Nýjar kvöldvökur - 01.05.1915, Síða 8

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1915, Síða 8
104 NYJARfKVÖLDV0KUR. Og ef hann er nú yngri en fjórtán vetra, er það ennþá verra. — Að hugsa sér svo hættu- Iegan glæpamann. Rá er hann gerður að hegn- ingarhúsfanga, þangað til hann er orðinn full- veðja. Þeð er eins og ekki verði komizt hjá þess- ari andstygð, eins og þjóðfélagið hrapaði sam- an eins og spilahús, ef það væri ekki. Petta getur verið. En eg bið menn að misvirða ekki við mig, þó að eg sé ekki hugfanginn af þjóð- félagsskipuninni eins og hún er yfirleitt hjá oss. Dómarinn, sem yfirheyrði Chretien, sýndist ekki vera neinn sérlegur stórlax. Alment álitið mundi mönnum hafa sýnzt hann lítill, ellileg- ur og vesaldarlegur, illa var hann klæddur og sat við hrörlegt mahóniviðarborð. En í raun- inni var hann hygginn maður og góður, og brjóstgæðin Ijómuðu út úr augulium hans djúpu. Rétt hjá honum, við annað borð Iítið, sat sá sem lægri var í tigninni, skrifarinn, og nagaði í gríð neglurnar á vinstri hendi sér, eins og þær væru einhver afbrigðasætindi. Lögregluþjónn leiddi Chretien fram — litla vesalings Chretien, í ræflum, skjálfandi af hræðslu og hikstandi af gráti. En dómarinn sá uudireins, að hann var ekki einn af þessum vanálegu flækingum, sem voru forhertir í löst- um frá blautu barnsbeini. Veslingar! Þeir eru brjóstumkennanlegir. Reyndar hafði dómarinn yfirheyrt Natóle rétt á undan og afhent hann síðan föður sínum, sífullum trésmið, sem var giftur í seinna sinn argasta skassi, sem hataði stjúpson sinn og barði hann eins og harðan fisk. Dómarinn vissi svo, að þessi vinur hafði gint Chretien með sér, og að það var í fyrsta sinn, sem hann hafði hlaupið að heiman. Hann friðaði drenginn, reyndi að hressa hann upp, fékk hann til að segja hina rauna- legu hversdagssögu sína, og hann fann að hann sagði satt. Hann sneri sér að réttarþjóninum og sagði: »Það hefur þó verið sent eftir föður hans? Er hann kominn?* »Já.« »Látið hann þá koma inn.« Chretien varð ókvæða af hræðslu, er hann heyrði föður sinn nefndan, og flúði út í horn. Dómarinn ypti öxlum og var hann þó slíku vanur. Prosper Aubry hafði verið sóttur í vinnu- stofuna, og kom hann inn í verkamannablússu og hleypti illilega brúnum. »Setjist þér niður,« sagði dómarinn; hérer sonur yðar, sem liefur hlaupið burt frá yður fyrir nokkrum dögum; eg tel víst þér hafið verið órólegur hans vegna og sagt til um hvarf hans á lögreglustöðinni í yðar bæjardeild. Eg verð að bæta því við, að fregnir þær, sem við höfum af yður eru góðar. En barnið segir þér séuð vanur að berja hann eins og fisk.« Timburmaðurinn leit heiftaraugum til Chretiens. »Ætl’ þér vilduð, nerra dómari, láta dreng- inn fara ögn út,« sagði hann. »Pað er dálít- ið, sem eg vildi tala um við yður einslega.* »Já, velkomið,« svaraði dómarinn. Hann lét réttarþjóninn fara út með Chretien. »Hvað vilduð þér svo segja?« »Eg vildi biðja yður, herra dómari,* sagði Prosper Aubry og tók blað af stimpluðum pappír upp úr vasa sínum, »að lesa þetta fæð- ingarvottorð: Chretien Forgeat, sonur Perrinettu Forgeat; faðirinn óþektur . . . Pessi strákur er því ekki mín eign. Hann er sonur kvenmanns, sem eg hefi haldið saman við, það er alt og sumt . . . Hún er dauð og eg hefi haldið strák- inn í gustukaskyni. Ætlið þér nú þar á ofan að fara álasa mér fyrir það, þó eg slái strák- inn snoppung, þegar þess þarf með?« »Foreldralaust barn. Og engum þykir vænt um hann!« tautaði dómarinn; það var auð- heyrt að dómarinn, að hann þekti vel til með slíkt víðar. »Pað má vel segja svo,« svaraði timbur- maðurinn hranalega. »Svo mikið get eg að minsta kosti sagt, að hvert sinn, sem eg sé þennan andstygðarorm, minnir hann mig á að stúlkan, sem eg lifði saman við hafi verið lausa- kind, og að eg hafi gert rangt í því að íþyngja mér með þessum strák, þegar hún var dauð,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.