Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Qupperneq 25

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Qupperneq 25
KONUTRÁUST 145 »En, elsku barnið mitt,* sagði faðir hennar og stundi við; hún hafði togað hann upp af haegindastólnum og var hann seztur í annan stól þar hjá. »Ertu nú alveg viss um það? Við erum nokkrum sinnum búin að heyra að þeir kæmu, og það hefur þó aldrei orðið af því.c »Já, eg er fyllilega sannfærð um það. Á því er enginn efi,c svaraði hún og benti um leið á flaggstöng framan við húsið. »Áður en dagurinn er á enda, skaltu sjá enska sambands- flaggið blakta við toppinn á þessari stöng, svo áreiðanlega sem eg heiti Maggy.* Hann virti hana fyrir sér dálítið efabland- inn, og hann tók eftir því, að á meðan hún talaði, leit hún ávalt undan. »Hver hefur sagt þér alt þetta, Maggy?« spurði hann tortrygginu. »Hver — hver hefur sagt mér það, pabbi?« stamaði hún. »Já, var það — var það — ?« »}á, það var.« »Var það Alf Watson?* »Já.« •Pað þykir mér mjög leitt að heyra,* sagði hann alvarlegur, »eg áleit að þú hefðir skilið, að mér er lítið gefið um kunningsskap ykkar Alf Watsons.« »En hvers vegna, pabbi?« *Já, eg hef heyrt nokkuð kynlegan orðróm hann. Eg vil ekki segja þér hvað það er, tyr en eg hef fengið vissu fyrir hvort það er sait eða ekki. En eitt vil eg segja þér: ef þessi orðrómur hefur við sannleika að styðjast, þá v>ldi eg heldur sjá þig fara ofan í gröfina, en sem konu Alf Watsons.« Þessi stórvaxni góðlegi maður var sjaldan vanur að vera jafnharðlegur á svipinn eða mæla svo alvarlega sem nú, og eitt augnablik varð Maggy óttaslegin og þagði. »Jaíja, hvað svo sem þú hefur heyrt, pabbi, Þá get eg fullvissað þig um, að það er ekki satt,« sagði hún að lokum. Honum gramdist við sjálfan sig að geta ekki varist brosi. »Eg hygg að þótt þú sæir hann stela hesti, falsa víxil eða tæma vasa náungans, þá mundir þú ekki kannast við að hann væri sekiír.* »Hann gæti aldrei gert sig sekan í nokkru þvílíku,« sagði Maggy með gremju, »svo það mundi þannig vera ómögulegt fyrir mig að sjá hann gera það.« Aftur reyndi hann að verjast brosi, þegar hann fann þetta ágæta sýnishorn af kvenlegri rökfræði. »Já, já,« sagði hann ofurrólega, »við skul- um í þetta sinn ekki ræða þetta mál frekar. En gleymdu því ekki, að eg mun verða alvar- lega óánægður ef þú talar við Alf Watson, áð- ur en eg hef gefið leyfi mitt þar til. Eg hef starfi að sinna, og má ekki vera hérna allan daginn. Legg engan trúnað á að hersveitirnar komi. En sjáirðu eitthvað til þeirra, þá geturðu gert mér aðvart.c Maggy hafði hlustað á orð hans með sið- samlegri alvöru, en þegar hann stóð upp og gekk burt, skutust dálitlir spékoppar fram í kinn- arnar á henni, og glampi sem lýsti undirhyggju skein í augum hennar. Hún hafði bjargfasta trú á hæfileika sfna í þá átt að geta fengið vilja sínum framgengt, og að laglega slegnir gullhamrar mundu eyða ógeði því, er faðir hennar hafði á Alf Watson. Ress vegna var hún glaðari í geði, þegar hún fór aftur að lit- ast um eftir hermönnunum, én svo leið ein klukkustund — og önnur, áður en þeir kæmu í ljós. Loks lét hún fallast niður á slól með bók í hendi kvíðandi því að Alf Watson hefði mis- sýnst, eða þeir að minsta kosti ekki verið á þessari leið. Skyndilega spratt hún á fætur, gerði sér alt far um að hlusta sem bezt, og hljóp síðan inn í húsið. »Pabbi!« kallaði hún. »Flýttu þér, flýttu þér! Þeir koma, eg heyrði þá áreiðanlega koma.« Faðir hennar hraðaði sér út, og þegar hann gat hvorki heyrt né séð neitt, leit hann á- sakandi til hennar. Hann gat ekki fundið neitt sem gaf tilefni til þessa uppþots. »En barn — « byrjaði hann. »Þei, þei! hlustaðu!« greip hún fram í og lyfti hendinni. 19

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.