Nýjar kvöldvökur - 01.05.1915, Side 6
102
NYJAR KVÖLDVÖKUR.
og var að hryðja miklum uppgangi upp úr
sér, þegar þeir komu inn.
»Þér eruð víst skramhi skitinn núna, hr.
Hektor,« sagði leynilögreglan með lubbalegu,
viðbjóðslegu brosi; »eg þekki á það; maður
kemst seint í bólið á kvöldin og verður svo
að rífa úr pípunum á morgnana.«
»Já, það gengur nú svona,« svaraði mað-
urinn með burstahárið milli tveggja hóstakviða;
»eg áset mér á hverju kvöldi að taka ekki
nema lítið, einn kaffibolla með konjakki og tvö
— þrjú ölglös. En svo hittir maður kunningja
sína og situr svo kl. tólf með heilan blaða af
töflum fyrir framan sig — af því að hver mað-
ur finnur sig skyldan til að gefa einn hring.
Kurteisin, Martinot, kurteisin er það, sem steyp-
ir mönnunum í glötunina.«
Lögregludómarinn drekti þessum spekings-
Iega dómi í nýju hóstakasti og fór að spyrja
nýkomnu þorparana spjörunum úr.
Þeir margendurtóku þetta, sem hefur svo
oft verið endurtekið bæði áður og síðan: »Eg
var barinn svo mikið að eg flýði að heiman.«
Lögregludómarinn ypti öxlum vantrúarlega.
»í fangelsið með þá,« sagði hann við þjóninn;
»vagninn er til. Af stað með þá.«
Péssir smáflækingar voru svo fengnir í hend-
ur lögreglumanni ásamt bréfum nokkrum; svo
voru þeir hristir og skeknir eitthvað hálfa stund
í grautardallinum, unz þeir komu í fangelsis-
garðinn um það leyti sem vagnarnir hringinn
um kring úr öllum borgardeildum Parísar skila
úr sér úrþvætti því, sem þeir hafa safnað í
sig að nóttunni til.
Vagnarnir námu staðar framan við lágan
forsal, sem mjóar dyr lágu inn í; þeir voru
lokaðir beggja vegna, þangað til þeir spúðu
þar úr sér hinu viðbjóðslega innihaldi eins og
sorprenna: beiningamönnum, náttflækingum,
fyllisvínum og skækjum. Pað komu á víxl út
úr vögnunum farlama karlar í ræflum og tild-
urklæddar drósir; þar voru gamlar konur með
grátt hár og tállitaðar kinnar og fölir menn
með blóðugar neglur. Sumir ungir menn gengu
með Iiðað hár og líktust stúlkum. Nærfelt allir
reikuðu þeir á vaguriðinu og lögreglan varð
að styðja þá, sumir af þreytu og þorsta, sum-
ir af ölvímu og sumir af óreglulegu lífi. Lög-
reglan hafði tínt þá upp milli kl. eitt og fimm
um nóttina í næturknæpum og örgustu vistar-
verum, og suma úti við, á bekkjum eða í
gatnaræsum, þar sem þeir höfðu velt sér nið-
ur til þess að deyja, ef hægt væri, eða láta
renna af sér. Flest þetta fólk var viðbjóðslegt
að sjá, með sálarlausu augnaráði eða dýrsleg-
um andlitum, hvort sem það heldur voru aum-
ingjar eða fantar, útþvældir vesalingar eða sví-
virðilegir glæpamenn. Pað var aðeins ein und-
antekning: barnung stúlka, sem hafði verið
tekin við hálfbygt hús, sem hún var að lokka
fullan mann inn í; fimtán ára stúlka með lága
skó, lélegan pilsræfil og í nátttreyju, öll slett-
ótt af gatnafor. Hún hafði engilfagurt andlit
og var lífleg eins og rós.
Við fangelsisdyrnar stóðu tilsjónarinennirnir,
ruddalegir menn, vopnlausir í frökkum með
tinhnöppum; þeir tóku í handleggina á föng-
unum, svo að segja læstu í þá klónum og
drógu þá inn í forsalinn. Par skiftu þeir föng-
unum í hópa eftir skipun yfirmanns síns, sem
þeir kölluðu »herra«, manns í útslitnum frakka,
með úfið hár, rautt hár eins og villisvín undir
silfurlagðri húfu. Þeir fleygðu fyllisvínunum í
hendingskasti á bekk inst í salnum, þjófunum
í þjófahópinn og stúlkunum til stúlknanna. Yf-
irþjónninn, sem var kallaður hr. umsjónarmað-
ur, gekk í mesta annríki frá einum hópnum
til annars. Nætur-París hafði nú tæmt sorptrog
sitt og raðað sorpinu niður eins og druslari,
sem kemur heim og lætur bein, járnabrot og
druslur sitt á hvern stað.
Hávaðinn var ófær. Pótt umsjónarmaðurinn
væri altaf að öskra: »Þegið þið, fjandans ólæti
eru þetta!*, þá var svo mikið fótaspark og
suða, óp og óhljóð, að ekki heyrðist manns-
mál. Kvenfólkið lét verst og rak upp há hlátra-
sköll sín á milli. Gömul, full kerling í stórum
kálkerlingabúningi gargaði Ijóta vísu. Og rétt
hjá opinberu stúlkunum stóð forstöðukonan
fyrir St. Vincentssystrunum í bláuin fötum með