Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Qupperneq 30

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Qupperneq 30
150 NYJAR KVÖLDVOKUR. mögulegt er gera tír þessari missætt, og þar eð lítur út fyrir, að hið óijósa hugboð mitt ætli ekki að rætast, þá getur vel verið, að þér fá- ið ekki meira að heyra af þeirri sögu. Eg bið yður að skila til ungfrú Maxwell, að-----« Hér nam hann staðar af dunandi byssuskot- um. Alt í kring sló birtu á runna og tré af logandi eldtunguni. »Guð hjálpi okkur, þeir eru komnirl® hróp- aði hann. »Peíta var einmitt það, sem eg bjóst við. Óþokkinn hefur svikið okkur.« Hann stökk til hermannanna. Meðan að Maxwell stóð og horfði á eftir honum, fann hann að hönd var lögð á handlegg sér. Pað var Maggy. »Pabbi,« sagði hún, Hvers vegna eru þeir að skjóta? Hvað þýðir það?« »Hvað það þýðir?« svaraði hann. »Það þýðir, að Alf Watson hefur einmitt gert það, er kafteinninn áleit að hann mundi gera — þeyst til Búanna og látaið þá vita, að hér væru fáeinir menn, er þeir gætu látið í vasa sina — það þýðir það!« »Ónei, nei, segðu það ekki, pabbi,« sagði hún með ekka. »Eg dey af sorg. Eg get ekki trúað því.« »Það stoðar lítið, hvort þú trúir því eða ekki,« svaraði hann harðneskjulega. »En það er sannleikur, Þú hefðir átt að sauma hvítt flagg í staðinn fyrir sambandsflaggið. Við þurfum fremur á því að halda.« »Geta hermennirnir ekki hrakið þá burt?« spurði hún óttaslegin. »Þeir munu gera alt það sem hraustir menn geta gert,« sagði hann þungbúinn á svip. »En hvað gagnar það, þegar óvinirnir eru 10 um einn. Auk þess munu skotfærin gersamlega þrotin í dögun, ef skothríðin heldur þannig áfram. Ef þeim í ensku herbúðunum væri kunnugt um, hvað hér fer fram, þá gætu þeir ef til vill komið til hjálpar í tæka tíð, ef brugðið væri strax við. En engin líkindi eru til að þeir fái neitt um þetta að vita fyr en alt er um seinan.* »Hvers vegna er ekki einhver sendur af stað til að gera þeim aðvart?« spurði Maggy. »Hvers vegna,« svaraði faðir hennar önug- ur. »Af því að Búar eru hér alt í kring á varð- bergi, og engin lifandi vera gæti komist fram hjá þeim. Fyrir hálfri klukkustund hefði það verið mögulegt, nú er það of seint.« »Er þá ekkert hægt að gera?« sagði Maggy í örvæntingu. »Getum við ekkert gert?« »Eg er hræddur um að þú og eg getum ekkert gert — nema aðeins eitt,« svaraði faðir hennar hryggur í huga, og benti á tvo menn, er hægt og hægt nálguðust húsið. Þegar þeir voru komnir framhjá trjáskuggunum, féll tungls- ljósið á óhreyfanlega mannsmynd, er þeir báru á milli sín, og skein á náfölt andlitið. »Við getum kannske gert eitthvað til að hjálpa þeim særðu.« Síðan voru særðir hermenn stöðugt fluttir inn í húsið, og Maggy og faðir hennar voru önnum kafin við að lina þjáningar þeirra. Skot- hríðin varaði alla nóttina, og undir dögun nálg- uðust Búar æ meir, auðsjáanlega í þeim til- gangi að gera áhlaup á stöðvar Englendinga, þegar skotfæri þeirra væru þrotin. Það var tek- ið á móti þeim með öruggu hugrekki, og hvað eftir annað voru þeir reknir af höndum með byssustingjum. En jietta aðdáanlega hugrekki hafði þó ekkert að segja móti slíku ofurefli. Hermennirnir urðu viti sínu fjær af ofsa og smán, þegar óðum minkuðu skotfærin og óvin- irnir sóttu fram. Þeir sáu hver endir mundi á þessu verða. Rétt þegar dagur var runninn, varð hlé á skothríðinni. Liðsforingjarnir komu saman hjá húsinu til að ráðfæra sig saman. Alt voru það hraustir menn, er mundu hafa barist til hins síðasta blóðdropa. En nú þótti þeim óverjandi að fórnfæra þannig lífi hermanna sinna í þess- um vonlausa bardaga. Og þegar kafteinninn hafði lokið ræðu sinni, heyrðíst hann andvarpa. »Nú er þegar kominn dagur, og ef enginn liðsauki er sjáanlegur, þá hygg eg að við verð- um að gefast upp.«

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.