Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Qupperneq 27
KONUTRAUST
147
»Eg er yður alveg samdóma, ungfrú Max-
well. Jackson, komdu með piltinn hingað áður
en við lokum hann inni yfir nóttina. Já, eg er
sannfærður um að hann hefur unnið til að fá
skot í höfuðið, og eg vona að það verði hlut-
skifti hans.*
»Rað er alt of góður dauðdagi fyrir hann,«
sagði Maxwell harðneskjulega. »Hermaðurinn er
skotinn, en þetta er glæpamaður af verstu tegund.«
»Já, það er hann,« sagði Maggy æst, »Mað-
ur» sem er svo slæmur að skirrast ekki við að
svíkja landa sína á þessum tímum, hann verð-
skuldaði að verða — «
Hér nam hún skyndilega staðar og starði
fram fyrir sig náföJ, með starandi augu af ótta
°g skelfingu. Pað var komið með fangann
að svölunum. Tveir hermenn með hárbeitta
byssustingi gættu hans, og stóðu nú framund-
an henni. — —
Eitt andartak sat hún sem steini lostin, gat
ekkert mælt, ekkert hreyft sig. Svo stóð hún
hsgt á fætur.
»Þetta hlýtur að vera einhver misgáningur,
kafteinn,« sagði hún lafmóð. »Hann er góður
kunningi okkar. Það er allskostar ómögulegt
að hann — að hann hafi gert sig sekan í—«
Faðir hennar lagði hönd á öxl hennar og
ýtti henni með hægð til hliðar.
»Þei, Maggy,« sagði hann ekki óvingjarn-
'ega, en með sérkennilegan svip á andlitinu.
’Málefnið er ekki fyrir börn að blanda sér í;
það er öldungis víst, að fyrir eina tíð var mað-
urinn í vináttu við okkur, herra kafteiun, en
Það var áður en eg fékk nokkurn grun um að
hann var — það sem hann hefur sýnt sig að
Vera. Eftir því sem eg hef heyrt, trúi egekki
einasta að það geti átt sér stað, að hann sé
sekur, heldur er eg næstum því sannfærður um
að hann er það.«
»Áður en langt um lfður, vona eg að geta
sannað, hve hræðilega yður skjátlast í dómum
yðar um mig, herra Maxwell,« sagði Alf stilli-
'ega, en titrandi af reiði og smán. »Eg hugsa
að einhverntíma munið þér iðrast beisklega
0rðanna er þér létuð áðan falla í minn garð.*
Hann leit bænaraugum á kafteininn, er strax
gaf skipun um að færa hann á burt. Eftir að
hann var farinn, fanst Maggy þögnin óbærileg.
Hún sat og reyndi að vinna bug á geðshrær-
ingum sínum. Hana langaði til að fara til föð-
ur síns og kafteinsins, og sárbiðja þá að trúa
ekki á sekt hans, trúa heldur staðhæfingum sín-
um um, að Alf gæti ekki verið sekur. En henni
fanst sem hún gæti ekki varist gráti, þegar hún
færi að tala. Svo hljóp hún upp á herbergið
sitt og gaf sig örvæntingunni á vald. Þessi varð
þá hinn hryggilegi endir á degi þeim, er hún
hafði hlakkað svo mikið til: Alf grunaður um
föðurlandssvik, og tekinn til fanga af sömu her-
mönnunum, er hún um langan tíma hafði þráð
að sjá.
Og hvað mundi nú vérða? Jafnvel þó Alf
væri saklaus — og um það var hún ekki eitt
augnablik í vafa um — mundi hann þá vera
þess um megnugur að sanna sakleysi sitt. Og
ef hann ekki gæti það, hvað þá?
Honum mundi verða stefnt fyrir herrétt, og
þeir lygarar, er þegar voru búnir að bera út
orðróminn um hann — að líkindum til að dylja
eigin sekt sína — myndu vafalaust bera vitni
gegn honum. í örvílnan sinni sá hún enga
leið sem hjálpað gæti. Hann mundi verða sak-
feldur cg skotinn.
Við þessa óttalegu hugsun hrökk hún sam-
an. Hvers vegna sat hún hér aðgerðalaus, eyð-
andi þessum dýrmæta tíma, ef hún, ef til vill,
gæti frelsað hann? Það voru aðeins ein úrræði:
Hún varð að hjálpa honum til að flýja, svo
hann gæti útvegað sannanir fyrir sakleysi sínu.
Til dyranna gekk hún hratt og óhikað, en þar
nam hún staðar. Hvernig átti hún að haga
sér? Hvernig var henni mögulegt að fram-
kvænia þetta hættuspil?
Hún gekk að glugganum; þaðan gat hún
séð afskekta skúrinn, er Alf var fangi í. í rökkr-
inu, sem var að færast yfir, sá hún votta fyrir
Iíkamsmynd varðmannsins, þar sem hann gekk
aftur og fram fyrir framan skúrdyrnar. Hún
starði örvæntingarfull á hann. Var hugsanlegt
19