Nýjar kvöldvökur - 01.05.1915, Page 1

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1915, Page 1
HVERJUM ER UM ÁÐ KENNA? Saga eftir Fran?ois Coppeé. “VIII. Eitt kvöld í júlí í bezta og blíðasta veðri stóð Chretien gónandi út á Jemmapesbryggju við St. Martíns-skurðinn. t*ann dag hafði hann svikizt um skólann og altaf ólmazt úti. Þetta var á þeim tíma, þegar sígandi sólin sveipar alt gullnum hjúpi og kastar deyfðar- og værðar- sefju yfir náttúruna. Það er einhver ferðanátt- úra og þrá til annara landa rótgróin í hverju barni; svo var og með Chretien. Hann stóð þar og dáðist að stóru tréskipi, stærðar dalli nieð víðum kinnungum, og komið hafði eitt- hvað langt að, ofan frá Flandern, seig hægt áfram og varpaði seinast akkerum hinumegin við skurðbakkann. Enginn var á þiljum uppi nema stór, eyrnaspertur hundur, sem þaut fram og aftur án afláts eftir þilfarinu. Reyk lagði UPP úr hásetakompunni upp um vindaugað, °g gægðust þar upp vafningskendar nastúrtiur. Það var eitthvað svo vinalegt og ánægjulegt, svo greiðamannlegt, að sjá þetta tárhreina skip l'ggja þarna, nýmálað rautt og gult stafna á núlli, í kveldsólarglampanum, sem gerði sprung- ur í tjöruna á kinnungunum. Chretien stóð í draumleiðslu um það, hvað það mætti vera gaman að vera á þessu skipi, svona fallegu. Hann sá sig í anda' sein skipsdreng í vináttu við hundinn líða í logninu eftir skurðinum langt, langt í burtu, langt frá öllu sem píndi hann og kveldi . . langt burtu . . . »He, þú þarna, þei, skárra er það nú skip- >ð, ha?* sagði alt í einu mjó rödd rétt hjá honum. Chretien leit við og sá þar strák, eitthvað h'u vetra á að gizka, rifinn og tættan, og var höfuðflíkin gömul karlmannstreyja, bæði ofvíð N. Kv. IX. 5. og ofsíð, svo að hún náði honum ofan á kálfa, en upp á ermarnar hafði hann brotið til þess að geta notið handanna. En þótt hann væri illa búinn, hárið gula úfið og flókið og hör- undsliturinn gulgrár, voru augun samt fjörleg og þúfunefið eitthvað röskmannlegt og andlit- ið alt glaðlegt, svo Chretien Ieizt vel á það. »Sýnist þér ekki gaman að sjá skipin skotta hjá?c sagði piltungurinn í stóru treyjunni; »hvað heitir þú? Eg heiti Natóle.c Þótt þetta væri nú ekki aðferð að kynna sig eftir enskum sið, stygðist Chretien þó ekki og sagði til nafns síns. »Chretien . . . Það er skrítið nafn ... Chret- ien ... svei mér hef eg aldrei heyrt annað eins fyrri... Eg þori að veðja þú átt heima hjá foreldrum þínum ... Það má sjáj minna en það ... Þú hefur góða skó.c Þegar hann hafði sýnt þessi merki athug- unar sinnar, fór Natóle að blístra: »Ó Jósefína, á hvað ertu að blína«, lag sem þá var í tízku á veitingastöðum. Svo bætti hann við: »Við skulum tölta út að lokræsinu, það verður víst opnað bráðum. Það er svo ansi gaman að sjá vatnið fossa.c • Chretien hljóp með. Honum fanst hann laðast svo undarlega að þessum litla götustrák. Þegar þeir voru búnir að sjá sig sadda á foss- inum, voru þeir orðnir mestu mátar. Þeir raus- uðu hver í kapp við annan. Natóle fekk að vita, að Chretien hafði svikizt úr skólanum og lá ekkert á heim, því að hann vissi að þá átti hann von á ráðningu. »JÚ, eg þekki á það,« sagði hinn efnilegi spekingur, sem með honum var. »f>að er faðir þinn, sem lúskrar þér heima. Hjá mér er það 13

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.