Nýjar kvöldvökur - 01.01.1915, Blaðsíða 26

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1915, Blaðsíða 26
24 NYJAR KVÖLDVÖKUR. ara fyrir ódauðleika mannsálarinnar, og væri ölium þeim, sem um hann efast, ráðlegt að útvega sér þessa bæklinga alla og lesa þá vel. Ekki veitir af. Nóg er af efnishyggjunni samt. Kver þessi kosta lítið — öll fjögur eitthvað lítið meira en hálft pund af misindis reyktóbaki. J. /• Óþekti málarinn. Hinn frægi spánski málari, Murilló, sem átti heima í Sevilla, hafði lengi veitt því eftirtekt, að á bakinu á myndum þeim, sem lærisveinar hans mál- uðu, voru dregin ýms ágæt myndaform, bæði af hlutuni og Iandslagi, sem báru vitni um ágæta drátt- listarhæfileika og listasmekk. Hann reyndi að kom- ast eftir, hver þessi dularfulli listamaður mundi vera, sem hlaut að ferðast um málarastofur hans, en öll viðleitni hans í þá átt varð lengi árangurslaus. Einn morgun þegar Murilló kom inn á málara- stofu sína fann hann bæði lærlinga og sveina í þyrp- ingu utan um myndagrindina að skoða nýa mynd af Maríu mey, sem var hið mesta listaverk. Allir dáðust að því, og sjálfan Murilló rak í rogastanz við að sjá slíka afbragðsmynd. »Sá, sem hefur gert þetta, verður osseinhvern- tíma meiri, sagði hann við ungan þræl, Sebastían að nafni, sem stóð hjá honum óttasleginn, og spurði ennfremur, hver kæmi þar á Kvöldin. »Enginn, nema eg,« svaraði þjónninn. »Gott er það, svo verður þú hér í nótt, og ef þú ekki í fyrra málið getur sagt mér, hver þessi list- fengi skuggasveinn er.skaltu fá 30 vandarhögg í laun.« Um kvöldið flutti þjónninn dýnu sína inn að málaragrindinni, lagði sig þar fyrir og féll brátt í fasta svefn. Hann vaknaði þrem stundum fyrir dag. Spratt upp, kveikti á lampa, tók sér pensil í hönd og ætlaði að eyðileggja hina ágætu mynd sína. En þegar hann leit á hana, sá þessi djúpu, dreymandi augu, sem horfðu á hann svo angurblíð, hina brúnu lokka og ávölu kinnar, féllust honum hendur. Hann stóðst eigi augnaráð myndarinnar, og listaþrá hans varð yfirsterkari. »Heldur fullgera myndina,« tautaði hann, og hinir fínni penslar voru þegár á lofti. Einn mjúkur dráttur hér og meiri skuggi hér stuðlaði til að fullgera listaverkið. Tíminn gleymdist og alt nema þessi himneska fegurð, sein myndin sýndi- Hann kotn eigi til sjálfs sín fyr en hann heyrði fótatak á bak við sig; sá hann þá að dagsljósið streymdi inn í stofuna, en lamp- inn var að brenna út, og meistarinn og sveinar hans stóðu með hátíðlegri undrun á bak við hann. Se- bastían hljóp óttasleginn út í horn, en Murilló mælti um leið og hann sneri sér til sveinanna: »TiI hvers hefur hann unnið, hegningar eða verðlauna?* »Verðlauna,« hrópuðu allir, og einn stakk upp á að hann fengi ný föt, annar nýja skó, en sá þriðji hrópaði; »Meistarinn er í góðu skapi í dag, bið hann um frelsi, Sebastían.c Þá féll þjóninn til fóta meistarans og sagði með skjálfandi raustu : »Gefið föður mínum frelsi.* Tvö iár hrukku af augum meistarans, og hann mælti um leið og hann lyfti þjóninum á fætur: »Myndin þín sýnir að þú hefur ágæta lista- mannshæfileika, en bæn þín, að þú átt gott hjarta. Þú ert ekki lengur þjónn, heldur son minn. Eg er hamingjusamur að hafa eigi einasta málað, heldur að málari hefir skapazt af því að sjá til mín.« Frá þeim degi vann Sebastian með hinum öðrum sveinum, og varð síðar einn af hinum frægustu meisturum síns tíma, og eru til nokkur málverk eftir hann á listasöfnum. ................................ Verð/aunakapp. Kvöldvökurnar bjóðaþrenn verðlaun fyrir þrjár vísur um styrjöldina miklu, sem nú stendur yfir. Hver, sem ætlar að reyna sig á vísum þess- um, skal senda þrjár vísur með hagkveðl- ingahætti, með einhverju dulnafni undir. Nafn sitt sendir hann með í iokuðum seðli ásamt dularnafninu. Vísurnar verða að vera komnar til N.Kv. fyrir 1. ágúst í sumar. Dómnefnd sú,‘er um vísurnar fjallar, verður auglýst síðar. Verðlaunin eru: 1. Kvæði J. Hallgrímssonar í skrautb. 2. Einn árg. af N.Kv. eftir vali. 3. Pappirsbók til að skrifa í Ijóð (Poesib.). Petta er Hagkveðlingaháttur: Nálgast jólin helg og há höfuðbóli Þorfinns á; hringasól með hölda fá höfðingsstólinn geymir þá. tGrettisljóð.) Lifi ís/enzk braglisi!

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.