Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Blaðsíða 34
154
NYJAR KVÖLDVÖKUR.
Eg hlustaði grandgæfilega, því að eg hefði
heldur viljað missa af mörgu því, sem mér var
gjört til geðs, en verða af því, sem Mr. Carrut-
hers ætlaði að segja um mig. Samt sem áður
þóttist eg viss um að það yrðu engir gullhamrar.
»Svei, það er leitt að sjá hvernig hún hefur
verið eyðilögð. Lady Cicely hefir góða hæfi-
leika til að bera og myndi ef til vill verða fríð-
kvendi mikið eftir mörg ár, en’það er skaði
,að enginn skuli telja um fyrir fólkinu hennar,
svo að það láti hana ekki hrúga á sig gim-
steinum og leika fullvaxna hefðarmey undireins,®
Eg fölnaði upp og gat varla hreyft mig.
Dolly virtist líka verða hissa eins og hún tryði
varla eyrum sínum.
Mr. Graham hló.
»Eg býst við að hún sé barn í raun og veru,
en þó getið þér varla sagt, að samræður
hennar séu barnalegar.«
»Rað er enginn mynd á því,« sagði hann
fyrirlitlega. »Eg hef oft vitað lærðar konur herma
háttu og orðfæri eftir sönnum gáfumanni, en
aldrei fyrri hef eg séð gáfaða konu leika lær-
dómsgutlara!«
»Eg held þér dæmið hana alt of hart,«
sagði Mr. Graham brosandi.
Mr. Carruthers ypt öxlum óþolinmóðlega.
Hann hafði auðsjáanlega fengið nóg af þessu
umtalséfni.
»Við skulum koma og sjá hver vinnur ball-
skákina,« sagði hann og hélt á stað með Mr.
Graham.
Hvernig á eg að lýsa tilfinningum mínum?
Það var ekki venjuleg gremja eða meidd
sjálfsþóttatilfinning, sem lét til sín finna hjá mér.
Eg var beinlínis trylt af reiði, því að það var
ekki satt sem hann sagði. Rekking mín var alls
ekki svo lítil sigld, sem hann lét, og það sem
eg hafði sagt var hngt frá því að vera vitleysa.
Gremjutárin streymdu niður kinnar mínar
þegar eg leit framan í Dolly, og hnefarnir krept-
ust ósjálfrátt svo fast saman, að neglurnar rifu
mig til blóðs.
Eg var í þann veg að láta út úr mér heil-
an árstraum af fyrirlitningar og reiðilegum stór-
yrðum, en hætti í miðju kafi við það að Dolly
skellihló. Eg hafði búist við gremjusvip á and-
liti hennar, en í stað þess veltist hún beinlínis
um af hlátri. Eg skildi fljótlega hvernig á stóð.
Dolly þóttist hafa séð; að eg væri eigi slíkt
goð, sem hún hafði altaf talið mig vera, og
áleit það óskeikult, sem þessi frægi rithöfundur
hafði sagt um mig.
»Hann skal fá það borgað!« kreisti eg út á
miíli tannanna. »Eg skal hefna mín og troða
hann ofan í rykið undir fótum mínum áður en
lýkur.«
Svo skildi eg við Dolly og fór inn í svefn-
herbergi mitt.
Þremur árum síðar var eg í heimboði hjá
Lady Hilliers. Eg hafði ekki séð Ralph Carrut-
hers síðan kvóldið góða, en reiði mín hafði
haldið sér furðanlega gagnvart honum, og eg
beið aðeins eftir tækifæri til þess að Ijúka við
reikninginn okkar á milli. Hann var nú orðinn
miklu frægari maður en þá er hann kom til
Temple Hall, því að þá stóð hann í neðsta
þrepi frægðarstigans, en nú var hann kominn
alla leið til vegs og virðingar.
Bækur hans höfðu tekið hver annari fram,
þeim hafði verið snúið í leikrit og leikrit hans
þóttu öðrum betri.
En eftilvillvar eg orðin eins fræg á mínum
sviðum og hann á sínum. Eg hafði í tvo vet-
ur tekið þátt i samkvæmíslífinu og hafði fengið
svo mikið hrós og gullhamra fyrir fegurð mína
og framkomu, að eg var orðin þreytt á því,
op margir göfugir menn höfðu lagt hjarta sitt
að fótum mér.
Eimlestin, sem eg kom á, var svo seint á
ferðinni, að eg hafði nauman tíma til að búa
mig undir samkvæmið. Dolly Craven var ein
af heimamönnum og heilsaði mér kurteislega,
en þó ekki alúðlega. Við höfðum aldrei orð-
ið góðir vinir síðan kvöldið góða, þegar hún
hló að mér. Eg hafði látið hana finna það ó-
spart, og hún hafði dregið sig í hlé.