Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Side 17

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Side 17
LIANA 137 um að væru þolanlegir á éiginkonu en ekki á ástmey, féll í bylgjuin óhindrað niður um axlir og herðar og glitraði í allri sinni dýrð eins og lokkasafn Lóreeyar forðum, og úr »bláu vatnspoliunum* skein ósveigjanlegur stálvilji. Og svo var Mainan. Fyrir skömmu síðan hafði hann með spádómlegri andagift lýst bréfunum, sem hann mundi fá frá henni, þannig, að þau mundu verða eins og skólastelpu stílæfingar með smásmuglegum frásögnum um búskapinn. Nú var hann búinn að lesa bréf frá henni, og í>að uppnám, sem sýnilega átti sér stað innan við svipmikla, hrukkótta ennið hans, virtist ekki benda á, að bréfið hefði verið eitt af þeim, *sem ekki raska svefnró nokkurs manns.« XVIII. f*að hafði alt orðið svo þöguit eftir að unga ^onan hrópaði upp. Skyldi hún hafa farið út herberginu ? Mainan hrökk við við þá til- hugsun eins og hann hefði verið bitinn af högg- 0rmi. Hann gekk hratt en hljóðlega inn að ðyrunum og færði sig inn fyrir dyratjöldin. Unga konan hafði ekkert farið — hún studdi vmstri hendinni á gluggakistuna og sneri fagra andlitinu að honum, niðursokkin í hugsanir sín- ar! varirnar voru klemdar fast saman, og þeg- ar Mainan kom inn, hóf hún höfuðið hægt og seinlega og horfði djúpu bláu augunum á hann róleg og alvarleg. Þar var enga geðshræringu a^ sjá, hún átti ekki í neinu stríði við sjálfa sig. *Eg veit að eg fæ miklar áhyggjur út af ^-eo) eftir að hann verður fluttur í gamla her- bergið sitt,« sagði hann og leit kuldalega til hennar. Unga konan andvarpaði þunglega og sagði með tárvotum augum: »Þú þarft ekki að horfa á það, þú, sem æ*1ar burtu.« »Já, satt er það, eg ætla burtu, og í þetta skifti mun eg fleygja mér út í hringiðu lífsins með meiri áfergju en nokkru sinni áður, og hver getur láð mér það?« Hann gekk fram að dyrunum, en leit að nokkru leyti um öxl, áður en hann kom alveg fram að þeim og sagði: • Hefur þú nokkuð fleira að ~segja mér, Júlíana?* Hún hristi höfuðið neitandi, en þrýsti þó höndunum um leið að brjóstinu eins og hún vildi bæla niður einhverja ákifa þrá. »í dag erum við í síðasta skifti alein saman,« sagði hann. Hann hafði með skarpskygni sinni tekið eftir þessari hreyfingu hennar. Hún afréð í skyndi hvað gera skyldi, gekk hratt til hans og sagði: »Eg er rétt búinn að segja ýmislegt sær- andi við þig — án þess að vilja það; mig tekur það sárt, — og þó er eg enn ekki bú- inn . . . Þú hefur sjálfur hvatt mig til þess — viltu nú hlusta á mig?« Hann hneigði sig, staðnæmdist hreyfingar- laus við dyrnar og hélt hendinni á handfanginu. »Eg hef hvað eftir annað heyrt þig segja, að þú hefðir ekkert að gera hér heima næsta misseri. Mainan! Er það mögulegt um föður — það er sama í hvaða stöðu hann er, að hann hafi í raun og veru rétt til að rífa sig þannig lausan frá skyldum sínum; er uppeldi barna hans ekki nægilegt hlutverk fyrir hann? Og hefur þú athugað, í hverrs höndum þú skilur einkabarnið þitt eftir?« sPetta á víst að vera refsing fyrir, að eg hjálpaði þér ekki í dag, þegar þú varst að rök- ræða tilveru djöfulsins! En að nokkur skuli geta fengið af sér að eyða nokkrum orðum um aðra eins heimsku! Leó er líka andlega skyld- ur mér og mun losa sig við þá kjölfestu um leið og hann myndar sér sjálfstæðar skoðanir.« »það eru margir, sem hugsa svona letilega, og það er aðeins á þann hátt, sem hægt er að gera sér skiljanlegt, að gamla manninum í Róm líðst með slíkri frekju að birta aðrar eins staðleysur og hann gerir á okkar öld. Ertu nú alveg sannfærður um að Leó geti hrist af sér þessi andlegu snýkjudýr eins og þú? Eg bið þig umfram alla muni að láta hann ekki lenda í klónum á hirðprestinum.« 18

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.