Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Blaðsíða 3

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Blaðsíða 3
LIANA 123 látið svo frjálslyndar skoðanir í Ijósi, lét sér hvergi bregða. Maðurinn hennar sat beint á móti henni, og lét teskeið vega salt á fingrnm ser. Hann var dálítið álútur, en hann hafði eigi augun af andliti konu sinnar, þar sem hún sneri ser að hertogafrúnni og var farin að roðna dá- htið. Við síðustu orðin varð henni eins og af hendingu litið til hliðar og á hann með svo 'sköldu augnaráði eins og hún þekti hann ekki. Hann sótroðnaði og fleygði teskeiðinni frá sér SV0 söng í. Hertogafrúin brosti kimileit. »Þa3 lítur út fyrir að þetta hafi dálítil áhrif a yður, barón Mainan?« sagði hún ísmeygilega. »Hvað álítið þér um þetta?« Varir hans kipruðust saman háðslega og hann sagði í skopi: »Þér vitið, náðuga frú, að konur, sem trúa a galdra og drauga, hafa tælandi áhrif á karl- •T'ennina. Vizkugyðjan hefur aftur á móti svip- uð áhrif og Alpajómfrúin, hún er ísköld við- komu — við snúum baki við henni.« Var þetta sama konan, sem brúðkaupsdag- lnn hafði þeyst náföl og vofuleg fram hjá vagni hrúðarinnar, og nú Ijómaði svo af sigurgleði, a<5 hún var næstum óviðjafnanlega fögur? »Og þér? Hafið þér engin vopn móti þess- Utu guðleysingja í kvenlíki?« spurði hún eins °S 1 gamni hirðprestinn, sem sat við hlið henn- ar> Hann hrökk við hertogafrúin; virtist kalla aha herskara til vopna móti þessari ungu konu, SSm var svo fífldjörf að halda fram sjálfstæðri skoðun. aVðar hátign minnist þess vonandi, að eg hef engar mætur á svona löguðum umræðun ''ð kaffiborðið. Við ættum að láta við þettí S|tja, og láta okkur nægja þá sannfæringu, ac ru Mainan hefur ekki viljað neita því, mec Pv' sem hún hefur sagt, að áhrif frá öðrurr eimi birtust stundum á yfirnáttúrlegan hátt mannlífinu.« Hann sagði þetta með kuldalegr r°. eins og sá sem rétt hefur til að áminn; °g aðvara skriftabarn sitt. Hann vildi aftur reyna að hjálpa ungu kon unni hún þurfti ekki annað en kinka koll 1 samþykkis, og kappræðunni hefði verið lok ið; en þá hefði hún líka logið ogtekið á móti hjáip prestsins, en hún vildi heldur afþakka hjálp hans, en að standa í þakklætisskuld við hann. »En eg neita því nú samt, að áhrif frá öðrum heimi birtist á yfirnáttúrlegan hátt í mann- lífinu. Eg trúi ekki á kraftaverk þau eða vitr- anir, sem kirkjan kennir um. Ef guð sendi þjóna sína hingað til okkar mannanna, þá hlytu þeir að hafa á sér einkenni hins andlega heims,« sagði hún dálítið skjálfrödduð. Það varð snögglega djúp og óviðfeldin þögn við borðið þegar frúin hafði sagt þetta. Hertogafrúin fagra hreyfði sig ekki framar en steingerfingur, en rendi augunum sýnilega óró- leg og óttaslegin ýmist til Mainans eða konu hans. Hann var rétt búinn að láta þá skoðun í ljósi með skýrum orðum, að hann hefði and- stygð á öllum konum, sem væru einráðar, hefðu sjálfstæðar skoðanir og stunduðu ransóknir á dularfullum viðfangsefnum. — En konan sem þar.na sat, var engin vísdómsgyðja, íklædd hertygjum sjálfsálitsins, heldur yndisleg stúlka, sem með áköfum hjartslætti og sífeldum litbrigð- um varði skoðanir sínar af hjartans sannfær- ingu með þýðri og hljómfagurri rödd. Her- togafrúin sá ekki framan í greifann, því hann sneri sér að nokkru leyti frá henni — en hann bar sig jafn kæruíeysislega og hann var vanur að gera þegar svona stóð á, svo vel hefði mátt ímynda sér að hann hugsaði á þessa leið: »Eg held hún megi rugla, það sem hún vill, það kemur mér ekki við.« »Pér eruð svo langt frá því að vera sann- kristin og sanntrúuð manneskja, náðuga frú, að eg get ekki á þessum tíma og þessum stað farið í neinar kappræður við yður, þrátt fyrir fullvissu mína um að bera sigur úr býtum í þeirri viðureign,« sagði prestur með sinni djúpu, fögru og einkennilegu rödd, og rauf með því þögnina. »En eg skal þó kannast við, að þér hafið að nokkru leyti rétt fyrir yður, ef við sleppum biblíunni, og minnist þess, sem eitt af stórskáldunum lætur eina af höfuðpersónum 16'

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.