og gekk út. F*egar hann kom út úr húsi landsstjórans, sá hann Mirjam standa hinumegin götunnar og var auðséð að hún beið hans. Óðara en hún sá hann, gekk hún samhliða honum, en lést þó ekki sjá hann, þangað til hann gekk fyrir götuhornið, þá kom hún og þreif í hand- legg honum. >Ætlar hann að þora það, fíflið?« sagði hún, «fel!ur hann frá trúnni? segðu mér það. Eg er þögul eins og gröf.» »Fíflið hefur fundið einhvern maðksmoginn mola af samvizkunni í einhverju skúmaskoti í hjarta sínu — og þorir það ekki.» «Andskotinn hafi hann, heigulinn. Og eg hafði hugsað mér það alt svo ágætlega út. Eg hefði sópað hverjum kristnum hundingja burt úr Afríku fyrir árslok. Hvað er hann hræddur við, mannhundurinn?* «Hreinsunareldinn,« svaraði Rafael. «Og bleyðan. En hvern á eg nú að taka? Ef hún Pelagfa hefði helming af því viti í öll- um sínum líkama eins og Hypatía hefur í litlafingrinum, þá skyldi eg setja hana og gotn- eska tröllið hennar í keisarasætið. En —« »Jæja, hlæ þú ekki að henni, stúlkugreyinu. Mér þykir þó í aðra röndina vænt um hana. Jafnvel gamla blóðið í mér ylnar, þegar eg sé hvað hún hefur gott lag á að beita sér, og hvað húii hefur gaman af því. Alveg eins og hver önnur Evudóttir.» Hún hló við lágt litla stund, snéri sér síðan snögt að Rafael og mælti: »Lítt’ á, eg hef hérna litla gjöf handa þér« — og hún sýndi honum skrautlegan hring. «Nei, móðir góð, þú ert aldrei farin að gefa mér gjafir. Pað er ekki nema hálfur mánuður síðan að þú gafst mér þennan eitraða rýting.« «Pví ekki það, ha? því ekki það? því skyldu Gyðingar ekki gefa Gyðingum? Pigðu hring- inn af kerlingunni. Hver, sem ber þennan hring, þarf hvorki að óttast eld né stál, eit- ur né meyjaraugu.* Hún greip hönd hans og tróð hringnum á fingur hans. »Svona. Nú er

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.