Nýjar kvöldvökur - 01.01.1915, Síða 12
10
NÝIAR KVÖLDVÖKUR.
un til að leita huldra fjársjóða. Rað var líka
einn daginn, að þessi þrá greip Tuma með
öllu sínu ofurafli; fór hann þá strax á stað að
leita uppi einhvern dreng, er vildi slást í félag
við hann. Hann ætlaði fyrst að ná í Jóa Harp-
er, en hann fann hann hvergi; fór hann þá til
Benna Rogers, en hann var þá á fiskiveiðum.
Þá rakst hann fyrir hendingu á Huck Finn, og
þar eð ekki var nú á betra völ, ásetti hann
sér að réyna að fá hann í félagsskap með sér,
leiddi hann á eintal og útskýrði fyrir hon-
um fyrirætlun sína. Huck var fús til þessa, eins
og yfirhöfuð til allra þeirra fyrirtækja, er veru-
leg voru til æfintýra, en einkis fjárframlags
kröfðust, því af þeim tíma,, sem ekki eru pen-
ingar, bafði Huck altaf nóg.
»Hvar eigum við svo að grafa?« spurði
Huck
»lJað er alveg sama hvar er.«
»Hvað segirðu? Eru fjársjóðir fólgnir al-
staðar, hvar sem vera skal?«
»Nei, að vísu er það ekki, en þeir finnast
á öllum merkari stöðum, svo sem á eyðieyjum;
en stundum eru þeir huldir við rætur gamalla
trjáa, nákvæmlega þar sem skuggi þeirra fellur
á um miðnætti. Oftast finnast þeir þó undir
húsum, sem reymt er í.«
»En hverjir fela þessa fjársjóði ?«
»Retta er gáfulega spurt! Hverjir heldurðu
að feli þá nema ræningjar. Heldurðu kanske
að kenuarinn við sunnudagaskólann holi þeim
niður?«
»Það held eg geti vel verið. Eg veit bara
það, að eg myndi ekki grafa njður skildingana
mína, ef eg ætti nokkra. Eg held eg hefði þá
í velturni á meðan þeir entust og lifði í glaum
og gleði. En hvar eigum við að grafa?«
»Mér lízt bezt á að byrja hjá föllnu trján-
um þarna við Iækinn.«
»Er þá fjársjóður hulinn þar undir hverju
tré?«
»Altaf ertu jafnvitur! Eg held það sé nú
síður en svo.«
»Eri hvernig veiztu þá, hvort þú grefur und-
ir réttu tré?«
»0, við reynum við þau öl!!«
»Pað er ómögulegt. Okkur endist varla
samarið til þess.«
»Hvað gjörir það til! Ef við fyndum svo
kanske gamlan koparketil með hundrað spegil-
fögrum krónupeningum, eða fúinn kassa, full-
an af gimsteinum; ætli þér þætti af því?«
Rað leiftruðu í Huck augun: »Já, þá væri
ekki til einkis barizt! Láttu mig þá fá krón-
urnar, en þú mátt eiga gimsteinana fyrir mér.«
»Mikið fádæma erkifión geturðu verið!
Veiztu það ekki að einn gimsteinn getur kan-
ske verið meira en hundrað króna virði. Kóng-
arnir eiga þá í skéffutali!«
»það veit eg ekkert um. Eg þekki enga
kónga!«
»Rví get eg vel trúað, en þú ættir að koma
einhverntíma til Evrópu; þar fengirðu að kom-
ast í kynni við þá karla. Reir hoppa þar fyrir
handan í tugatali.r
»Nú, hoppa þeir þar?«
»Ónei, villingurinn þinn, sem ekkert skilur.«
»Rví ertu þá að skrökva í mig?«
»Eg átti bara við að þú gætir séð þar nóg
af þeim —ekki samt hoppandi —, því þeir eru
engir hrafnar, en þeir eru þar á víð og dreif
með vissu millibili: Hefurðu ekki t. d. heyrt
getið um hann Richard gamla með kryppuna?«
»Hvaða Richard? Eitthvað hefir maðurinn
heitið meira!«
»Nei, því kóngar hafa aldrei neitt ættar-
nafn.«
»Rað var skrítið!«
»Pað er nú svona! þeir ganga aldrei nema
undir einu nafni.«
»Jæja, þeir um það! En eg segi bara fyrir
mig, að eg kærði mig ekki um að vera kóng-
ur upp á það að láta kalla mig altaf einu
nafni, rétt eins og hvern annan svertingjaræfil.
En hvar eigum við að byrja á leitinni ?«
»Eg veit ekki. Hvað segirðu um það að
við byrjuðum hjá fúna trénu þarna á hæðinni
fyrir ofan Draugahúsið?*
»Pú um það.«
Fégraftramennirnir náðu sér nú einhver-