Nýjar kvöldvökur - 01.05.1915, Blaðsíða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1915, Blaðsíða 20
116 NYJAR KVÖLDVÖKUR. ast lítil dropasteinssúla; hafði Indiana-Jói brot ið nibbuna af súlunni og ofan á stubbann hafði hann'látið íhvolfan kalkstein, til að safna í hann dropum þeim, er drupu þar niður úr berginu með löngu millibili, til að^kæla með þeim skrælþurra tunguna. Ennþá er steinn þessi hafðu til sýnis þeim er hellinn skoða, sem eitt af því allra markverðasta og kalla menn hann »Bikar Indiana-Jóa«, — jafnvel »A1- addínshöllin« er ekki eins tíðskoðuð. Indiana-Jói var grafinn í nánd við hellis- munnann. Mesti sægur af fólki var viðstaddur greftrun hans. Menn komu akandi eða siglandi af margra mílna svæði, því þeim þótti þetta ekki minni tíðindum sæta, en þó hann hefði verið hengdur. Ressi jarðarför gjörði þó bráðan enda á einu nytsemdarfyrirtæki, — það var sem sé bú- ið að semja bænarskrá til landsstjórans, um það að náða Indiana-Jóa! Pað var þegar kom- inn fjöldi af nöfnum undir skrána og nefnd var kosin, er í voru nokkrar sísnöktandi kvens- niftir. [Voru þær að klæðast sorgarbúningi og ganga svo amrandi kringum landstjórann og grátbiðja hann um að breyta eins og auðvirðu- legusta heigul og heimskingja og traðka skyld- ur sínar undir fótum sér. Það var nú orð- ið lýðum Ijóst, að kynblendingurinn hafði nú myrt fimm manneskjur í þorpinu. En hvað gjörði það til? Pví þó hann hefði verið sjálf- ur fjandinn með hornum og skotti, mundu samt sem áður hafa fundist þar fjölda margir andlegir vesalingar, er párað hefðu nafn sitt á náðunarskjal handa honum, já, verið þess al- búnir að láta á það drjupa fáeina dropa úr hinum vanskapaða og síelskandi táradalli sínum. Morguninn eftir greftrun Jóa læddust þeir Huck og Tumi afsíðis, til að ræða eitthvert mikilsvarðandi launungarmál. Huck var búinn að heyra alt um veru Tuma í hellinum, bæði hjá frú Douglas og Villiser gamla. En'þó var Tumi á því, að hann væri ekki leiddur enn í allan skilning. »Eg veit upp á hár hvað þú ætlar að segja mér, Tumi,« sagði Huck daufur í bragði. »Þú hefir farið inn í Númer 2 og fundið þar brenni- vín í gullsstað. Pað hefir enginn sagt mér þetta, en þó er mér grunur á, að þetta sé svo, þvf eg þóttist viss um að þú hefðir gefið mér einhverja vitneskju um það, hefðirðu fundið gullkassann. Það hefir altaf verið hugboð mitt að við yrðum þessara auðæfa aldrei aðnjót- andi, enda væri það æði ótrúlegt!« »Eg vissi ekkert um þetta brennivín fyr en mér var sagt það, þegar eg kom heim úr hell- inum, og eg hefi aldrei inn í krána komið né um hana talað við nokkurn mann. Manstu nú ekki lengur, að fyrstu nóttina, sem eg var vilt- ur í hellinum varst þú á verði og daginn eftir fanst brennivínið, og þá var eg allur í hellinum.5 »Jú, eg man það nú; það var einmitt sömu nóttina sem eg elti Jóa og þá upp á Cardiff- hæðina.« »Eltir þú þá?« »Já, en þú mátt engum segja það, því eg hefi heyrt að Jói eigi marga vini hér í þorp- inu, og eg gef ekki um að þeir séu að njósna um mig, því þeir eru þá manna vísastir til að gjöra mér einhvern fjandans óskunda. Ef eg hefði ekki elt þá, væru þeir, þrælarnir þeir arna, komnir til Texas, eða einhvern skrattann út í buskann, og frú Douglas væri þá líklega komin undir græna torfu fyrir góðri stundu,« og svo trúði Huck Tuma fyrir öllu eins og var. »En sá, sem hefir fundið brennivínið í kránni hefur auðvitað tekið gullkassann, það er alveg gefið,« hélt Huck áfram; »að minsta kosti sjá- um við þá peninga ekki framar!« »Pessir péningar hafa þar aldrei verið, skal eg segja þér,« sagði Tumi. »Ha — hvað seg- irðu?« hrópaði Huck og var mikið niðri fyrir. »Hefirðu kanske komist á snoðir um, hvar kass- inn er niðurkominn — ha?« »Já, reyndar! Hann er í hellinum!« »Er þetta áreiðanlega satt — eða ertu að leika á mig?« mælti Huck tortryggnislega. »Já, eins og við stöndum hérna, þá er það áreiðanlegur sannleikur! Viltu koma með og sækja kassann?* »Hvað heldurðu, drengur!

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.