Nýjar kvöldvökur - 01.05.1915, Side 7
HVERJUM ER UM AÐ KENNA
103
hendurnar krosslagðar upp í ermunum og bif-
aðist ekki. Úti f horni stóðu fimm eð sex götu-
strákar, sem voru teknir fyrir flæking og góndu
þeir forviða á alla þessa óttalegu andstygð,
sem fram fór í kringnm þá.
Úti fyrir heyrðist altaf til vagna, sem lcomu
með nýja fanga, og þegar einhver kom inn,
sem var með afbrigðum hlægilegur eða við-
bjóðslegur, fór taut um allan hópinn. Rar á
nieðal kom inn bandóður hálfviti, sem fekk
flog; tóku hann fjórir efldir karlmenn og báru
hann burt og áttu nóg með. Honum var snar-
að inn í stoppaðan klefa. Svo kom hver af
öðrum, hver öðrum aumri og andstyggilegri.
En flestir voru nú samt skárri. Flest voru gatna-
stelpur, fáklæddar og hattlausar, kúskar í gauð-
ifnum fötum eftir síðustu áflogin, náfölir slæp-
ingar í vinnufötum með húfu, ilt augnaráð og
útliti eins og glæpamenn, sem staðnir eru að
verki, og stundum listamenn, sem ekki höfðu
getað náð fram, þoldu ekki sultinn, með beina-
grind af háum hatti á höfði og tætlur að svört-
tttn frakka hneptar að horuðum líkama.
Loksins hafði umsjónarmaðurinn — réttast
nefndur maðurinn með svínshöfuðið og silfur-
húfuna — komið skipulagi á alt ruslið. Chretien
°g Natóle hafði verið skotrað inn í einhvern
hlefa, með tveim öðrum samkynja borgurum,
°g það ekki sem mjúklegast; þar voru ekki
önnur húsgögn en borð og tveir bekkir; þar
var þeim færð tinskál með væinnu súpugutli,
sem hefði átt heima í hundahúsi eu ekki manna.
Tveim stundum síðar voru þeir leiddir fyr-
■r lögregluréttinn.
Lögreglurétturinn er góð og einföld stofn-
un í sjálfu sér. A hverjiim morgni eru börn
þau, er lögreglan tínir upp af götum Parísar,
leidd þar fram fyrir dómara, sem hefur það
sérslaka starf á hendi að yfirheyra þau. Pau
sem eru orðin fjórtán ára og álitin fær um að
hera ábyrgð verka sinna, eru svo send þaðan
hl þeirra dómstóla, sem við á. Hin eru leidd
fram gagnvart fjölskyldu sinri, ef hún er nokk-
Ur til, í viðurvist dómarans, og neyðist hann
þá oftlega til að beina áminningu til foreldr-
anna. Pessi flækingsbörn eru vanalega vanhirt
og illa með þau farið, stundum alveg yfirgefn-
ir aumingjar. Svo er barnið aftur fengið for-
eldrunum í hendur, nema þau þverneiti að taka
á móti því. Ef svo er, eða það á enga for-
eldra, er dómarinn skyldur til að senda það
á refsingarhús, og hafa það þar þangað til
það hefur náð fullveðja aldri.
Eg skal bæta því við, að dómarinn í lög-
regluréttinum annast starf sitt í mjúklátum og
föðurlegum anda. Til þess starfs eru valdir
hjartagóðir menn, einhver þessara vönduðu
lagamanna, sem veit vel hvaða ábyrgð á hon-
um hvílir, menn, sem ráðaneytið álítur heldur
gáfnalitla, þorir ekki að hleypa í nein pólitisk
flækjumál og hækka aldrei í tigninni. Maður-
urinn gerir það sem hann getur. En hvað get-
ur hann eiginlega gert? Annaðhvort verður
hann að senda barnaumingjann heim til for-
eldranna, sem nærfelt allir gefa honum hið
versta dæmi til fyrirmyndar — eða það er sent
í einhverja svokallaða uppeldisstofnun út í sveit
og á að sitja þar í mörg ár; það er einskonar
»tukthús« fyrir börn, og gerspillast þau þar
með öllu. Og það er fyrir eitthvert smáræði,
einhverja yfirsjón, sem það ber ekki ábyrgð á
sjálft, jafnvel ekki í augum sjálfs löggjafans. —
Eg veit það, að nú á seinni árum hafa
komið fram hjartagóðir menn, sem hafa reynt
að koma umbótum á þetta gamla ólag. Og
maður getur ekki dásamað og blessað þessa
velgerðarmenn barnanna eins og vert er. Peir
biðja um að fá í sínar hendur þessi siðaspiltu
börn, taka þau að sér, koma þeim fyrir hjá
góðu fólki, hafa auga á þeim, og hvetja þau
til þess sem gott er. En þegar þessi saga gerð-
ist, var slíkt varla til, og enn þann dag í dag
er það sjaldgæft og hefur náð langt oflítilli
útbreiðslu.
En lagastafurinn er að engu siður til, og
hann er óhæfa.
Ef drengur er orðinn fjórtán vetra, er hann
dæmdur sem fulltíða maður. Hann er úr því
undir hegningaráliti. Seinna, þegar hann er orð-
inn hermaður, er hann sendur í sakamanna-
liðið.í Algier. Hann er brennimerktur æfilangt.