Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Side 22
142
NYJAR KVÖLDVÓKUR.
svo hrifnir af, verður þú líklega að geyma í
skápnum til næsta árs,« sagði Polly þegar hún
kom auga á ljómandi fallegan kjól, sem bar af
öllum hinum, ogskein í öllum regnbogans litum.
»Já, nú mun eg ekki framar taka þátt í
samkvæmislífinu, svo eg þarfnast hans ekki fram-
ar. Pú mátt gera við hann hvað sem þér sýn-
ist,« sagði Fanny stillilega.
»Hefur þú aldrei selt þína uppgjafakjóla,
eins og sumar stúlkur gera?« spurði Polly.
»Nei, eg hef annaðhvort gefið þá eða látið
Maud fá þá, til þess að sauma úr þeim handa
brúðum sínum.«
»Mundi þér þykja mjög leiðinlegt að taka
tilboði, sem Bella vill gera þér?«
»Ef það er tilboð um að kaupa föt þau,
sem eg hef gengið í, held eg að eg taki því
ekki,« svaraði Fanny í gremjuróm.
»Pá ætla eg ekki að biðja þig um það,«
sagði Polly og hélt áfram að skoða fatnaðinn.
»Ef hún vildi kaupa dökkrauða kjólinn þarna,
þá mundi eg hafa látið hann fara,« sagði Maud,
sem að náttúrufari hafði meiri viðskiftahyggindi
en systir hennar.
»Er það hann, sem hún ágirnist,« sagði
Fanny, því forvitnin yfirbugaði stærilætið.
»Já, og hún spurði mig, hvort þér mundi
þykja það móðgandi, ef hún bæði þig að selja
sér hann, þar sem þú sæist nú aldrei í honum.
Pú ert sjálf ekkert hrifin af honum, og næsta
árverðurhann varla lengur með nýtízku sniði.«
»Hvað sýnist þér um þetta?« spurði Fanny.
»Eg er viss um að hún hefur ágirnd á kjól-
num, og að hún af vinsetnd við þig vill borga
hann vel, og fyrir verð hans mundir þú geta
komið þér upp laglegum sumarfatnaði. Pað
ýtti líka undir Bellu að biðja mig að ná í þenn-
an kjól, að Trix hafði sagt henni að hún ætl-
aði sér að ná í hann. Hún vissi að Trix ætl-
aði sér að ná horuim fyrir ekki neitt, og það
gramdist henni, því að hún vissi að kjóllinn
var mjög dýr og til þess að afbola Trix vill
hún bjóða þér það sama í hann og kjóllinn
kostaði nýr; svo sagði hún, að þú ættir það
skilið, að hún borgaði þér kjólinn vel.«
»Sagði hún það? Pá vil eg gefa henni
hann, og tek ekkert fyrir hann,« sagði Fanny,
sem roðnaði af gremju við Trix en þakklæti
við Bellu.
Hún tekur aldrei við kjólnum sem gjöf, en
láttu mig eiga við hana og þú skalt engar
grillur gera þér um þetta. Pú átt gott skilið af
Betlu, því þú hefur svo oft hjálpað upp á hana; ■
og nú ættir þú sízt af öllu að neita henni um
þá ánægju, að endurgjalda þér fyrir það að
einhverju leyti.«
»Ef hún tekur þetta frá þeirri hlið er öðru
máli að gegna. Áuðvitað kemur mér vel að fá
peninga, en þó kann eg illa við að fara að
selja af mér flíkurnar til að afia mér þeirra.«
»Kongar og drotningar selja gimsteina sína
þegar komið er í vandræði og þau hafa mist
ríki sín, og það þykir í alla staði eðliiegt, og
eg sé ekki að þér sé vandara um en þeim;
hér er heldur ekki að ræða um annað en lítils
háttar kaupskap milli vinstúlkna, og eg mundi
í þínum sporum ekki hika við að gera þetta.«
»Eg skal hugsa um þetta,« sagði Fanny, sem
var orðin ákveðin í því að fylgja ráðum Pollyar.
Systurnar og Polly héldu svo áfram að
skoða fatnaðinn, og Polly ráðlagði þeim að
geyma vel suma kjólana þar til síðar, að þær
kynnu að hafa þörf fyrir þá. Hún sagði þeim
að svona hefði móðir sín haft það. Henni
hefði oít verið send brúkuð föt af efnuðu vin-
fó)ki hennar, og þá hefði hún ávalt látið börn-
in fá sum þeirra þegar til notkunar, sum hefðu
verið sniðin upp eða snúið, en sum geymd til
síðari tímans. Svo fór Polly að segja þeim ýms-
ar sögur heiman að frá sér til að skemta systr-
unum. Maud var einkum hrifin af sveitalýsing-
unum og mælti í gáska:
»Pið þurfið ekki að taka frá neinn silkikjól-
inn handa mér, því eg ætla mér aldrei að verða
nein tilhaldsrófa. Pegar eg er orðin stór ætla
eg að giftast einhverjum sveitamanni og búa
til smjör og ost, eiga tíu börn, margar kýr og
nokkur svfn.«
»Jú, eg gæti trúað því, að það væri við