Nýjar kvöldvökur - 01.01.1915, Síða 19
HÁTTPRÚÐA STÚLKAN.
17
»En barn, vertu óhrædd, eg skal sannar-
lega taka þig að mér, og búa þig svo, að þú
komir ekki undarlega fyrir sjónir.*
»Kem eg svo undarlega fyrir,« sagði Polly
og hnykti við, vonaði þó að hér væri eigi átt
við neitt slæmt.
»Þú ert svo góð og enn fallegri en í fyrra
sumar, en þú hefir þó fengið annað uppeldi
en við hinar og því ertu ólík okkur, geturðu
ekki skilið þetta?« sagði Fanny, sem átti dálít-
ið erfitt með að koma orðum að því sem hún
vildi segja.
»í hverju liggur mismunurinn?« spurði Polly,
sem óskaði eftir að fá fulla skýringu í þessu
máli.
»Meðal annars að þú ert búin eins og lítil
stúlka.«
»Já, en eg er nú ekki annað en lítil stúlka,
og því ætti eg svo sem að klæða mig öðru-
vísi,« sagði Polly, og vissi eigi hvaðan á sig
stóð veðrið.
»Pú ert orðin 14 ára, og þegar við erum
komnar á þann aldur, skoðum við okkur eins
og dömur,« sagði Fanny og skoðaði sjálfa
sig með ánægju í speglinum. Hún horfði með
velþóknun á vel uppsetta, kippaða hárið sitt,
eyrnahringa, úrfesti, fingurgull og annað gling-
ur, sem hún hafði skreytt sig með.
Polly horfði ý.uist á vinstúlku sína eða
sjálfa sig, og duldist henni ekki að allur búnaður
Fannyar var langtum íburðarmeiri en hennar.
Hún varalin upp oghafði stöðugt átt heima í kyr-
látu sveitaþorpi og þekti lítið sem ekkert til
haupstaðarlífsins. Hún hafði aldrei fyrri komið
á hið skrautlega heimili Fannyar, því kunn-
■ngsskapur þeirra hafði myndazt við það, að
Fanny hafði heimsótt fjölskyldu.í nágrenni við
Polly, og þar höfðu þær kynzt. Polly fékk nú
brátt glaðværð sína aftur og kærði sig kollóíta,
þótt mikill munur væri á klæðaburði hennar
og Fannyar, og sagði síðan hlæjandi:
»Mamma mín vill ekki að eg hafi íburðar-
mikinn og dýran klæðaburð, og mig langar
heldur eigi til þes?. Eg mundi heldur eigi
kunna að haga mér, væri eg eins búin og þú.
Eða gleymirðu aldrei að hagræða öllum þes-
um böndum og kjólfellingum, þegar þú sezt
niður?«
»Áður en Fanny fengi tíma til að svara,
heyrðist hljóð neðan frá og stúlkurnar fóru báð-
ar að hlusta.
»Pað er Maud,« sagði Fanny, » hún glamr-
ar eða skælir allan daginn.« Naumast hafði
hún slept orðinu, þegar dyrunum var hrundið
upp og stúlkubarn á sjötta eða sjöunda ári kom
grátandi inn. Hún hætti í bráð, þegar'hún sá
Polly, en fór brátt aftur að hrína, fleygði sér
upp að Fanny og sagði: »Tumi er að hlæja
að mér, láttu hann hætta því.«
»Farðu nú inn til Katy,« sagði Fanny, eft-
ir að systir hennar hafði skýrt henni frá ein-
hverju óverulegu hnotabiti milli sín og hinna
krakkanna, »það Iiggur svo illa á þér í dag,«
»Katy leikur ekki við mig, og mamma
sagði að það þyrfti að gera það, af því eg væri
amasöm,* sagði Maud andvarpandi, sem hélt
að amasemi væri einhver leiðinlegur sjúkdómur.
»Nú förum við ofan að borða miðdegis-
matinii,* sagði Fanny og lyftist til eins og
fugl sem ætlar að taka sig á flug.
Polly vonaði að Tumi yrði ekki við borð-
ið, en hann var þar þó og glápti á hana lengst
af meðan á máltíðinni stóð. Herra Shaw, sem
virtist hafa um margt að hugsa, sagði við Polly:
»Hvernig líður þér góða mín, eg vona að þú
skemtir þér hér ve!,« svo var eins og hann
gleymdi nærveru hennar. Frú Shaw, fölleit og
og taugaveikluð kona, heilsaði vingjarnlega
litla gestinum, og sá um að hún fengi nóg að
borða. Gamla frú Shaw, hæglát kona í gríðar-
stórri kápu, hrópaði upp, þegar hún sá Polly:
»En hvað hún líkist henni móður sinni—þess-
ari ágætiskonu. Hvernig líður henni, góða
mín?« Og hún hélt áfram að stara á PoIIy
yfir gleraugun þangað til hún misti matarlyst-
ina. Fanny talaði vítt og dreift um ýmislegt,
en Maud flögraði um fasmikil * frá einum til
annars, þar til Tumi kom með þá tillögu að
stinga henni inn í skáp. Þetta hafði þær af-
leiðingar, að'stelpan var borin organdi út. Katy,
3