Nýjar kvöldvökur - 01.01.1915, Blaðsíða 21

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1915, Blaðsíða 21
DALITIL FERÐASAG. 19 Dálítil ferðasaga. Eftír Bjarna Bjarnasson. Veturinn 1855 — 56 geisaði hér um Norð- urland hundafár mikið, og var það svo skætt, að það strádrap hundana svo að til vandræða horfði, og heimili urðu hundlaus. Sáu bænd- ur að svo búið mátti ekki standa, því að bæði þurfti að smala ám og verja tún og engjar, og voru á hvorugu góðar horfur. Tóku því bændur úr fremsta hluta Eyjafjarðar sig saman að reyna að ráða af þennán vanda, og komust að þeirri niðurstöðu, að ráðlegt væri að reyna að fá menn til þess að fara suður í Árnessýslu til að kaupa hunda, því að þar hafði hundafárið ekki komið. Pótti ungum mönnum fýsilegt að leggja út í æfintýri þetta, sem von var. Til þess- arar ferðar réðust fjórir menn, ungir og frískir, og voru þeir þessir: Sigurður fóhannesson, bóndi á Jórunnar- stöðum, hiun alkunni, ágæti ferðagarpur; hann var fyrirliði ferðarinnar og hundkunnugur öll- um leiðum. Ánnnar var Randver Sigurðsson bóndi á Jökli, fjör- og frískleikamaður; þriðji hielgi Magnússon, vinnumaður Páls bónda Steinssonar á Tjörnum, og eg hinn fjórði, Bjarni Bjarnason, vinnumaður í Torfufelli; nú eru allir þessir menn, er þessa ferð fóru, dánir fyrir löngu, nema eg einn, Bjarni Bjarna- son, og skal eg nú segja ferðasögu okkar svo sern eg man bezt. Við lögðum upp í ferð þessa sunnudaginn í fniðgóu, 9. marz 1856. Tíð var hin bezta, snjólítið og hjarn í sveit og veður stilt, enda var ferðinni heitið suður Eyfirðingaveg, sem er margar dagleiðir á milli bæja, þvert yfir mið- landsöræfi íslands. Þann dag héldum við suð- ur hjá Syðri-Pollum. Var veður bjatt og hið bezta. Við lögðumst fyrir á ásunum vestan við Pollana á melhrygg einum, og var þá komin norðan renningshríð. Morguninn eftir var veð- m- bjart; héldum vér þá vestur fyrir Hofsjök- nl. en þegar við komum á Lambahraunsbrún- ina, þóttist Sigurður sjá suður í Bláfellsháls. í Lambabrekkum skildum við eftir dá'ítið af nesti okkar, því við héldum að við mundum ná suður til bæja á tveim dögum eða svo, ef alt gengi vel. Pegar á daginn leið tók að dimma að með hríð, og gekk í kafaldshríð undir kvöld- ið. Réð Sigurður þá einn ferðinni og hélt sig sem næst jöklinum, til þess við fyndum, ef við lentum upp í hann. Svona gengum við um hríð unz við settumst að. Ekki vissum við hvað tíma leið, því að enginn okkar hafði úr, þau voru óvíða til þá, og svo var koldimt af hríð. Parna grófum við okkur ofan í hjarnið og létum skefla yfir okkur um nóttina. Á þriðjudaginn var veður bjart, og dró úr frost, þegar á daginn leið. Héldum við nú á- fram suður með jöklinum og suður að Jökul- falli. Var orðið mjög áliðið dags er þangað var komið, og komin marahláka; settumst við þar að um kvöldið og lágum undir jökum um nóttina; en eigi var þar vistlegt, því að altaf lak þar ofan á okkur, því að veður var hvast með útsynningi; kusum við því heldur að liggja í skjóli við jakana, en Iáta fyrirberast á bersvæði. Á miðvikudaginn ætluðum við svo að halda áfram ofan Hreppamannaafrétt, og héldum við svo sem leið liggur og ætluðum að ná í HrUna um kvöldið. Par bjó þá séra Jóhann Briem, og höfðum við til hans meðmæli frá bróður hans, Ólafi Briem á Grnnd, ao hann greiddi sem bezt fyrir okkur og erindi okkar. Eftir því sem mig minnir vorum við búnir að fara yfir einar tvær þverár, og komum nú að hinni þriðju; var hún þeirra mest og svo vond, að hvorki varð komist yfir hana á ís né þýðu; en svo var hún djúp að hvergi náðum vér til botns með göngustöfum okkar. Var nú ekki um annað að gera en snúa aftur og var þó ekki álitlegt, því að Helgi var að verða alveg frá að ganga, því að napbux- 3*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.