Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Síða 8

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Síða 8
128 NYJAR KVÖLDVOKUR. anna í sömu átt, því hertogafrúin fór að senda honum tóninn fyrir trassaskapinn. Þau komu einmitt á þeirri stundu, sem hættan var mest, og meðvitundin um líf eða dauða á næsta augnabliki gerði konurnar nærri magnlausar af ótta. Drengirnir höfðu helt úr púðurhorninu á pálmafléttuna við indverska hús- ið og stungið logandi vaxkveik niður í púðrið — minsta hreifing eða svo Iítill andblær gat velt ljósinu. Leó stóð á milli prinsanna. Hann varð fyrst var við þá sem voru að koma. »Kyr, pabbi, — við ætlum að sprengja galdranornina í loft upp,« sagði hann í hálf- um hljóðum. Mainan var í einu stökki kominn inn í sól- byrgið og búinn að slökkva ljósið með því að grípa utan um það. Pegar hann sneri sér við aftur var hann náfölur, hertogafrúin hné í fang hirðmeyjarinnar og setti að henni krampakendan grát. Hún sagði f ströngum skipunarróm við kennarann: »Látið þér prinsana engan kvöld- mat fá f kvöld, og á morgun fá þeir ekki að ríða út, herra Werner.« Á meðan hafði Mainan gripið í öxl Leós og hristi hann ómjúklega. Lfana gekk til Leós, sem var farinn að gráta, og tók báðum höndum utan um hann. »Er þér alvara að refsa honum fyrir syndir fyrverandi barnfóstru sinnar?« spurði hún þýtt og alvarlega. »Eg álít jafnóréttlátt að refsa hon- um, eins og ef farið væri að refsa fólki, sem alið hefur verið upp við hjátrú og hleypidóma, fyrir að það het'ur unnið svipuð hryðjuverk.* Hún þerraði tárin af augum drengsins, sem hefði orðið blindur alla æfi, ef faðir hans hefði eigi orðið svo skjótur til. Alt í einu var hertogafrúin orðin náföl eins og í skóginum forðum, þegar hún hafði mætt Líönu og unga konan hafði orðið svo hrædd. Þessi tigna frú gleymdi alveg, að kennari barna hennar, hirðmærin óg maðurinn, sem hætti svo til að verða háðslegur á svip, stóðu fast hjá henni; hún sá aðeins ungu, brjóstgóðu konuna þrýsta drengnum upp að sér, og þessi dreng- ur, sem unga konan sýndi þessa móðurlegu blíðu, var sonur hans — hún fann að hún þoldi ekki að horfa á það. »Fyrirgefið, kæra frú, — en mér finst skoð- anir yðar svo einkennilegar, að þær geti hreint ekki átt við hér á kæra, gamla Schönwerth, fremur en setja ætti þrílitan fána þarna á turn- inn,« sagði hún með titrandi rödd. Virðið þér ekki meira þann heiður að bera hið göfuga ættarnafn Mainananna en svo, að þér . . . . « »Yðar hátign, það eru aðeins fáar vikur siðan eg bar ættarnafn Trachenberganna,* tók unga konan fram í fyrir henni með tígulegri ró, og lagði sérstaka áherzlu á hið gamla ættar- nafn sitt. »Eg er sannfærð um, að eg bíð eng- an skaða við það að bera mannúðlegar skoð- anir í brjósti, og því mega Mainanarnir vera óhræddir.* Hertogafrúin beit sig í varir'nar af gremju, og það sást á því, hvernig kjóllinn hennar hreifð- ist, að hún stappaði ákaft með fætinum í gólfið. Mainan hafði á meðan Líana var að tala, snúið sér undan, eins og hann vildi komast í burtu; nú leit hann um öxl sér og sagði um leið og hann krosslagði hendur á brjósti sér: »Eg er alveg saklaus, yðar hátign. Eg get alls ekki gert að því, þó yður hafi verið svar- að hér í »kæra, gamla Schönwerth. — Eg hélt líka að þetta væri saklaus og meinlaus dúfa. Pessi kona með blíðlega, sviplitla andlitið hef- ur ekki aðeins erft hið fornfræga nafn forfeðra sinna, hún hefur erft þeirra bitra sverð líka og ber það í munninum — eg er búin að fá nokkra hugmynd um það sverð líka.« Meðan þessu fór fram grétu prinsarnir í sí- fellu — hugstóri erfðaprinsinn vildi ekki missa af kvöldmatnum sínum, og bróðir hans grét af því hann átti ekki að fá að ríða út næsta dag. Nú heyrðist skrölta í ruggustól marskálksins. »1 guðs bænqm segið mér, hvaða ósköp það eru, sem ganga á! Er það satt að börnin hafi verið að ieika sér að púðri, eins og frú Shön segir?« kallaði marskálkurinn. ^Það var meira en leikur, frændi. — Það lá

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.