Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Side 37
HEÍTIÐ.
157
reynast mjög elskuverð, það sem eftir er sam-
kvæmisins.«
Hann horfði beint í augu mér.
»Gjörið yður eigi mikla fyrirhöfn út af því,«
sagði hann þunglyndislega, »því að ef satt er
það sem sagt er, ætti eg að vera óhultari, þeg-
ar Lady Cicely hleypir brúnum, en þegar hún
brosir. Er ekki svo?«
Það var eitthvað það í svip hans, sem kom
mér til að iðrast eftir ertni minni og breyta
um fas.
Eg hafði strengt þess heit að hefna mín á
Þessum manni og auðvitað hlaut eg að efna
heit mitt, en eg óskaði þess aðeins að þessi
fjandmaður minn væri ekki eins gjörvilegur og
hann var.
Það sem eftir var kvöldsins var eg nokkuð
astúðlegri en vant var, því að vanalega gjörði
eg lítið til að vinna hjörtu karlmanna, en nú
ákvað eg að vinna ást Mr. Carruthers.
Það var hefnd mín, að fá hann til að fleygja
as* sinni fyrir fætur mér og troða hana svo
°fan í skarnið, eins og hann hafði gert við mig
tyrir þrem árum.
Hyernig stendur á því að það er svo miklu
h®gra að framkvæma ill áform en góð.
Hefði eg ásett mér að vinna ást Mr. Car-
uthers í góðum tilgangi, myndi hann ef til vill
hafa virzt ósigrandi. Eftir því sem virtist, hafði
hann gefist upp við fyrsta áhlaup, og hann
reyndi alls eigi að leyna því. Hann leitaði að
mér svo allir sáu, var altaf í nánd við mig,
reiðubúinn að sinna öllum dutlungum mínum
°g talaði við mig með svip og áherzlum, sem
ekki gátu bent nema á hið sama.
AHar hinar stúlkurnar brunnu auðsjáanlega
af öfund, en einkum þó Dolly — hún, sem
afði verið svo heppin, eða öllu fremur óhepp-
*n að minna mig á heit mitt, sem eg hafði
Sjort fyn'r þrem árum, og sem eg ef til vill
efði ekki munað eftir að öðrum kosti.
Svo dróst að því sem verða vildi.
Eg sat inn í lestrarsalnum eitt kvöld og las
í bók, þegar Ralph Carruther kom inn. Eg hélt
hann væri úti á skotveiðum með félögum sín-
um, en þegar hann sá mig leiftruðu augu hans
skyndilega.
»Þér eruð hér?« kallaði hann. »Eghefverið
að leita að yður alstaðar. Eg flýtti mér heim
í því skyni að ná tali af yður.«
Hann gekk til mín, hallaði sér upp að ar-
inbríkinni og horfði á mig. Mér fanst tunga
mín vera bundin, og eg horfði stöðugt inn í
eldinn á arninum.
»Cicely,« sagði hann og lækkaði röddina,
»eg hef Ieitast við að ná tali af yður í Iangan
tíma, um það, sem liggur mér mest á hjarta.
Eg elska yður — og get ekki lýst nógsamlega
með orðum hversu heitt eg ann yður. Getið
þér gefið mér nokkra von — ófurlitla von um
að vinna ást yðar?«
Hann var svo fríður og föngulegur, þar
sem hann stóð með útrétta arma í áttina til
mín, að mér féll allur ketill í eld. Eg hafði
heitið að fyrirlíta hann, ef að þessu kæmi, en
nú gat eg ekki annað en hrist höfuðið.
Hann fölnaði en færði sig þó nær. Orð hans
urðu enn heitari og ákafari:
»Ó, segið ekki nei, ekki nei,» sagði hann
með ákafa. »Reynið að elska mig — það er
svo mikils vert fyrir Iíf mitt, fyrir hjarta mitt
og sál. Reynið að láta yður þykja ofurlítið
vænt um mig!«
Hjartað barðist í ákafa í brjóstinu á mér, en
því miður kom heit mitt fram milli mín og
hans, heitið, sem Dolly hafði mint mig á með
háðsglottinu og uppgerðarvináttunni.
»Það er ómögulegt,« sagði eg kuldalega,
»alveg ómögulegt, eg mundi aldrei geta gifst
yður.«
Hendur hans féllu máttlausar niður með síð-
unum og hann leit á mig undrunaraugum.
»Hafi eg gert mér vonir, er það yður að
kenna. Þér gáfuð mér ástæðu til þess,« sagði
hann hægt og dauflega.
Eg sneri mér frá honum til þess að mæta
ekki augnaráði hans.
»Hefi eg gefið yður ástæðu til þess?« sagði