Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Síða 1

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Síða 1
LIÁNÁ. Saga eftir E. Marfitt. Framh. Marskálkurinn hafði látið aka sér þangað líka — hann varð að koma gestunum í skiln- ,ng um, að hann væri ekki eins ósjálfbjarga eins og þeim hafði virzt fyrst, jafnvel þó hann yrði að taka út óþolandi kvalir með því. Hann stóð á fætur og skjögraði að stórri og fagurri vinviðartrjáröð, sem stóð meðfram girðingunni kringum indverska garðinn. Og honum hepn- a(5ist að ganga með sæmilega föstum skrefum °g liðlegum limaburði að kaffiborðinu, sem hertogafrúin var sezt við. Með uppgerðarbrosi fetti hann henni nokkur snemmþroskuð vínber, sem hann hafði skorið ^sjálfur — en brosið hvarf fijótt og hann sótroðnaði af skelfingu. sHringurinn minn,« hrópaði hann í ákafri geðs- hræringu, lagði frá sér körfuna með vínberj- Utlutn og horfði á vísifingurinn á hægri hönd Seri þvi þar hafði fyrir fám sekúndum glóð dýrindis smaragð. AHir stukku á fætur til að leita nema her- t°gafrúin. Hringurinn, sem ætíð hafði verið Svo fastur, að því er marskálkurinn sagði, þeg- ar hann var að barma sér, hafði runnið fram af fingrinum á honum, meðan liann var að skera vínberin, og fallið niður í vínviðarlaufið ~~ en hversu vandlega sem leitað var fanst hann ekki. *Eg skal láta þjónana leita undir minni eig- 'n umsjón seinna,« sagði Mainan, þegar hann 0ln aftur að borðinu — af tilliti til hirðsið- anna varð að stytta þennan hraparlega aukaþátt borðhaldið eftir fremsta megni. *Já, seinna, þegar hann er algerlega tapað- Ur ofan f einhvern frakkavasann,* sagði mar- shálkurinn með ískyggilegu glotti. — »Fjand- N. kv. X. 6. inn má trúa þessu þjónustufólki; það er altaf á rjátli meðfram þessari limagirðingu — vegur- inn liggur líka rétt meðfram henni. Þér verð- ið að fyrirgefa, þótt egtaki þetta nokkuð nærri mér,« sagði hann til að afsaka sig fyrir her- togafrúnni. »Hringurinn er mér sérstaklega dýr- mætt erfðafé, eftir Gilbert. Yðar hátign veit að okkur bræðrunum samdi ekki sem bezt, og eg hef átalið hann mjög fyrir siðferðisbrot hans, en — Drottinn minn góður, manni rennur þó altaf blóðið til skyldunnar. Mér hefur ætíð þótt vænt um hann, og því þyki mér mjög fyrir að missa hringinn . . . . « »Án þess hið geipilega verðmæti hringsins komi til greina,« bætti Mainan þurlega við. >Já, ójá, hver getur neitað því,« sagði mar- skálkurinn með uppgerðar ró. »Smaragðinn er dýr, og það sem grafið hefur verið á hann, er bæði fágætt og hreinasta listaverk. F*að er líka dálítið leyndarmál. Fast við skjaldmerkið sést dálítill óskír blettur, og lítur helzt út eins og svolítil ögn hafi sprungið þar úr steininum, en setji maður steininn undir stækkunargler, sést greinilega fallegt mannshöfuð. Sé því þrykt í vax eða lakk, álít eg það fult svo þýðingar- mikið og eiginhandarundirskrift.« »Við skulum nú drekka kaffið, og svo skal eg hjálpa til að leita. F*að verður að finna þennan einkennilega hring,« sagði hertogafrú- in góðlátlega. Frú Shön bauð kaffið við borðið. Alt í einu hringlaði i bollapörunum á bakkanum, sem húu bar á milli manna, eins og hún væri orð- in skjálfhent. Marskálkurinn leit upp forviða og horfði í sömu átt og hann sá að henni varð litið — Gabríei kom. eftir trjágönguuum. 16

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.