Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Page 33

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Page 33
HEITIÐ 153 dögum eftir að þær bera við i Lundúnum. Til dæmis kemur ekki morgunblaðið fyr en um nón,« bætti eg við dauflega. Hann kýmdi einkennilega. Mér virtist eg helzt geta lesið úr svip hans spurningu til mín nm það, hvað mér kæmi eiginlega við, hvort Morgunblaðið kæmi fyr eða síðar. »Morgunblaðið og Temple Parks virðast mér ekki koma sveitinni við,« svaraði hann. »Það er náttúrufegurðin sem heillar mann hérna UPP í sveitinni. Menn geta varla annað en staðið hrifnir í sömu sporum og dázt að útsýninu tímum saman, án þess að detta borgarlífið í hug.« »Ó, þér þekkið ekki sveitina,« sagði eg í gremjuróm. »Ef þér ættuð að búa til langframa UPP í sveit, mynduð þér deyja úr leiðindum •nnan mánaðar.« »Deyja úr Ieiðindum?« tók hann upp eftir Wér hvatskeytlega. »Eigið þér við, að þér séu strax farnar að fá leiðindaköst á yðar aldri, þeg- ar ný brúða ætti að vera nóg skemtun fyrir yður?« Eg fokreiddist, þótt eg léti lítið bera á því, °g varð að láta duga að senda honum reiði- 'egt augnatillit, með því að Ðolly og hinir gestirnir komu inn. Eg hét því að láta hann komast að því áður en lyki, að eg væri ekkert barn, og þegar sezt Var að borðum, kom eg þvf til Ieiðar að hann Var Iátinn sitja hægra megin við mig. Eg réði roestmegnis samræðunum og talaði um daginn °g veginn, mintist á hernaðarástandið í Suður- Afríku, lagði með og móti skoðunum guðspek- 'nga og lagði að endingu dóm á flestar nýút- komnar bækur. Fyrst framan af lét hann Iítið yfir sönnun- Utn mínum og málsnild og varla meira en hiirteisisreglur útheimta, en smámsaman tók hann a<3 veita mér eftirtekt og spyrja mig og koma með mótbárur, sem leiddi til þess, að eg gat hetur komið við þekkingu minni og hæfileikum en eg hafði búizt við sjálf. Að loknum miðdegisverði gat eg hrósað Stgri yfir því, að þessi mikli maður hafði veitt mer svo mikia eftirtekt, sem framast varð ákosið. Dolly dáðist að mér. »Þú sýndir honum hver þú ert, Cicely,« sagði hún í aðdáunarróm. »Hann beinlínist dáðist að hæfileikum þínum. Sástu ekki hvernig hann slarði á þig?« bætti hún við í öfundartón. Eg sá fátt af gestunum það sem eftir var kvöldsins. Pabbi fór með gestunum inn í knattborðs- salinn, en eg og Dolly fórum til herbergja okk- ar. Með því að hurðin stóð í hálfa gátt, heyrð- um við óminn af skrafi gestanna upp til okkar. »Við skulum fara yfir í myndasalinn, hver veit nema við heyrum þá, hvað þeir segja,« sagði Dolly. »Þeir sjá okkur ekki, við skulum gægjast fram af svölunum,« hvíslaði eg, og svo lædd- umst við fram á veggsvalirnar og gægðumst yfir riðið. Tveir menn stóðu rétt niður undan. Það var Carruthers og Graham, bróðir Wintons Iá- varðar. Þeir höfðu auðsjáanlega gengið út í garðinn í tunglsljósinu sér til skemtunar, því að framdyrnar stóðu opnar. »Er hann ekki snotur?« sagði Dolly í hálf- um hljóðum. Eg hastaði á hana í snatri og sagði henni að þegja. »Og þér eruð búinn að hleypa nýrri bók af stokkunum?« spurði Mr. Graham. • Mr. Carruthers kinkaði kolli. »Að vísu er eg búinn með bókina, en mér Ifkar hún ekki. Mig vantar söguhetju, sem hæfir kringumstæðunum. Það er kvenpersóna, sem eg hef leitað að sem fyrirmynd, en get ekki sætt mig við þær sem eg hef kynst. Þær lifa allar þessu sama efnissnauða lífi, svo að eg hef á- kveðið að gefa ekki bókina út fyr en eg fengi fyrirmynd, sem mér líkaði.« »Ójá, margar líkjast þær hver annari,« sagði Mr. Graham játandi. »En hvað virðist yður að taka litlu ungfrúna hérna, sem veitti okkur í kvöld, til fyrirmyndar? Hún er þó að minsta kosti frumleg fyrirmynd, svo barnaleg, en þó með demanta og talar eins og gömul frú, þótt hún sé ekki nema seytján ára.« 20

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.