Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Blaðsíða 15
LIANA
135
hafði snert það, eins og hún væri að þurka
einhver óhreinindi af því ... »En þú komst
sjálfur þessum hugarburði í samband við heim-
lör mína til Rúdisdorf — og er það ekki ósk
°g vilji okkar beggja?«
»Eg hélt að eg hefði strax í dag fullvissað
Þ'g um það gagnstæða,* sagði hann og ypti
öxlum með uppgerðar kæruleysi.
Hún vissi að í næsta skifti, sem hún and-
mælt honum, mundi hann funa upp, en hún
sagði samt stiliilega:
»Já í fyrstu, en seinna játaðir þú í áheyrn
hertogafrúarinnar, að það væri engu síður vilji
þinn.«
Hann rak upp svo æðislegan og bitran hlát-
Ur. að hún steinþagnaði.
»Já, eg get svo sem ósköp vel skilið, að
það hefði verið mikil fróun fyrir þína særðu
drambsemi og stórlæti, ef eg hefði svarað þinni
fljótfærnislegu játningu á þessa leið: »Pessi
^ona vill fyrir hvern mun losna við mig — en
eg knékrýp henni og bið hana að yfirgefa mig
ekki; hún fleygir öllu sem eg býð henni fyrir
fætur mér, og fer með glöðu geði heim í fá-
tæktina, bara til að hefna sín . . . Fagra frú,
slík orð í eyru þeirrar konu, sem í dag hlust-
aði með áfergju eftir hverju orði er þú sagðir,
hefði verið alt of óttaleg hefnd, þvílíkt leggur
euginn maður í sölurnar fyrir konu sína, jafn-
vel þó hann elski hana.«
Líana var orðin náföl af geðshræringu —
henni var þetta hin mesta skapraun; og hún
hefði alls ekki viljað hlusta á það, sem hann
sagði síðast, hann hafði sagt að hún vildi hefna
Slu á honum.
»Mainan, eg bið þig innilega að tala ekki
jafn óréttlátum orðum til mín,« tók hún fram í
fyrir honum. »Þú talar um hefnd. Eg hef aldrei
fundið til þeirrar ástríðu, og veit ekki enn í
hve mikið uppnám hún geturkomið mönnum.
Marskálkurinn hefur oft gert á hluta minn og
bað mikið, en eg hef sjálf sagt þér, að eg álít
hann sé ekki heilbrigður, og verst árásum hans
^eð köldu blóði eftir föngum . . . Og gagn-
vart þér? Hvernig ætti eg að vilja hefna mín
vegna mótgerða, sem drýgðar eru óviljandi og
eru því ekki mótgerðir í mínum augum? . . .
Hvorugt okkar getur því sært hitt að nokkru
ráði.«
Varaðu þig, Júlíana — hvert orð, sem þú
segir núna er hvast eins og hnífsoddur sem
stungið er, þar sem veikast er fyrir — þú hlýt-
ur að vita það sjálf, að þú ert sárreið.«
»Því neita eg fastlega,« sagði hún stillilega.
Eg er kjarklaus og finn til þeirra ranginda sem
eg hef verið beitt, en eg er ekki sárreið . . .
Eg var rétt áðan að skrifa Úlrikku urn þetta.«
»Ha ha, þar fæ eg einmitt ágætt tækifæri
til að afla mér upp!ýsinga,« greip hann fram í
og gekk hratt að borðinu.
»Þú gerir það ekki, Mainan,« sagði hún al-
varleg en varirnar skulfu, og tók um hand-
legginn sem hann hafði gripið eftir bréf;nu með.
»Jú, það ætla eg einmitt að gera,« sagði
hann og losaði handlegginn hranalega. »Líttu
i spegilinn, Júlíana, svona litarlausum vörum
hlýtur að fylgja ill samvizka . . . Eg ætla að
lesa bréfið fyrir þig.«
Hann gekk að glugganum og Ias með stork-
andi rödd:
»Eg kem í síðasta lagi að hálfum mánuði
liðnum til Rúdisdorf — og þá alfarinn, Úlrikka!
Þarna er eg þá búinn að setja þetta husnaróp
á pappírinn svo látlaust og kuldalega, — það
getur ekki gefið þér neina hugmynd um, hve
bjart er í hugskoti mínu, síðan eg komst að
því, að eg fengi að vera framvegis hjá ykkur
Magnúsi. Þú þarft ekki að halda að þessi skiln-
aður verði hávaðasamur, hann verður eins og
sjálfsögð afleiðing af því, að við munum aldrei
um alla eilífð eiga saman, því annað óttast alt
sem vekur umtal út á við, en hitt þolir ekki
að nokkurt stygðaryrði sé talað innan fjölskyld-
unnar, er raski heimilisfriðnum.. Auk þess fer
þessi skilnaður fram án þess nokkuð verði vart
við það; — heimurinn, sem er svo fýkinn í alt
þess háttar, mun ekki fá þar neitt til að gæða
sér á. Einhvern góðan veðurdag ver iur bar-
ónsfrú Mainan horfin úr Schönwerthhöllinni,
horfin án þess nokkuð beri á úr þeim sölum,