Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Side 6
126
NYJAR KVÖLDVÖKUR.
og horfði á hann óttaslegin, því hún hafði ætíð
orðið skelkuð, er hún sá hann með þessum
svip. En var ekki réttast að láta skríða til skara
einmitt nú, og lofa honum að gera, hvað sem
hann vildi?
»Eg þykist vita hvers vegna þú vilt að eg
fari ekki fyrst um sinn héðan, og á þessari
þungbæru stundu er mér það mikil hugsvölun,
að þú viðurkennir þá einlægu ást, sem eg ber
til Leós,« sagði hún blíðlega, »Lofaðu mér að
hafa Leó með mér til Rúdisdorf, Mainan. Eg
skai sverja þér þess dýran eið, að eg skal verja
öllu lífi mínu fyrir hann, og gæta hans eins
og sjáaldurs auga míns. Eg veit að Magnús og
Úlrikka munu taka á móti honum með ánægju.
Pú getur ekki ímyndað þér, hve margt hann
getur lært af þessum göfuglyndu og gáfuðu
systkinum mínum . . . Pá getur þú óhræddur
farið hvert sem þig fýsir og verið árum saman
í burtu. — Lofaðu mér að hafa Leó með mér
Mainan!«
Húu rétti honum hendina biðjandi, en hann
hratt henni hranalega frá sér.
»Pað eru áreiðanlega til refsinornin! Mér finst
eg sjá þær hlæja allar, hverja einustu! Veiztu
hvernig þeim manni er innan brjósts, sem hef-
ur verið refsað miskunarlaust fyrir hégómagirni
sína, Júlíana? Eg skal segja þér það seinna, þeg-
ar tækifæri gefst, en ekki nú, ekki fyrri en....«
Unga konan gekk alt í einu þegjandi frá
honum; hann sneri baki að veiðimannahúsinu,
en þaðan kom hertogafrúin og hirðmær hennar.
Til enn meiri skapraunar fyrir Líönu hafði
hertogafrúin með arnaraugum sínum tekið eftir
hve hranalega Mainan hafði vísað hönd hennar
frá sér. Líana gekk þegar á móti konunum með
rósaroða í kinnum; henni sást ekki yfir illgirn-
islega glottið á andliti hirðmeyjarinnar og hún
varð því enn feimnari.
»Kæra frú Mainan, því einangrið þér yður
svona?« kallaði hertogafrúin með innilegum
hlýleik til ungu konunnar. Hún hélt á ávaxta-
körfu í hendinni. »Gerið svo vel, þetta skuluð
þér fá fyrir blómvöndinn — eg hef tínt þá sjálf,<
sagði hún og rétti Lfönu ávextina.
Hirðmærin horfði forviða á þetta, — hún
var ekki vön að sjá húsmóður sína þakka fyrir
sig með slíkum innileik — ef lil vill hefur hún
ekki enn vitað að tilfinningaríkar konur, sem
hafa unnið glæsilegan sigur, geta verið innilega
blíðar við þá sem þær hafa sigrað.
»Og nú verð eg aðeins að ávita yður fyrir
eitt, kæra unga frú, og það er fyrir það, að
þér virðist liafa forðast okkur hingað til. Eg
vonast eftir að sjá yður hið bráðasta á heimili
mínu,« bætti hún við einstaklega vingjarnleg.
»Yðar hátign verður að fyrirgefa, að eg
get ekki orðið við þeirri skipun. Mainan legg-
ur bráðum á stað í langferð og hann hefur
leyft mér að dvelja á meðan á Rúdisdorf,«
sagði hún ákveðin.
Nú var hún búin að segja það og það með
svo mikilli ró, sem henni var unt.
»Hvað er þetta, Mainan barón — á eg að
trúa þessu?« spurði hertogafrúin með svo mik-
illi áfergju og í því uppnáini, að hirðmærin
fékk ákafa hóstakviðu út úr yandræðum.
»Pví þá ekki það, yðar hátign,« svaraði
Mainan og ypti öxlum kæruleysislega. »Rúdis-
dorf stendur á mjög fögrum stað og er ágætt
heimkynni fyrir þá, sem helzt vilja sökkva sér
niður í sjálfa sig. — Varaðu þig, Júlíana, hann
rífur fallega kjólinn þinn. Pessi óþektarangi
er hreint eins ástfanginn í þér eins og barn,
hvað ætli verði um hann, kjánann þann arna,
Júlíana? — Leó vill hreint ekki missa hann.«
Mainan átti við Leonbergerhund Leós, sem að
líkindum hafði verið lokaður inn í veiðimanns-
húsinu en sloppið og flaðraði því himinlifandi
glaður upp um Júlíönu.
Líana beit sig í varirnar. Petta kaldranalega
gaman var svar hans upp á beiðni hennar.
Augnaráðið, sem fylgdi orðum hans, sá enginn
nema hirðmærin; hún sagði hertogafrúnni að
í því hefði legið megn viðbjóður, þegar það
hefði sem snöggvast leiftrað um »rauðhærðu
frúna«.
XV.
Á meðan þessu fór fram, reikuðu prinsarnir