Nýjar kvöldvökur - 01.05.1915, Síða 11

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1915, Síða 11
HATTPRÚÐA STÚLKAN. 107 Svo sagði Polly hikandi og vandræðaleg hað sem hún vissi um götulabb þeirra, íundi í matsöluhúsum og nokkur mót, sem hana grunaði að þau hetðu sett sér, bréfavið- skifti og þess háttar. Alt þetta var ekki eins alvarlegt og faðir stúlkurinn' hafði búizt við, svo það smáhýrnaði yfir karlinum, og honum lá við að brosa, þegar Polly endaði frásögu sína með þessum orðum: »Pér megið ekki, herra Shaw, vera vondur við Fanny, því hún er ekki nærri eins útsláttar- söm og gjálíf eins og Trix og sumar hinar stúlkurnar. Hún var ófáanleg til að fara í sleða- ferðina, enda þótt Frank legði fast að henni að gera það. Hún mun ávalt muna eftir aðvörun yðar, ef þér fyrirgefið henni í þetta sinn.« »Eg er nærri neyddur til þess, fyrst þú tek- ur svo ákveðið málstað hennar. En þú, Fanny, verður að muna eftir því. sem eg segi, þessi knnningsskapur við drengina verður að taka enda, en þú verður að hugsa um lærdóminn betur en verið hefur, annars verðurðu send til Kanada, þar sem þú færð strangari skóla en hér.« Meðan hann hélt þessa ræðu klappaði hanr. á kollinn á dóttur sinni, og hefur vafalaust bú- ist við að sjá einhver merki um iðrun hjá henni. En Fanny fanst hún vera móðguð með þessari áminningu og vildi eigi láta sjá á sér nein hrygðarmerki og sagði því afundin: »Pessari yfirheyrslu er nú líklega lokið, svo eg má fá blómvöndinn?« Honúm verður skilað aftur til þessa Franks, og hann fær um leið nokkrar línur frá mér, sem mun venja þennan óhappasæla flysjung af þvi að vera að 'senda þér eitt eða annað.« Síðan hringdi hann og sendi þjón sinn af stað með þennan óhappasæla blómvönd. Vék sér síðan að Polly og mælti: »Vertu góð fyrirmynd fyrir hina hugsunar- litlu dóttur mína, og reyndu að hafa bætandi áhrif á hana.« »Hvernig get eg það?« sagði Polly, sem ekki vissi hvernig hún gæti gert slíkt, þótt hún fegin vildi. »Reyndu til að fá hana til að líkjast þér sem mest. Ekkert mun gleðja mig meir. Svo megið þið fara; en eg vona þið látið mig ald- rei heyra eða sjá aðra eins heimsku og þá, að strákum haldist uppi að vera að senda hing- að blómvendi.* pær fóru þegjandi út, og herra Shaw mint- ist aldrei framar á þetta mál, eða heyrði um það talað. En Polly var ekki búin að bíta úr nálinni með þetta, því að Fanny snupraði hana svo mikið, að hún fór að hugsa um það í fullri alvöru, að taka saman föggur sínar og fara heim næstu daga. Hún var því hrygg í huga, en bar þó harm sinn f hljóði, þótt hanatæki sárt vanþakklæti og rangsleitni vinstúlku sinnar. »Tuma duldist ekki að snurða var komin á vinskap stúlknanna, og hann hafði komizt að því, hvað því olli og var hann ósammála syst- ur sinni í því máli, en það varð ekki til ann- ars en gera ilt verra, að hann fór að hefna fyrir Polly. Einn daginn kom hann inn á herbergi Fan- nyar, jiar sat Polly ein og var að lesa í bók, og reyndi með því að gleyma hörmum sínum. »Hvar er systir mín?« spurði hann. »Hún er niðri hjá gesturn,* svaraði Polly. »Pví ert þú þar eigi líka?« »Eg er ekki í neinum vinskap við Trix, og eg þekki heldur eigi hina skrautklæddu vin- stúlku hennar frá Nýju Jórvík.« Tumi fór að tala um að sér leiddist, og hann langaði eitthvað að skemta sér, helzt finna upp á einhverju hlægilegu, einhverjum mein- lausum glettum. Hann slangraði um í herberg- inu þar til hann staðnæmdist við búningsborð systur sinnar, sem dró til sín athygli hans, því að það var þéttskipað allskonar skarti. Stúlk- an hafði búið sig um í flýti og skilið eftir klæðn- að sinn allan í ruglingi á borðinu. Hver sið- samur drengur mundi ekki hafa rótað við þessu, nema þá til að færa það í betra lag, en Tuma var annað í huga. Hann grautaði þessu sainan enn meira en áður, og fór að bera þetta á sig. Hann hnýtti á sig hálsbönd, dró á sig skraut- 14*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.