Nýjar kvöldvökur - 01.01.1915, Blaðsíða 7
5
HVERJUM ER UM AÐ KENNA.
með heijarafli sarmfieringarinnar um það, að
hann gæti ekki orðið það, sern honum var ætlað.
En svo einn góðan veðurdag slitnaði upp
úr þessari vináttu drengjanna. Rað leriti í á-
flogurn í svefnloftinu, og kennarinn, sem hafði
umsjón þar, varð fyrir því óhappi að fá glóð-
arauga. Frans Godmann, frískólasveinninn, hafði
verið langt frá því að láta verst í þetta skiftið,
en samt var hann rekinn úr skólanum. Hann
hvarf aftur til Parísar og lét aldrei frá sér heyra,
°g svo fyrntist yfir þetman gamla vin í huga
Chretiens, bezta vininn hans, Parísardrenginn
með góðlátlegu augun, sem alténd hafði skilið
eftir smáfugla, hnoðaða saman úr brauði, við
sæti sitt í borðsalnum.
Um síðir óx svo Chretien upp og varð full-
orðinn maður, hræðilega þegjandalegur og ein-
fara eftir þessi mörgu, löngu, þungbæru, hörmu-
lega leiðinlegu ár, bæði heima og í skólanum.
A stúdentsárunum hafði hann nú reyndar tals-
vert meira frelsi —en hvaða gagn var að því?
Þótt Lescuer undirdómari væri stóréfnaður mað-
Ur, fanst honum að fimm frankar á viku væru
meir en nóg til skemtana handa ungum manni,
sem fyrst væri að spretta grön. Nokkrum sinn-
um hafði Chretien látið leiðast til þess að fara
í eitthvert svall með félögum sínum, og hugs-
aði hann altaf til þess með viðbjóði eftir á; en
út úr því varð hann að kannast við það fyrir
föður sínum, að hann væri í eitthvað fimtíu
franka skuldum; en þá hélt þessi strangi og
úgjarni embættismaður svo magnaða skamma-
ræðu yfir honum, eins og hann hefði brotizt
mn í íbúðarhús að nóttu til og stoiið. Chret
'en sárskammaðist sín og varaðist úr því hvert
tækifæri til að eyða peningum, hélt sér fjærri
félögum sfnum og sökti sér niður í námið til
þess að bæla niður alla innri órósemi. Eintia
úlskárst leið honum, þegar hann gekk út ein-
samall og sökti sér niður f hugardrauma. Hann
hataði heimilið sitt, þetta sýkisþrungna, dapur-
lega hús í Carmengötu. Honum fundust mosa-
vöxnu andlitsgrímurnar ygla sig framan í hann
°g brunnholan bjóða honum að drekkja sér
niðri í honum eða að hengja sig í brunnfær-
inu. Og þegar hann sat við neðri borðsendann
í einu af þessum boðveizlum, þar sem faðir
hans í hvítu hálslíni virtist vera að leika kapp-
leik við önnur hvít hálstín, sem voru alveg
jafnísköld og leiðinleg eins og hann, þá hugs-
aði þessi aumingja ungi maður með óhug til
þess, ef hann ætti alla æfina að verða múrað-
ur inní í svona lífi, og þá lá við að grátstafur
kæmi upp í hálsinum á honum.
Annanhvern sunnudagsaftan fóru þeir Lesc-
uyer undirdómari og sonur hans í heimsókn
til frú Léger-Taburet, sem átti fallegt hús í
Kanúkagötu. Hún var ekkja eftir dómara, sem
hafðiverið háskólabróðir hr. Lescuyers, og höfðu
þeir þá í sameiningu hlaupið nokkur gönuskeið.
Undirdómarinn hafði þó einusinni verið dálítið
brot af ungum manni, áður en hann gaddfraus
í íshálslíninu eins og forsögufíll í Síberíu, verið
eitthvað dálítið ungur og haft gaman af að
binda pjáturkaltaræfla við skott á flökkuhund-
um og líma klukkustrengi fasta við múra. En
þetta var alt löngu liðið og löngu gleymt. Pað
eru til þeir menn, sem æskan hleypur upp í
snöggvast líkt og barnakvillar, eins og misling-
ar og skarlatssótt. En það stendur ekki nema
stutt og steingleymist svo. Tvítugasta árið hafði
verið eins og veikindakast fyrir þessa tvo vini,
afleiðingalaust með öllu. Skömmu síðar höfðu
þeir svo komizt í röð með fullorðna fólkinu
og gifzt, og Léger-Taburet, sem var glaðlynd-
ari, hafði meir að segja valið sér stúlku fyrir
hygginda sakir, sem var talsvert eldri en hann
og átti forríkan föður. Pegar hann var búinn
að berjast við svefninn uppi í réttinum í tutt-
ugu og fimm ár, sofnaði hann alt í einu til
fulls á fimtugasta aldursári án þess að láta eftir
sig börn; og ekkja hans, sem nú var orðin
gömul kona, bjó alein með barnabarni systur
sinnar, Kamillu Letourneur, bráðungri stúlku,
sem átti að erfa hana, og var því líkleg til að
verða einn af beztu kvenkostunum í Calvados.
Sparsemi er álitin alira dygða dýrmætust í
Normandí, og það þó að hún sé rekin svo
langt, að gangi nízku næst; en frú Léger-Ta-
buret hafði samt það orð á sér meðal betra