Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Side 21

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Side 21
HÁTTPRUÐASTÚLKAN 141 koma sér fyrir, og reyndi eftir megni að efla glaðværð og ánægju á heimilinu. Samband hennar og Fannyar hafði breytzt, því nú var það Poliy sem var veitandi, en hin þiggjandi. Hinir nýju, breytfu lifnaðarhættir komu Fanny ókunnuglega fyrir, en Polly kannaðist þegar við hina sparsömu og eyðslulausu lifnaðarhætti, og hún gerði alt sem hún gat til að endurgjalda Shawsfólkinu alla þá greiðvikni, gjafir og gest- r>sni, sem hún hafði notið hjá. því. Hún vann eins og víkingur við flutninginn og að koma öHu fyrir, og varð rykug og sótug í því um- stangi, og hún sagði Tuma að það væri alt gamlar skuldir, sem sér bæri að borga, þegar hann hló að henni fyrir að koma kolsvört frá °fnhreinsun. ‘Þú ert handlagin og kant tök á öllu,« sagði Fanny einn daginn við Polly. »Komdu 'nn til mín tii skrafs og ráðagerðar. Svo er mal með vexti, að mér finst eg vera mjög fata- 'ítil til sumarsins. Eg hef engan tíma haft fyrir- farandi til að hugsa um þetta, en nú er þegar Lomið fram í miðjan mai, svo eg verð eitt- hvað að fara að hugsa um þetta jafafata- faus og eg er. Á vorin áður hefir það verið venjan að fara til frú Grady og skýra henni frá, hvers eg þarfnaðist. Svo hefur hún saum- aö handa mér sumarklæðin og pabbi svo borg- að reikninginn; en nú hef eg útvegað mér uPPlýsingu um, að það er afardýrt að vera hlædd á sumrum eins og eg hef verið.« »Já, það eru líka margar stúlkur, sem fá Ser föt miklu ódýrari en þú hefur gert,« sagði p°Hy hughreystandi. *Vera má að svo sé, en það er ekki ávalt fð srnekkvísin fylgi sparseminni. En hinsvegar ef eg ekki samvizku til að biðja pabba um Peninga eins og nú standa sakir. En eitthvað verð eg þó að fá utan á mig. Nú veit eg að . ert syo ráðagóð, að þú getur ráðið fram Ur_ þessu, og vísað mér leið til að geta fengið sæmiiegan klæðnað úr efni sem kostar sama sem ekkert.« »Eg verð fyrst að fá að sjá þetta efni, sem Pú segir að kosti sama sem ekki neitt, áður en eg fer að gefa þér ráð. Pú verður að koma með alla afganga sem þú hefur af fötum þínum og gamla kjóla og forkiæði, svo eg geti séð hvað hægt er að sníða upp úr því,« sagði Polly sem hafði mikla æfingu í því að sníða upp föt og búa til sama sem nýtt úr gömlu. Fanny tók fram alla sína fataafganga og gömlu fötin lítið slitnu og var þetta breitt út yfir rúmið hennar og borð og stóla í herberginu. »Það verður ánægjulegt að sníða upp úr þessu,« sagði Polly, »því fötin eru sama sem óslitin og efnið í þeim ágætt. Látum okkur nú sjá: Hér eru 5 hattar, vetrarhattinn tökum við frá og geymum til hausts, hinum spiettum við upp og saumum upp úr þeim einn ágæt- an sumarhatt, sem ætti að geta orðið veruleg fyrirmynd.« Svo fór hún að athuga kjólana og fann þá gráan kjól, sem hafði jafnáferðarfallega ranghverfu og rétthverfu. Hún sýndi Fanny hann og mælti glöð í bragði: »Hér hefur þú efni í nýjan skrúða, sem með lítilli viðbót má gera jafnglæsilegan og út nýju efni. Við sprett- um bara kjólnum upp og snúum honum.« »Eg hef aldrei á æfi minni klætt mig í snú- in föt, heldurðu að fólk veiti því ekki eftirtekt,« sagði Fanny efablandin. »Hvað gerir það, eins og það geti á nokk- urn hátt skaðað þig? Ekki einn af hundraði mundi taka eftir því, en fjöldinn einungis veita því eftirtekt, hvað kjóllinn er fallegur. Eg hef alla mína æfi að einhverju leyti verið í snúnum fötum, og það hefur hvorki komið mér út úr húsi hjá vinum mínum né spilt heilsu minni.« »Eg er eins og fyrri mesta flón, Polly, en eg vona að geta tekið mér fram. Við skulum bara snúa gráa kjólnum við, og eg mun bera hann án kinnroða.* »Hér áttu Ijómandi fallegan blárauðan silki- kjól, sem má gera sem nýjan með lítilli við- gerð,« sagði Polly, sem hélt áfram að skoða kjólana. »Pað þarf einungis að breyta sniðinu, og setja i hann nýtt framstykki og þrenga erm- arnar eftir því sem nú tíðkast, þá verður hann ágætur.« Pennan fallega samkvæmiskjól, sem allir eru

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.