Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Síða 9
LJANA
129
v‘ð sjálft að lótusblómið yrði brent inni eins
°g galdranorn. Börnin ælluðu að sprengja hana
1 loft upp,c svaraði Mainan og brosti í kampinn.
‘Bara að það hefði orðið fyrir 16 árum
siðan.í nöldraði marskálkurinn og gaut auguu-
Um til indverska hússins. »En má eg spyrja,
bvar hafa börnin náð í púðrið? Hver hefur
fengið yður það, prins minn góður?« spurði
f>ann erfðaprinsinn, sem enn var að gráta.
^Þessi þarna,« svaraði erfðaprinsinn og benti
a skotmanninn, sem stóð eins og steingjörfing-
m með lotningarsvip aftan við ruggustólinn.
essi litli hugleysingi treysti sér ekki til að bera
ábyrgð verka sinna, en skelti skuldinni á annan.
»Já, en það er alls ekki satt,« hrópaði Leó
reiðulega — hann var svo hreinlyndur og sann-
s°gull, að hann þoldi ekki þessi ósannindi.
"Dammer fékk okkUr ekki púðrið, hann var bara
fjarska vondur við okkur og ætlaði að berja
mig. hann kallaði mig »ættarskömm,« og sagði
það væri ef til vill bezt að við spryngjum
allir upp.c
>,Hamingjan,c æpti marskálkurinn til skot-
mannsins og þaut upp, en hann hné þó aftur
%njandi niður í stólinn. sÞarna sérðu nú hvaða
av°xt mannúðarskoðanir þínar bera! þessum
Þrjótum er gefið að eta, og þéim bjargað frá
að verða hungurmorða; og ef svo ekki er alt
af staðið yfir þeim með hundasvipuna, þá sýna
Þeir af sér ósvífni, stela, þar sem þeir geta, og
a endanum getur maður ekki verið óhræddur
uni lif sitt fyrir þeim.«
»Sannfærið mig um, að eg hafi einhvern-
|lma stolið, náðugi herra,« sagði veiðimaður-
mn í óstjórnlegri geðshræringu, hann var orð-
'nn æðislegur til augnanna og sótrauður í fram-
an. »A eg að vera þjófur! Eg sem vinn þó
með samvizkusemi . . . . «
»Stillið yður, Dammer, og hafið yður á burt,«
Sagði Mainan og benti honum á skotmanns-
húsið.
sNei, náðugi herra, eg hef mitt mannorð
e'ns og þér, og mér er ef til vill annara um
Það en þessum höfðingjum, því það er það
ema. sem eg á. Þér hafið einu sinni slegið
mig með hundasvipunni,« sagði hann með á-
köfum andtogum og sneri sér að marskálknum.
»Eg stilti skapi mínu þá, því eg varð að vinna
fyrir föður mínum — en eg er ekki búinn að
gleyma því. Nú hef eg sagt það, nú fer ég frá
Schönwerth, en varið.yður, varið yður á mér!«
Hann greip sterklegu höndunum um ruggu-
stólinn, hristi hann svo brakaði í og hratt hon-
um svo frá sér svo hann rann langt inn á milli
runnanna.
Hirðmærin og börnin æptu, og hertogafrú-
in flúði í áttina til indverska hússins, en Main-
an reif upp staur, án þess að koma upp nokkru
orði fyrir bræði, og slöngvaði honum í áttina
til skotmannsins — í sama bili kvað við veikt
sársaukaóp.
»Berðu hann ekki, Mainan,« hrópaði Líana
rétt um leið og hægri handleggur hennar féll
máttvana niður með hliðinni — hún hafði hlaup-
ið á milli til þess að hamla því, að Mainan
framkvæmdi fyrirætlun sína, og varð svo fyrir
högginu; en skotmaðurinn vék sér liðlega und-
an og hvarf hlægjandi inn á milli trjánna.
Mainan stóð fyrst sem steini lostinn yfir því,
sem gerst hafði, svo kastaði hann ragnandi
staurnum langt í burt og ætlaði að gripa særða
handlegginn með báðum höndum, en hann
hörfaði ósjálfrátt aftur á bak undan hirðprest-
inum. Presturinn hefði ekki getað hlaupið með
meiri fjálgleik fyrir altarið til að verja það fyrir
ræningjum, en hann hljóp nú milli barónsins
og konu hans.
»Hvað er þetta, herra prestur, ætlið þér að
myrða mig?« spurði Mainan og stóð hreifing-
arlaus — hann horfði á manninn í svarta kjóln-
um með ísköldu augnaráði. Angistarfölvinn, sem
hafði komið á andlit hans í svip, var nú horf-
inn, og í stað hans var kominn nístandi hæðni
— þessi ískalda ró varð til að koma vitinu fyrir
prestinn. Hann færði sig fjær og lét handlegg-
ina síga.
»Petta var voðalegt högg,« sagði hann eins
og til að afsaka sig.
Mainan sneri baki við prestinum. Hann gekk
n