Nýjar kvöldvökur - 01.05.1915, Page 4

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1915, Page 4
100 NYJAR KVÖLDVÖKUR. þeir ekki framar. Kolaprammurinn var tæmdur, og þeir urðu fyrir þeirri raun að sjá dragseil lagða um gistingarstað sinn og hann dreginn burt. Lögreglan var alt í einu orðin skylduræk- in og hafði stranga gæzlu á öllu í nánd við gistihúsin. Rað var hart að sofa á börðu leir- gólfi í húsi, sem verið var að byggja, opnu fyrir öllum vindum. Enga peninga höfðu þeir. Ressir tveir holdvotu, vesaldarlegu flökkudreng- ir reyndu að biðja beininga framan við kaffi- húsin, en þjónarnir slógu til þeirra borðþerr- unum og flæmdu þá burtu. Peir sultu heilu hungri. »Hvað er nú þetta?« sagði Natóle, þegar Chretien fór að skæla; »ertu farinn að góla? Ertu nú orðinn leiður á Iffinu? Pví í ósköp- unum ertu þá að hanga á mér? Pér stendur alveg frítt fyrir að fara heim til föður þíns .. heim í heita matinn með snoppungunum.« En Chretien varkyr hjá honum. Bæði dauð- kveið hann fyrir því að standa augliti til aug- litis frammi fyrir föður sínum, og svo fanst honum það skylda sín að standa sig; hann væri minni maður ef hann gerði það ekki. Honum þótti vænt um vin sinn og vernd- ara, hann Natóle, hann var svo úrræðagóður að hafa eitthvað út til að lifa af; hann vildi ekki yfirgefa hann. Og þó fór að brydda á tilfinnanlegum kvíða hjá honum, þó barn væri að viti og reynslu, hann hafði þroskazt að mun að viti þessa daga; en hann kveið fyrir, þegar skorturinn færðist nær. Hann hafði andstygð á að biðja beininga, og þegar Natóle hafði einu- sinni út úr vandræðum stolið nokkrum fíkjum við opna kálsalabúð, hafði Chretien ekki getað að sér gert að segja með sneypu: »Heyrðu, þetta má maður ekki gera ... það er ekki rétt, það er að stela.« »Stela!« æpti vinur hans, »nú, þvf eturðu þær þá? Ja —stela, það er kálsalinn sem stelur, þegar hann ýtir undir með þumalfingrinum eða klessir af »tilviljun« ostbita neðan í metaskál- ina. Nei, komdu nú ekki méð þessar kenning- ar, kunningi, ef eg á ekki að verða reiður. Pað vantaði nú ekki annað en þú færir að þjófkenna mig, af því að eg hirði það, sem liggur á gólfinu og enginn hirðir urn. Pú ert svei mér strangur. Vildurðu heldur að eg léti okkur drepast úr sulti, þöngulhausinn þinn.« Og efasemdir drengsins sópuðust í burtu, því miðúr, svo mikið vald hafði félagi hans þegar fengið yfir honum. En þó fór nú þetta langa flakk að verða þeim óþægilegt, strákunum. Pað voru sífeldar rigningar. Natóle í stóru treyjunni og berhöfð- aður fór að verða þyngri upp á fótinn í foss- andi regninu, og skórnir hans Chretiens láku, svo hann dró fæturna á eftir sér. Pað var nú kominn sjöundi sólarhringurinn, sem þeir voru á flakkinu, veslingarnir. En — hvað er að tala um það. Ekkiskulum við vera að kenna í brjósti um þá. Natóle og Chretien eru tveir stórglæpamenn. Sækið þið lögin og sjáið svo! — Að sofa hvar sem nótt nemur, að ónáða menn, sem sitja og melta mat sinn, með því að biðja þá ölmusu, að hnupla ávöxtum fyrir fáa aura frá kaupmanni, sem er orðinn gamall og grár við að svíkja af kaupanautum sínum með rangri vog — það eru hryllileg ósköp. Par verða lögin að taka í taumana. Pað heitir flækingur, beiningar, þjófn- aður. Reyndar eru ýms misbrigði á þessu, sem vel skipað þjóðfélag á afarauðvelt með að gera greinarmun á. Landaleitamaður frá Norðurálfu hefur það að yfirvarpi að færa negrunum guðs orð, og tekur frá þeim fílabeinið og lætur þá fá buxnatölur í staðinn; hann færir sig upp á markið og verður seinast svo ósvífinn, að þeir drepa hann; en heimaland hans hefnir hans og gerir út stóran her, sem kostar afarfé, og her- mennirnir hrynja niður úr guludrepsótt og blóðsótt — en sá maður er ekki flækingur, hann er einn af hinum hugrökku vegryðjend- um menningarinnar. Alþingismaður, sem altaf hangir í dyrunum hjá stjórninni, til þess að herja út einhverja náðarveitingu handa sér og kunningjum sínum, til þess að þeir haldi um hann lofræður og styðji hann til kosninga — hann er enginn beiningamaður. Nei, eg held

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.