Nýjar kvöldvökur - 01.04.1913, Page 13

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1913, Page 13
LOFORÐIÐ. 85 »Eg er hræddur um að læknisfrúin komi því svo fyrir, að þú náir ekki lali af kenslu- stúlkunni,« sagði Arthúr brosandi, »frú Radford er gammur, sem alt vill hremsa til sín. Rað er kona, sem mér getur aldrei geðjast að, og eg er viss um að ungfrú Smith á ekki gctt hjá henni.* »Vesalings barnið,* tautaði lávarðsfrúin. »En þótt hún væri vöktuð af gammi, |iá ætla eg nú samt, Arthúr minn, að reyna að ná fundi henn- ar,« bætti hún við með blíðlegum en einbeittum svip, »eg vorkenni henni svo mikið, vesalingn- um.« Af þessari ástæðu var það, að um miðja vikuna ók léttivagn lávarðsfrúarinnar heim að húsi læknisins og kom þar öllu í uppnám. Hope var í skólastofunni og var að spila á hljóðfæri með Sellu litlu. Hún varð því einkis vör fyrr en læknisfrúin kom inn með fasi miklu og skipaði með' ákefð: »Látið Stéllu hætta að skrölta í hljóðfærinu, lafði Dimsdal er komin að heimsækja mig, og eg vil ekki að hún haldi að alt húsið sé ein einasta skólastofa.« Hope leit þreytulega upp, og sá að úr and- hti frúarinnar skein frekja og stærilæti. Hún svaraði þó spaklega: »Stella skal hætta að leika á hljóðfærið, eg fer að lesa með henni sögu.« Hefði Míles læknir séð konu sína þarna og heyrt svar hennar, mundi hann hafa undrast yfir, hvað hún væri orðin auðmjúk og eftirlát við jafnhranalega konu og iæknisfrúin var. Hún stóð upp frá píanóinu og tók sögu- bókina og settist við borðið og bað Stellu litlu að koma til sín að lesa. í stofunni var mollu- hiti. Qlugginn stóð að vísu opinn, en enginn andvari hreyfði sig, svo hitamóðan hafði lam- andi áhrif á kenslustúlkuna og börnin. »Mér leiðist að lesa sögu,« sagði Stella og studdi olbogunum á borðið með þrákelknis- svip 0g geispaði. »Mig langar inn í dagstof- una og sjá lafði Dirrsdal, mér þykir svo vænt um hana. Hún er altaf svo góð við mig, en þú færð aldrei að koma til hennar, því að þú ert bara kenslustúlka.* Hope horfði um stund á þessa litlu, orð- hvötu lærimey sina. »Rað er óþarfi að tala um slíkt nú,« sagði hún og stilti sig, eins og nú var orðin venja hennar. »Ef að þú lest nú eirin kafla vel fyrir mig, þá skulum við byrja á handavinnunni og fara með hana út í garð.« Rað var enginn á heimili læknisins, sem hafði hugmynd um, hvað Hope tók það nærri sér að þegja við og taka með jafnaðargeði öll- um þeim ákúrum og rangsleitni, sem hún varð þar fyrir af læknisfrúnni og börnum hennar. Oft var það, að skapsmunum hennar var meira en nóg boðið, en hún mundi þá ávalt eftir því, hverjar afleiðingar það hafði haft fyrir hana áður, að hún gat ekki stjórnað geði sínu, og henni fanst aðfarir sínar þá vera sér til mink- unar. Hugsunin um þetta veitti henni nú þrótt til að stil’a sig. Hún hafði upp undir fjórðung stundar setið og hlustað á lestur lærimeyjar sinnar, sem þeim báðum leiadist jafnmikið, þegar þær heyrðu fótatak og sa utal úti fyrir istofuglugganum. Stella tók viðbragð og sagði: »Egheldmamma sé á leiðinni hingað með lafði Dimsdal, bara að hún kæmi hingað inn, svo eg losaðist við þennan leiðinda lestur.« Rað kom roði í hinar bleiku kinnar kenslu- stúlkunnar, þegar hún í sömu svipati heyrði hina þýðu rödd lávarðsfrúarinnar jafnhliða hinu skrækróma tali húsmóður sinnar, og hana lang- aði mjög til að sjá hina góðmannlegu, gömlu konu, sem hún hafði orðið svo hrifin af í kirkjunni. Lafði Dimsdal hafði orðið að beita lagni og hyggindum til þess að koma því til vegar að hún fengi að sjá Hope, sem var aðalerindi hennar heim á læknissetrið. Hún hafði eðlilega fyrst talað um þau blóm, sem hún ætlaði fyrst að senda til basarsins úr vernúhúsi og garði sínum, og síðan hafði hún vikið talinu að blómum og blómarækt alment, og út frá því tali hafði hún látið þá ósk í Ijósi að fá að koma út í litla garðinn læknisfrúar- innar, sem henni var kunnugt um að lá úti fyrir gluggum skólastofunnar. Regar hún var

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.