Nýjar kvöldvökur - 01.05.1915, Side 2

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1915, Side 2
98 NYJAR KVÖLDVOKUR. stjúpa ... Pað er ljóta flagðið, skal eg segja þér. j;ií eg er nú orðinn svo vanur við snopp- ungat a, að það er alveg hætt að bíta á mig lengur. Eg hef nú elcki ónáðað það heima í kumbaklanum heila viku. Og það er ekki í fyrsta smn.« »Og hefur alls ekki komið heim?« sagði Chretien fullur undrunar, og þó líka aðdáunar. »Og hvernig ferðu að komast af?« >Q —,« svaraði Natóle og ók sér fyrirlit- lega; »maður eltir upp matinn, og svo finnur maður hann. Það er bara um að gera að var- ast lögregluna. Maður lýkur upp vagndyrum eða hleypur eftir »öskju« (vagni) fyrir einhvern eftir leikhústíma ... A morgnana er maður við á -torgunum og hjálpar til að afferma kálmeti. Pað er einna lakast að finna sér bæli til að sofa. En eg þekki bæði húsagrunna og hús, sem ekki eru fullgerð. Maður verður bara að passt upp á þegar fer »að leiftra«, til þess að »skrubbarnir« nái ekki í mann.« »Hefurðu reynt að lifa svona fyrri? .. Hef- urðu gert það oft?« sagði Chretien og stóð á öndinni af geðshræringu. *Já, það hef eg gert.« »En hafa þeir þá ekki klóað þig? ... Farið heim með þig?...Og hvað svo?« »Hvað svo? ... Auðvitað hefur þá verið kyntur ofninn handa mér ... Pað er ekkert gam- an þar heima ... Altaf barinn ... Pabbi drekk- ur, og bölvuð merin, kerlingin hans hatar mig og lemur mig sí og æ með sóflinum sínum. Og svo stekk eg burt aftur, til þess að vera ekki altaf lariHin .. . Auðvitað ... það er svei mér beíra út> á götunni.« í sömu svifum sló klukkan sex einhverstað- ar í grendinni og Chretien hrökk saman. Fað- ir hans mundi koma fljótlega heim og verða fokvondur, ef maturinn yrði ekki til. Chretien sá í anda stóran hnefa reiddan til höggs. Hann fann mikla freistingu til þess að »koma ekki heim í kumbaldann« eins og strákurinn í stóru treyj. nui sagði, og lifa á moðum lukkunnar eins og hann, vera frjáls. En hann hafði ekki hug íil að fleygja sér út í þau æfintýri ein- samall. Hann var ennþá dálítið smeikur. Æ, ef hann Natóle, sem var svo djarfur, þótt illa væri hann til fara, hugrakkur og reyndur, hann Natóle, sem honum fanst hreinasta hetja —bara vildi lofa honum að slá í slagtogið með sér. »Heyrðu, segðu mér,« sagði Chretien, en dró það þó við sig og þorði tæpast að segja það, »hvar ætlarðu að vera i nótt?« »í kolaprammi rétt við Tournellebrúna ... Par er enginn næturvörður, og svo eru þar tjargaðir vardúkar, sem maður getur haft ofan á sér ... Pað er allra bezta svefnherbergi . . . Pað lakasta er að maður verður að vekja hrafn- ana á morgnana. Kolaverkmennirnir koma snemma á morgnana, og það er hálfhrollkalt á bryggjunni ... En hvern fjárann gerir það? Eg hristi af mér svefninn og stilli inn á torg- in, þangað til kálvagnarnir koma. Kolapramm- urinn verður ekki tæmdur fyr en eftir þrjá daga, og á meðan er eg eins viss um gisting- arstað eins og þó eg hefði götulykil og kert^- stjaka með tölu á í gistihúsi. Og það hátíð- Iegasta er nú það, að eg hef peninga fyrir mat í kvöld,« bætti Natóle við og hringlaði í nokkrum skildingum. Brauð og ost skal mað- ur hafa...Og ef þig langar tii að vera með í því með mér, svo er það velkomið. Eg þyk- ist geta reiknað mér til að þú hafir fengið nóg af snoppungunum heima og sért bráðólmur eftir að fara heldur með mér.« Chretien starði á hann alveg forviða. »Er það nú satt. . . Viltu lofa mér að vera með þér?« »Já, þó það væri nú.« Þegar Prosper Aubry kom heim úr vinn- unni, fann nann hreiðrið' tófnt. »Helvítis ormurinn,« tautaði hann á meðan hann var að búa út matinn handa sér, »þetta skaltu fá borgað, það máttu reiðn þig á.« Einn klukkutími leið. Tveir tímar. Enginn Chretien kom. »Hann um það þá .. Hann getur þá legið úti í nótt,« tautaði timburmaðurinn. Hann var kúgUppgefinn, fleygði sér upp í rúmið og sofnaði eins og steinn.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.