Nýjar kvöldvökur - 01.02.1912, Blaðsíða 19
GAMLA HÚSIÐ.
43
urðu þess valdandi, að meirihlutanum af þess-
um vöxtum var skift milli fátæklinga, og varð
það til gleði og blessunar, bæði fyrir þá sem
gaf og þá sem nutu.
Og eftir því sem hún sá að hann var meira
virtur og elskaður meðal þessara fátæklinga,
dróst hjarta hennar meir til hans, svo þegar
hann að síðustu sagði henni, að hún væri hon-
um kærari en alt annað í heiminum, grét hún
af gleði við brjóst hans, og dreymdi um feg-
urri og bjartari framtíð, en henni hafði nokkru
sinni fyrri komið til hugar að hún mundi eiga
í vændum.
Þessir draumar hennar urðu þó ekki lang-
gæðir, því að faðir hennar tróð sér upp á milli
þeirra á ruddalegan hátt. Nú voru fjögur ár
liðin síðan. Nýr leigjandi var fyrir löngu kom-
inn í nábúahúsið og hugljúfi hennar var flutt-
ur á brott með hljóðfærið sitt, og um ástir og
framtíðarsambönd ræddu þau aldrei, þótt þau
við og við hittust í húsum fátæklinganna. Einu
sinni hafði hann þó sagt við hana, að nóttin
væri aldrei svo dimm að bjartur dagur kæmi
eigi á eftir henni, og þessara orða mintist hún
oft í raunum sínum, þótt henni hinsvegar væri
Ijóst, að hún aldrei mundi hafa hug og kjark
til að brjóta bág við vilja föðurs síns.
Daginn eftir að jómfrú Didriksen hafði skýrt
húsbónda sínum og Busk frá vofusýn sinni,
rannsökuðu þeir kjallarann grandgæfilega und-
ir gamla húsinu, og urðu þar einkis varir, og
eigi fundu þeir heldur peningana, sem jafn-
hliða var svipast að.
Daginn þar á eftir sat einn af yngri kaup-
mönnum bæjarins, Willumsen að nafni, heima
hjá Jockum gamla. Þessi ungi kaupmaður var
spjátrungslegur í framgöngu, barst mikið á og
þótti glysgjarn í klæðaburði. Þetta gat þó eigi
dulið, að maðurinn mundi naumast hafa feng-
ið gott uppeldi, og var í raun og veru ekkert
göfugmenni, heldur einungis gortinn og hé-
gómagjarn uppskafningur. Hins vegar var ætt-
fólk hans meðal þess, sem mest álit hafði þar í
bænum og flestum þótti mikið koma til. Það
leyndi sér heldur ekki, að Jockumsen þótti mik-
ið varið í heimsókn þessa unga kaupmanns,
því að hálftæmd portvínsfíaska og tvö glös
stóðu fyrir framan þá á borðinu.
»Jæja, leggið spilin á borðið, Jockumsen,«
sagði kaupmaðurinn meðan hann blés reyknum
úr vindli sínum upp í loftið, »og spilin leggj-
um við þannig: fimtán þúsundir fylgja brúður-
inni, það er það allra minsta, sem eg get gert
mig ánægðan með. Um ástir og slíka hluti er
óþarfi að ræða, þó allir viti að Jóhanna er fríð
stúlka. Við spilum hrekklaust spil í þessu máli.«
»Pað má fjandinn vita,« svaraði Jockumsen
með hrottalegum hlátri. »Og það er þó eg,
sem hefi öll hágildin á hendinni.«
^því er eg nú ekki alveg samdóma, Jock-
umsen; þér verðið þó að muna eftir að Jó-
hanna 'kemst inn í fjölskyldu, sem er af þeim
allra beztu hér í bænum, og það verður yður
til gagns og heiðurs.«
»Jæja, það er nú eins og á það er litið,
en það kemur líka við að snara út fimtán þús-
undum, en um það skal nú samt ekki fást,
þær verða taldar út daginn eftir brúðkaupið.«
»Gott er það, og það fer fram eftir sex vik-
ur, um það erum við sammála?« sagði Will-
umsen um leið og hann stóð á fætur.
»Já, fullkomlega sammála,« sagði okurkarl-
inn um leið og hann tók fast í hönd þá, sem
kaupmaðurinn rétti honum.
Svo fylgdi hann þessum glæsilega biðli út
fyrir húsdyrnar.
*Er það satt, að þér hafið stefnt Lynge?«
spurði kaupmaðurinn og staldraði við.
»Já, eg átti sex þúsund dali hjá föður hans,
setn hann vill ekki borga......Eg hefi heyrt
hvíslað um, að karlinn hafi falið peningana sfna,
og Lynge finni þá ekki, hvernig sem hann leitar.«
^þetta hefi eg líka heyrt.»
»Líklega er þetta satt, þessi gamli nirfill var
svo hræddur við þjófa, að hann hefir tekið það
ráð að fela peningana sína. En pilturinn skal
samt sem áður fá að borga mér skuld sína að
fullu, þvf hef eg lofað honum. Eg skal pína
peningana út úr honum,« sagði karlinn og neri
saman höndunum af ánægju, »út með pening-
6*