Nýjar kvöldvökur - 01.05.1915, Page 12

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1915, Page 12
108 NYJAR KVÖLDV0KUR. lega glófa, bar á sig úrfestina, helti úr ilmvatns- glasinn í skítugan vasaklút, sem hann hafði og í föt sín, néri hárolíu í hausinn á sér o. s. frv. Svo snuðraði hann í borðskúfunum og graut- aði þar öllu til. Rar fann hann nokkra lausa hárlokka, sem Fanny hafði vandlega falið, og nældi þá á sig með hárnálum, sem hann einn- ig fann þar. Síðan batt hann bláu bandi um höfuðið og skoðaði sig í speglinum, 'og fanst honum þá vera komið á sig allmyndarlegt stúlkuhöfuð, svo sjálfsagt væri að halda áfram. Það var heldur ekki fyrirhafnarmikið, kjóllinn, sem systir hans hafði farið úr, lá þar hjá hon- um á stól, og hann var ekki lengi að snara sér í hann, og sauð þá í honum hláturinn, þegar honum fanst hann vera kominn í fullan kvenskrúða. Polly var svo sokkin ofan í bók- lesturinn, að hún tók ekki eftir því, sem dreng- urinn var að hafast að, enda var hann hulinn af rúmtjaldi, sem var á milli þeirra. Nýtt flau- elssjal, hattur, búi og væn sessa, sem hann tróð innan undir kjólinn, til að ná viðunanlegri digurð, fullkomnuðu kvenbúninginn svo hon- um líkaði vel, og í þessum skrúða tiplaði hann með tilgerð fram fyrir Polly. Hún fór fyrst að skellihlæja að þessu skrípi, en þegar hann kom með þá tillögu að fara þannig búinn ofan í stofu til systur sinnar og aðkomnu stúlknanna fór af henni hláturinn. »Nei, það máttu ómögulega, Fanny fyrir- gefur þér það aldrei, ef þú ferð að sýna lausa- hár hennar og annað skart á þennan hátt, það eru líka karlmenn niðri, og það mundi henni þykja verst af öllu, ef þú létir þá sjá þig eins og skrípamynd af henni,« sagði Polly alvarleg og óttaslegin. »Pá verða gletturnar því áhrifameiri og skemtilegri. Fanny befur ekki verið góð við þig og hún hefur ekki nema gott af því, að þú komir ofan með mér og kynnir mig fyrir gest- unum, sem góða vinstúlku þína. Komdu nú með mér, þetta getur orðið bezta skemtun.« »Eg fer ekki eitt fet, hvað svo sem ágeng- ur, en farðu nú úr þessum skrúða. Við getum gert okkur annað til gamans en að vera og láta eins og skrípi.« »Eg lít alt of vel út í þessum klæðnaði til þess að lofa ekki einhverjum að sjá mig og dást að mér, komdu bara með og muntu sanna, að allir munu talá um, að eg sé myndarstúlka, sem kunni að búa sig eftir nýustu tízku.« Drengurinn var svo skoplegur, þar sem hann stóð og var að reyna að temja sér tilgerðar- fettur og viprur, að Polly gat ekki varizt hlátri, þótt hún hins vegar væri ráðin í að koma i veg fyrir, að hann færi ofan til gestanna, og fór því fyrir dyrnar. »Farðu frá, fyrst þú vilt ekki koma með, fer eg einn,« sagði Tumi. »Nei, þú ferð hvergi.« »Hvernig hugsar þú þér að aftra því, ung- frú Ráðrík?« »Pannig,« sagði Polly og aflæsti hurðinni skyndilega og stakk lyklinum í vasann og kink- aði svo kolli ákveðin framan f Tuma. Drengurinu var skapmikill og það hafði ill áhrif á hann, þegar hann sá, að ráðin átti að taka af honum. Hann gleymdi nú alveg að hann var að leika stúlku, stökk því að Poliy með ofsa og mælti: »Hættu þessu glensi, eg læt ekki bjóða mér slfkt.« »Ef þú lofar því að hætta við að stríða Fanny, færðu að fara út.« »Eg lofa engu, fáðu mér bara lykilinn, ann- ars skaltu hafa verra af því.« »Heyrðu, Tumi, reyndu nú að ájta þig og verða ekki eins og villudýr. Eg ætla einungis að vernda þig frá óþægindum og illindum. Fanny yrði ákaflega reið, ef þú færir ofan í fötunum hennar svona afkáralegur; þú ættir því að fara úr þessum skrúða, og þá færðu þegar að fara út.« Tumi svaraði þessu engu en stökk að öðr- um dyrum, sem voru á herberginu, en þær voru líka læstar. Hann leit svo út um glugg- ann, en það var of hátt að stökkva út um hann. Þá sneri hann sér enn að Polly með ofsa: »Viltu ekki fá mér lykilinn?«

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.