Nýjar kvöldvökur - 01.02.1912, Blaðsíða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.02.1912, Blaðsíða 18
42 NYJAR KVÓLDVÖKUR lítið hús sem stóð gagnvart kirkjugarðinum og lystigarði Jockums gamla. Um kvöldið þegar Jóhanna settist að venju út í laufskálann til að sökkva sér niður í þunglyndislegar hugsanir, varð henni alt í einu bilt við, því frá opnum glugga í nágrannahúsinu bárust angurblíðir hljóðfæristónar, sem ýmist stigu eða féllu, þar til þeir með fyllingu og krafti brutust yfir lysti- garðinn, en lækkuðu svo innan stundar og liðu út sem í léttu andvarpi. Peir líktust aftanblæn- um sem líður gegnum laufin og hreyfir þau annað veifið, en lætur ekkert á sér bera hinn sprettinn. Og tónarnir komu aftur sterkari og fyllri en áður, en þó svo mildir og angurvær- ir, þeir voru eins og bæn frá brjósti manns- ins, upp til guðanna, er barmar sér yfir sorg sinni og neyð. Og það var sem þessi bæn færði hennar sorgmæddu sál lækning og frið. Retta hafði mikil áhrif á Jóhönnu; hún lagði saman hendurnar og hlustaði á þessa yndislegu tóna, hún fékk eigi tára bundist, og þau runnu ofan eftir kinnum hennar, en hún fann hug- svölun og frið í þeim áhrifum, sem þessir tón- ar höfðu á hana. Það liðu margir dagar svo, að hún vissi ekki hver hann var þessi ósýnilegi hljóðfæra- leikari, og hún kom sér ekki að því að fara að spyrja að því. Henni fanst sem eitthvert Ieynilegt samband væri milli þeirra, sem hún vildi dylja fyrir öllum; henni fanst hann gegn- utn tónana hafa talað hughreystandi og hlýlega til hennar, af því hann vissi að hún hlustaði þarna í garðinum angurvær og hrygg í huga. Næstu daga gekk hún um húsið og gegndi sínum daglegu störfum sem í draumi, og óðara en kvöldaði reikaði hún til laufskálans, til að hvílast þar og hlusta á hina yndislegu tóna. Svo var það eitt kvöld rétt eftir að hljóð- færaslátturinn var hættur, að maður kemur að laufskáladyrunum, og Jóhanna fann að það hlaut að vera hann. »Grátið þér, Jóhanna?* sagði hann um leið og hann tók vingjarnlega í hönd hennar og settist hjá henni eins og þau væru gamlir vinir, »ef það er eg eða hljóðfærið mitt sem veldur því, er það ekki gert með viJja.« »Ónei,« svaraði hún með þeirri einurð og tiltrú, sem hún undraðist yfir á eftir, »engan veginn, það hefur svo góð áhrif á mig að hlusta á yður leika á hljóðfærið. Eg hefi aldrei verið jafnglöð eins og síðan egfór að heyra til þess.« »Pá hefir yður ekki liðið vel áður. Er langt síðan þér mistuð móður yðar? Annars er það auðsætt, að þér hljótið að þekkja sorg og mótlæti.« Svo hafði hann lag á því að víkja samtal- inu að öðru efni, og fá hana til að láta skoðanir sínar í Ijós, alveg eins og þau hefðu verið vin- ir í mörg ár. Hann sagði henni frá hinum ham- ingjusömu æskuárum sínum, og hvernig hann hefði brotizt áfram eftir að hann á unga aldri hefði mist foreldra sína. Hann talaði stöðugt með þeirri rósemi og innileik, sem henni var til hughreystingar að hlusta á. Pegar hann yfir- gaf hana eftir nær klukkutíma samtal, rétti hún honum ófeimin höndina. Um kvöldið, þegar hún lagðist til svefns, var sál hennar gagntekin af þeim frið og gleði, sem hún hafði aldrei fyrri fundið til. Hún gerði sér enga grein fyrir því, hvað það mundi vera, sem dró huga hennar svona ósjálfrátt til hans með fullu trúnaðartrausti og af hverju hún var svo hrædd við, ef einhver kæmist að því, að hún hefði talað við hann svona lengi, eða hversvegna hana langaði svo innilega til næsta kvöld, þegar hún sat inni í laufskálanum, að hann kæmi og talaði við sig, og þegar hann svo kom, var gleðiglampinn auðsær í dökku augunum hennar. Pessir fundir þeirra í Iaufskálanum höfðu þær afleiðingar, að þau fóru að hittast á öðr- um stöðum. Fram að þessum tíma hafði hún einungis hugsað um sjálfa sig og raunir sínar, en nú sýndi hann henni fram á, að í mörgum húsum þar í bænum væri sorg og bágindi, og að það stæði í hennar valdi að gleðja suma fátæklingana stöku sinnum, þá sem mest hefðu af skorti og örbirgð að segja. Vöxtunum af fé því, sem móðurbróðir hennar hafði gefið henni, hafði faðir hennar lofað henni að hafa umráð- yfir. Og samræður hennar við organleikarann

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.