Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Side 14
134
NYJAR KVÓLDVOKUR.
»En sú prýði!« varð honum að orði.
»0, það eru bara dálítið máð litbrigði á
ættareinkenni Trachenberganna,« svaraði hún
með bitru brosi og ýtti um leið með vinstri
hendinni handlegg hans frá sér.
Honum hnykti við og hann roðnaði. Hann
fann það á hreimnum í orðum hennar, að hún
var að bafa eftir honum eitt af því sem hann
hafði sagt um hana af ónærgætni, og það var
auðséð að hann var að ígrunda hvar hún
hefði geíað heyrt þetta til hans.
»Eg kom með lækninn, Júlíana, má hann
koma inn?« sagði hann eftir stutta þögn.
»Eg vil helzt vera laus við það. Á Rúdis-
dorf vorum við ekki vön að sækja lækni, þó
eitthvað smávægilegt væri að, hann var alt of
langt burtu til þess og........« Hún stanzaði
alt í einu, til þess að þurfa ekki að játa, að
þau hefðu ekki haft efni á að hafa húslækni.
»Hreina íindarvatnið hefur gert það að verkum
sem með þarf,« bætti hún við.
»Hann skal heldur ekki gera þér ónæði
með því að skoða á þér handlegginn; mér til
mikillar ánægju sá eg, að þú getur þegar skrif-
að,« svaráði hann og leit til bréfsins, sem Lí-
ana var byrjuð á til Úlrikku. »Eg vil aðeins
koma í veg fyrir afleiðingarnar af þessari geðs-
hræringu .... eg sá þig rétt áðan titraeinsog
espilauf.«
Rað Ieit því út fyrir, að hann hefði lengi
staðið á bak við dyratjöldin og horft á hana....
Pví var hann alt í einu orðinn svona áhyggju-
fullur, og þó hafði hann, þegar slysið vildi til,
sýnt henni naprasta kulda og kæruleysi.
»Svo þetta er þá ástæðan?« sagði hún og
brosti veiklulega um leið og hún sneri sér að
honum. »Rað lítur út fyrir að þú sért búinn
að gleyma, að eg hef átt við alt önnur kjör
að búa í uppéldinu en flestir stéttarbræður
mínir — annars væri eg ekki systir Úlrikku eða
samverkakona Magnúsar. Eg bið þig enn að
láta læknirinn fara heim aftur — hann bíður
auðvitað þarna frammi?«
Hún bar hratt á síðustu orðin og lagði á-
herzlu á þau — hann gat ekki misskilið það,
að hún á þennan hátt vildi flýta fyrir «sjúkra-
vitjun® hans.
»Hann bíður ekki hér fyrir utan og þó svo
væri, yrði hann að hafa það — Þessi heiðurs-
maður er yfir í garðssalnum og dreypir á borg-
undarvíni,« svaraði hann kesknislega og gekk
lengra inn í herbergið um leið og hann litað-
ist um í því. »Sjáum til! Bláa stofan sem eg
hefi í hreinskilni talað ætíð haft svo mikla óbeit
á, er orðin furðu ánægjuleg.*
Hann leit inn um dyrnar á hliðarherberg-
inu, sem stóðu opnar.
»Hvar svo sem málarðu, Júlíana, eg sé hér
engar myndatrönur — ekki þó vænti eg í barna-
herberginu?«
»Nei, eg hefi látið útbúa klefann við hlið-
ina á svefnherberginu til þess.«
»Litlu þröngu kytruna, sem eftir því sem
mig minnir, er ekki einu sinni bjart í? Hvern-
ig gat þér komið annað eins í hug?«
»Eg held að þeir, sem geta skilið helgi-
dóma listarinnar séu gæddir fleiri tilfinningar-
taugum andlega en — þeim gengur illa að
draga andann í samúðarlausu og óvinveittu lofts-
lagi,« sagði hún og horfði fast framan í hann.
»Og draga sig því í hlé af gremju— það
er þó þveröfugt við þær skoðanir, sem eg hef
haft um ungar og óreyndar konur. En hvern-
ig heldurðu að það fari í vetur. Rað er eng-
inn ofn í herberginu.*
»í vetur,« endurtók unga konan bæði hrædd
og forviða — hún áttaði sig þó fljótt. »Núsvo
því er þannig varið — þú hefur víst ekki tek-
ið eftir því, að í garðssalnum á Rúdisdorf er
ágætur ofn, þrátt fyrir stóru glerhurðina er
enginn vandi að hita hann upp, og verði of-
kalt þar, höfum við Úlrikka fallegt og viðkunn-
anlegt herbergi á neðsta lofti, sem þú veizt
ekki um.«
»Er það mögulegt, að þú sért enn svona
rugluð,« sagði hann gremjulega og kom lítið
eitl við ennið á henni.
»Eg veit ekki hvað þú átt við með þessu,«
sagði hún kuldalega og færði sig fjær honum.
um leið og hún strauk um ennið, þar sem hann