Nýjar kvöldvökur - 01.01.1915, Page 11
HVERJUM ER UM AÐ KENNÁ
9
iuni. En þótt þetta væri hátíðleg stund, þá
fagnaði Chretien því innilega, þegar hann fann
að lestin var að fara og vagninn var að síga
af stað. En lítilii stundu síðar, þegar stengurn-
á turnum st. Stefánskirkjunnar og digru
turnarnir á nunnuklaustrinu voru að hverfa að
fullu í þokuna, varð hann gripinn af djúpri
hfygð; honum varð bilt, og hann bar upp
fyrir sjálfum sér þá spurningu, hvort hjarta
hans væri þá úr steini, fyrst hann gat fengið
sig til að yfirgefa alls óviknandi þann mann,
sem hann altaf hafði hræðzt, en var þó engu
að síður faðir hans, og þennan bæ, sem ekki
geymdi honum eina einustu gleðisæla minn-
ingu, en var þó engu að síður fæðingarbær
hans.
Og alt í einu fanst honum eins og skýin
í loftinu fengju á sig mannsandlit, eins og grímu-
myndirnar uppyfir gluggunum heima, og þau
störðu á hann heiftaraugum og óskuðu honum
alls ófarnaðar á leiðinni.
Meira.
Sagan af honum Tuma litla.
Efir Mark Twain.
XX.
Aftur hafði Tumi náð hylli og dálæti allra
þorpsbúa, og þeir voru margir, sem fullyrtu,
að hann myndi áreiðanlega hafna sig í forsetastól
Bandaríkjanna, ef ekki yrðí búið að hengja
hann, þegar til þess kæmi.
Hinn hverflyndi og heimski heimur tók
Muff Patter nú upp á arma sér, og hafði á
honum jafnmikla dáleika eftir þetta, eins og
hann hafði verið honum illur áður. En svona
gengur það. Dagarnir liðu nú fyrir Tuma í dýr-
legum fígnaði og gleði, en næturnar voru hon-
sannkallaðar neyðarstundir. Indíana-Jói gekk
Ijósum logum í öllum draumum hans og gat
að iesa blóðuga hefndina út úr svip hans.
Tumi fékst nú heldur ekki til að fara út á
hvöldin eftir að skyggja tók, hvað sem í boði
yar. Veslings Huck var nærri því eins illa
staddur, því kvöldinu áður en dóminn skyldi
upp kveða yfir Patter, hafði Tumi sagt verj-
anda hans alla söguna; var því Huck altaf
skjálfandi af kvíða fyrir því, að hluttaka hans
1 þessu yrði brátt gjörð heyrum kunn, þó
flótti Jóa gjörði það að verkum, að hann þurfti
ekki að bera vitni fyrir réttinum. Veslings dreng-
urinn fór til verjandans og bað hann með tár-
in í augunum að þegja; lofaði verjandinn því,
en Huck bar nú svo lítið traust til mannanna,
síðan Tumi rauf þagnareiðinn, að hann þóttist
litlu bættari með þessu loforði, þó það væri
reyndar betra en ekkert.
Tumi var bæði glaður og stæriláfur yfir
þessu afreksverki, en þó um leið hræddur við
afleiðingarnar, því þess þóttist hann fullviss,
að hann mætti aldrei um frjálst höfuð strjúka,
fyr en Indíana-Jói væri dauður. Pað var auð-
vitað búið að leggja fé til höfuðs honum og
leita hans um alt héraðið, en hann fanst hvergi.
Pá var skrifað til St. Louis eftir einu af þessum
alvitru og ægilegu furðuverkum náttúrunnar,
sem kallast leynilögregluspæjarar. Spæjari þessi
gekk snuðrandi um héraðið, hristi að því búnu
höfuðið ærið íbygginn. Árangurinn af snuðri
hans varð jafnlítill og vant er að vera hjá flest-
um stéttarbræðrum hans, sem sé sú, að hann
kvaðst nú vera búinn að hafa upp á »lyklin-
um að leyndarmálinui! En með því að ómögu-
legt er að áklaga, dæma eða hengja lykil fyrir
morð eða aðrar sakir, fanst Tuma, að hann
væri engu óhultari um líf sitt en áður.
XXI.
Pað mun einhverntíma koma fyrrir hvern
dugandi dreng, að hann fái óviðráðanlega löng-
2