Nýjar kvöldvökur - 01.02.1912, Blaðsíða 23

Nýjar kvöldvökur - 01.02.1912, Blaðsíða 23
BÓKMENTIR. 47 pd, Sterling, og keyptu sér fyrir það landspildu eina nálægt Melbourne skömmu fyrir gullfund- inn. En eftir gullfundinn seldi hann spilduna fyrir bæjarstæði fyrir 120,000 pd. Sterling (2,160,000 kr.). Svipað var um fleiri. Nú eru ýmsir hlutar Ástralíu þéttbýlt land og afarauðugt, bæði fyrir gullnámið og sauð- fjárræktina, og það er áreiðanlega víst að hún og flákar af Suðurameríku, svo sem Argentína og flatneskiurnar meðfram stóránum þar, verða framtíðarlöndin, þegar menningin og manns- höndin eru búin að fá hemil á þeim. Eg hef nú sagt frá því í þáttum þessum í stórum dráttum, hvernig menningarþjóðir Norðurálfunnar hafa lagt undir sig löndin í hinum heimsálfunum, o: leitað þau uppi og fært sér þau í nyt, flutt þangað búferlum og hagnýtt sér gæði þeirra. Petta eru ekki nema aðalstrikin úr þessu stóra málverki af fram- farasögu heimsins. Fátt eitt er tekið fram — flestu er slept. En aðdáanlegt er það, að líta yfir þessa sögu og gæta þess, hve miklu viti, þreki og kröftum hefur verið varið til þess að breiða menninguna út yfir jörðina. Oft hefur það verið gert með grimd og óheyrilegum rangindum. En oft líka á annan hátt. Eftir því sem tímarnir líða fram, lagast og siðast mann- kynið, og fer að haga sér eins og góðum mönnum sæmir. Það er straumur sögunnar, að það vonda smáþokar úr sæti, og mildi og mannúð verður einkunnarmark menningarinnar. J. J- -—— Bókmentir. Eitt af því sem hverri þjóð þykir mest um vert, sem von er, er það að eiga góða lýsingu lands síns og þjóðar, og góða sögu þjóðar sinnar. Eg er ekki svo fróður, að eg viti það vel, en eg hyggað eg^megi segja það fyrir satt, að engin þjóð sé svo smá, að ekki eigi hún fjölda rita, sem hafa hvorttveggja að umtals- efni, bæði stór og smá. Við íslendingar höfum orðið þar tilfinnanlega á eftir eins og í öðru, en erum þó nú að komast á laggirnar með það að nokkru leyti. Að vísu er saga lands vors órituð enn. Bogi Melsted hefur komist ofan að lokum sögualdarinnar með hina stóru sögu sína, og því miður allar horfur á því, að þar verði botninn sleginn í það mikla verk, þar eð þingið hefur látið hafa sig til að taka af hon- um styrkinn til að halda áfram. Pað má vel vera, að saga hans sé ekki rituð með þeiri snild, sem æskilegt væri. En eitt er víst, að hún er rituð með svo mikilli vísindalegri sam- vizkusemi, að betur verður ekki gert. Og það er meira virði en öll glysmæli og gullinfamb, það geta aðrir gert á eftir. En sorglegt er ef hún kemst ekki að minstakosti fram yfir 1264, að eg ekki segi fram um 1550. Þættir hans eru ágætir það sem þeir ná, og vonlegt er að að hann reyni þó að bæta þar við seinnipart- inum, til þess að þolanlegt ágrip sögu vorrar verði þó til. Að vísu hefur Sigurður kennari Pórólfsson safnað allmiklu efni f »Minningum feðra vorra«, en bæði er það rit ósögulegt að sniði og öllu fyrirkoinulagi, og fremur að álíta sem safn til sögu vorrar; en virðingarvert er það rit og þakkarvert, því að enginn er sá allsófróður í sögu vorri, sem kynnir sér það vel; og eg lít aldrei svo í þá bók, að eg renni ekki þakklátum huga til Sigurðar fyrir hana, þrátt fyrir alt það, sem eg hef við bók- ina að athuga. Uskandi og vonandi væri að hann gæti endurbætt hana og látið prenta hana að nýju. Eftir þessu að dæma eru litlar horfur á því að vér fáum fullkomið og gott ágrip sögu vorrar fyrst um sinn —og er ilt. En vonandi vaknar einhver til þess að ráða fram úr vand- ræðum þessum áður en langt líður. Alt öðru 'máli er að gegna með »lýsingu Islands®. Lengi vel var engin lýsing landsins til nema sú, sem var í Oddsens Landafræði, fyrri parti, bls. 156 — 308. Sú lýsing var ágæt á sinni tíð, en er orðin alveg úrelt sem von er til. Svo gaf I3. Thoroddsen út stutta lýsingu íslands 1881, og var hún endurprentuð með myndum um 1900. En þetta voru aðeins stutt- ar skólabækur og lítið verulegt við þær annað en þær voru einkarvel ritaðar. Allir vita að Þorv. Thoroddsen hefur ferðast um alt ísland á 18 árum, og safnað bæði á þeim ferðum pg úr öðrum ritum feykilega miklu efni um ísland og alt það sem að íslenzkum efnum lýtur, bæði fjær og nær. Nokkru af því hefur hann safnað saman og gefið það út í »Land-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.